Lífið

Krafturinn engu líkur í söngbúðum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mikil gleði hefur skapast hjá þátttakendum í búðunum.
Mikil gleði hefur skapast hjá þátttakendum í búðunum. Mynd/Einkasafn
Öllum syngjandi konum á Vesturlandi og víðar stendur til boða að taka þátt í söngbúðum með djasssöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. Söngbúðirnar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi helgina 1. til 2. mars og stendur skráning nú yfir. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu en það er Freyjukórinn sem annast skipulagningu.

„Markmiðið er að efla sönggleði, þjálfa og hvetja konur til þátttöku í söngstarfi,“ segir sálfræðingurinn Inga Stefánsdóttir fyrir hönd undirbúningshóps Freyjukórs.

Meðal laga sem æfð verða eru More than Words, Walk on the Wild Side, Lazy Daisy, Hraustir menn, Einbúinn og Feeling Good svo nokkur séu nefnd.

„Mikil samstaða og gleði hefur skapast milli þátttakenda og krafturinn engu líkur,“ bætir Inga við og hvetur konur til að taka þátt og skrá sig sem fyrst á hér.

Söngbúðirnar enda með tónleikum í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þær konur sem geta fara síðan á flakk með hópnum og syngja í Grundarfirði miðvikudagskvöldið 5. mars og í Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 8. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.