Lífið

Friðarsúlan tendruð

 Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í dag á afmælisdegi Ono.
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í dag á afmælisdegi Ono. Vísir/Vilhelm
Listakonan Yoko Ono á afmæli í dag og hefur Reykjavíkurborg ákveðið að heiðra hana með því að tendra Friðarsúluna á afmælisdegi hennar. Tendrun súlunnar í október ár hvert nýtur mikilla vinsælda bæði meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna sem margir hverjir koma um langan veg til þess að vera viðstaddir viðburðinn. Í fyrra var slegið met í fjölda þátttakenda þegar 1.800 manns sigldu yfir Sundið í boði Yoko Ono og þessi viðburður mun að öllum líkindum stækka ár frá ári. Það er því vel við hæfi að tendra ljósið í Viðey á afmælisdegi listakonunnar.



Friðarsúlan verður tendruð klukkan 18 í dag og logar til klukkan 10 miðvikudaginn 19. febrúar.



Boðið verður upp á Friðarsúluferð klukkan 20 í kvöld. Siglt verður frá gömlu höfninni í miðbæ Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.