Allir mæti svartklæddir Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. febrúar 2014 17:00 Gjörningaklúbburinn "Það verða engar óþægilegar uppákomur.“ Vísir/Daníel „Þetta er stærsti gjörningurinn okkar hingað til,“ segir Sigrún Hrólfsdóttir, einn meðlimur Gjörningaklúbbsins, en hann skipa þrjár myndlistarkonur. Þær eru Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Gjörningaklúbburinn setur upp verkið Hugsa minna – Skynja meira í Listasafni Íslands, en verkið verður sýnt tólf sinnum í febrúar. Fyrsta sýningin er í kvöld klukkan sjö, en auk þeirra þriggja eru um það bil fimmtán aðrir sem taka þátt í sýningunni. „Þetta eru leikarar og dansarar, arkítektar og hinir og þessir listamenn. Með verkinu viljum við hvetja fólk til að nýta öll skilningarvitin og hvíla rökhugann,“ segir Sigrún, og segir alla þátttakendur leggja verkinu eitthvað til, þó að þær þrjár leggi línurnar og búi til umgjörðina. Aðspurð segir Sigrún þetta þó ekki eingöngu skynjunarverk. „Það eru fjölmargar vísanir og táknmyndir í þessu og þetta er ólíkt því sem við höfum gert áður því við erum að færa okkur lengra yfir á svið leiklistarinnar,“ útskýrir Sigrún og bætir við að þær séu í grunninn myndlistarmenn en ýmislegt svipi til leikhússins í þessu nýjasta verki. „Til að mynda þarf fólk að kaupa miða og sýningar eru þegar safnið er annars lokað. Fólk verður líka að mæta á réttum tíma og auk þess eiga allir að mæta svartklæddir,“ segir hún, og bætir við að áhorfendur verði hluti af verkinu. „Þeir þurfa samt ekkert að óttast – það verða engar óþægilegar uppákomur,“ segir hún, létt í bragði. Gjörningaklúbburinn hélt síðast sýningu á Íslandi í Hafnarborg, en þá var um að ræða mun hefðbundnari myndlistarsýningu. „Það er langt síðan við höfum verið með sýningu á Íslandi og við hvetjum sem flesta til að koma og sjá þetta hjá okkur,“ segir Sigrún að lokum. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
„Þetta er stærsti gjörningurinn okkar hingað til,“ segir Sigrún Hrólfsdóttir, einn meðlimur Gjörningaklúbbsins, en hann skipa þrjár myndlistarkonur. Þær eru Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Gjörningaklúbburinn setur upp verkið Hugsa minna – Skynja meira í Listasafni Íslands, en verkið verður sýnt tólf sinnum í febrúar. Fyrsta sýningin er í kvöld klukkan sjö, en auk þeirra þriggja eru um það bil fimmtán aðrir sem taka þátt í sýningunni. „Þetta eru leikarar og dansarar, arkítektar og hinir og þessir listamenn. Með verkinu viljum við hvetja fólk til að nýta öll skilningarvitin og hvíla rökhugann,“ segir Sigrún, og segir alla þátttakendur leggja verkinu eitthvað til, þó að þær þrjár leggi línurnar og búi til umgjörðina. Aðspurð segir Sigrún þetta þó ekki eingöngu skynjunarverk. „Það eru fjölmargar vísanir og táknmyndir í þessu og þetta er ólíkt því sem við höfum gert áður því við erum að færa okkur lengra yfir á svið leiklistarinnar,“ útskýrir Sigrún og bætir við að þær séu í grunninn myndlistarmenn en ýmislegt svipi til leikhússins í þessu nýjasta verki. „Til að mynda þarf fólk að kaupa miða og sýningar eru þegar safnið er annars lokað. Fólk verður líka að mæta á réttum tíma og auk þess eiga allir að mæta svartklæddir,“ segir hún, og bætir við að áhorfendur verði hluti af verkinu. „Þeir þurfa samt ekkert að óttast – það verða engar óþægilegar uppákomur,“ segir hún, létt í bragði. Gjörningaklúbburinn hélt síðast sýningu á Íslandi í Hafnarborg, en þá var um að ræða mun hefðbundnari myndlistarsýningu. „Það er langt síðan við höfum verið með sýningu á Íslandi og við hvetjum sem flesta til að koma og sjá þetta hjá okkur,“ segir Sigrún að lokum.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“