Lífið

Sextug stórleikkona

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rene á glæstan feril að baki.
Rene á glæstan feril að baki.
Leikkonan Rene Marie Russo er sextug í dag. Hún er þekktust fyrir að leika í fjölmörgum myndum á tíunda áratugnum, þar á meðal In the Line of Fire, Outbreak, Ransom og The Thomas Crown Affair.

Rene hóf ferilinn í fyrirsætubransanum eftir að umboðsmaðurinn John Crosby rak augun í hana á tónleikum með Rolling Stones árið 1972. Rene landaði samningi við umboðsskrifstofuna Ford og prýddi forsíður tímarita á borð við Vogue, Mademoiselle og Cosmopolitan.

Þegar hún varð þrítug minnkaði eftirspurn eftir henni í módelheiminum og hóf hún leiklistanám. Hún þreytti frumraun sína í sjónvarpi árið 1987 í sjónvarpsseríunni Sable. Tveimur árum síðar fékk hún sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í Major League.

Síðari ár hefur hún til dæmis leikið í myndunum Yours, Mine and Ours, Thor og Thor: The Dark World.

Rene hefur verið gift Dan Gilroy síðan árið 1992 og eiga þau saman dótturina Rose sem fæddist ári síðar.

Á forsíðu Cosmopolitan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.