Lífið

Steinar semur við Nike á Íslandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Steinar er glaður með samninginn við Nike.
Steinar er glaður með samninginn við Nike.
„Ég er ótrúlega sáttur með að fá að kynna vörurnar þeirra. Það er svo sem ekki erfitt þar sem þetta eru frábærar vörur sem ég hef alist upp með og séð allar helstu stjörnurnar í,“ segir tónlistarmaðurinn Steinar Baldursson. Hann hefur skrifað undir árssamstarfssamning við Nike á Íslandi og mun kynna vörur merkisins, hvort sem hann er á sviði eða á skólabekknum í Verzlunarskóla Íslands þar sem hann er á þriðja ári.

Steinar kom, sá og sigraði á síðasta ári með lagið Up af sinni fyrstu plötu, Beginning og hefur haft í nægu að snúast.

„Þetta gerðist svo fáránlega hratt að núna er ég aðeins byrjaður að átta mig á þessari velgengni,“ segir Steinar. Hann er með ýmislegt í bígerð á næstunni.

„Núna er ég að vinna að nýju lagi og gera myndband við það. Ég hlakka rosalega mikið til að skapa eitthvað því ég er búinn að vera mjög upptekinn að undanförnu að troða upp. Svo langar mig bráðum að halda tónleika. Ekki endilega risastóra heldur hágæðatónleika og toppsýningu sem fólk má ekki missa af.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.