Lífið

Verður alltaf söngkona

Rita Ora hefur undanfarið verið að láta til sín taka á hvíta tjaldinu.
Rita Ora hefur undanfarið verið að láta til sín taka á hvíta tjaldinu. Mynd/Gettyimages
Tónlistarkonan Rita Ora ætlar aldrei að skipta út söngnum fyrir leiklistina.

Ora lauk nýverið tökum á myndinni Fimmtíu gráir skuggar þar sem hún leikur systur aðalpersónunnar Christian Grey, Miu Grey.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún reynir fyrir sér á hvíta tjaldinu en Ora lék lítið hlutverk í myndinni Fast and the Furious 6.

„Ég mun aldrei hætta að syngja því þar byrjaði ég. Ég elska sönginn og án hans hefði ég aldrei komist á þann stað sem ég er á í dag,“ segir Ora sem þessa dagana er einnig að taka upp sína aðra plötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.