Baby ætlar að verða bóndi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 08:00 Aþena og Arnar Már ná vel saman. „Þetta er uppáhaldsmyndin mín. Systir mín horfði alltaf á hana þegar ég var yngri þannig að ég byrjaði að horfa á hana líka. Ég hef örugglega horft á hana upp undir tvö hundruð sinnum,“ segir Aþena Eir Jónsdóttir. Hún leikur aðalkvenhlutverkið í uppsetningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja á söngleiknum Dirty Dancing. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd sem sló fyrst í gegn þegar hún var frumsýnd árið 1987. Í myndinni lék Jennifer Grey Frances Houseman sem var oftast kölluð Baby. Í uppsetningu FS heitir sá karakter Lilla og Aþena er í því hlutverki. „Ég ætlaði bara að fara í dansprufurnar og komst í gegnum þær. Síðan var ég kölluð inn og beðin um að fara í leikprufu og fékk hlutverkið. Ég er rosalega ánægð með það,“ segir Aþena. Hún er á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þó hún sé aðeins fimmtán ára því henni var flýtt um eitt ár. Hún er yngsti meðlimurinn í sýningunni. „Það er gert grín að mér öðru hverju því ég er yngst. Svo er sá sem leikur á móti mér fimm árum eldri en ég þannig að það er svolítill munur,“ segir Aþena. Arnar Már Eyfells leikur Jonna en í upprunalegu myndinni var það Patrick Swayze sem túlkaði hann.Aþena hefur æft dans síðan hún var tíu ára.„Arnar Már er mjög góður og sjarmerandi. Hann á yngri systur sem er jafngömul og ég þannig að hann lítur á mig sem litlu systur sína.“ Dirty Dancing er frumsýnt á morgun í Andrews Theater á Ásbrú og eru aðeins fimm sýningar í boði næstu helgi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli. Það skemmtilegasta sem ég hef gert og það erfiðasta. Ég er mjög spennt og stressuð á sama tíma fyrir frumsýningunni. Söguþráðurinn í sýningunni er sá sami en sumum atriðum hefur verið örlítið breytt,“ segir Aþena. Aðspurð um goðsagnakenndu lyftuna úr myndinni segir hún það atriði aðeins breytt. „Það er lyfta en hún er ekki eins og í myndinni. Þessi lyfta í myndinni er náttúrulega ein sú erfiðasta sem hægt er að finna í dansi og því útfærðum við hana aðeins öðruvísi.“ Aþena hefur æft dans síðan hún var tíu ára en veit ekki hvort hún ætli að leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni. „Ég hef aðra drauma. Mig langar að verða bóndi. Ég er ekki búin að ákveða hvar en ég ætla á Hvanneyri eftir Fjölbrautaskólann. Útskrifast sem búfræðingur og tamningamaður og skella mér uppí sveit.“ Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Sjá meira
„Þetta er uppáhaldsmyndin mín. Systir mín horfði alltaf á hana þegar ég var yngri þannig að ég byrjaði að horfa á hana líka. Ég hef örugglega horft á hana upp undir tvö hundruð sinnum,“ segir Aþena Eir Jónsdóttir. Hún leikur aðalkvenhlutverkið í uppsetningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja á söngleiknum Dirty Dancing. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd sem sló fyrst í gegn þegar hún var frumsýnd árið 1987. Í myndinni lék Jennifer Grey Frances Houseman sem var oftast kölluð Baby. Í uppsetningu FS heitir sá karakter Lilla og Aþena er í því hlutverki. „Ég ætlaði bara að fara í dansprufurnar og komst í gegnum þær. Síðan var ég kölluð inn og beðin um að fara í leikprufu og fékk hlutverkið. Ég er rosalega ánægð með það,“ segir Aþena. Hún er á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þó hún sé aðeins fimmtán ára því henni var flýtt um eitt ár. Hún er yngsti meðlimurinn í sýningunni. „Það er gert grín að mér öðru hverju því ég er yngst. Svo er sá sem leikur á móti mér fimm árum eldri en ég þannig að það er svolítill munur,“ segir Aþena. Arnar Már Eyfells leikur Jonna en í upprunalegu myndinni var það Patrick Swayze sem túlkaði hann.Aþena hefur æft dans síðan hún var tíu ára.„Arnar Már er mjög góður og sjarmerandi. Hann á yngri systur sem er jafngömul og ég þannig að hann lítur á mig sem litlu systur sína.“ Dirty Dancing er frumsýnt á morgun í Andrews Theater á Ásbrú og eru aðeins fimm sýningar í boði næstu helgi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli. Það skemmtilegasta sem ég hef gert og það erfiðasta. Ég er mjög spennt og stressuð á sama tíma fyrir frumsýningunni. Söguþráðurinn í sýningunni er sá sami en sumum atriðum hefur verið örlítið breytt,“ segir Aþena. Aðspurð um goðsagnakenndu lyftuna úr myndinni segir hún það atriði aðeins breytt. „Það er lyfta en hún er ekki eins og í myndinni. Þessi lyfta í myndinni er náttúrulega ein sú erfiðasta sem hægt er að finna í dansi og því útfærðum við hana aðeins öðruvísi.“ Aþena hefur æft dans síðan hún var tíu ára en veit ekki hvort hún ætli að leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni. „Ég hef aðra drauma. Mig langar að verða bóndi. Ég er ekki búin að ákveða hvar en ég ætla á Hvanneyri eftir Fjölbrautaskólann. Útskrifast sem búfræðingur og tamningamaður og skella mér uppí sveit.“
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein