Söngkona lifir drauminn í borg englanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 14:00 Eltir draumana til Los Angeles Mynd/Einkasafn „Mig langaði að fara út til þess að lifa drauminn,“ segir hin 25 ára gamla söngkona Steinunn Ósk Axelsdóttir, sem flutti árið 2011 til Los Angeles til þess að elta drauminn sinn, sem er að verða atvinnutónlistarkona. Hún hefur klárað gráðu sem kallast Associate of Arts degree in Vocal Performance við tónlistarskólann Musician Institute (M.I.) í Los Angeles. Þar kynntist hún hljómsveitarfélögum sínum. „Það voru nemendur í skólanum sem voru að leita að söngkonu með sérstaka rödd og ég varð fyrir valinu,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hljómsveitin, sem nefnist In the Key of Earth, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. „Við tókum plötuna upp sjálf og gáfum hana líka út sjálf.“ Ásamt Steinunni Ósk eru þau Jazzlyn Rose hljómborðsleikari og David Kirsh gítarleikari í hljómsveitinni. Var ekki mikið mál að gefa sjálf út plötu í Bandaríkjunum? „Jú, þetta var heilmikið ferli og mikil vinna, en algjörlega þess virði.“ Á Íslandi hafði hún lært söng í eitt ár við Söngskóla Reykjavíkur og var hún í Tónlistarskóla FÍH í þrjú ár.Steinunn Ósk flutti til Los Angeles til að elta drauma sínaMynd/EinkasafnHún segir lífið í Los Angeles vera frábært og að hún sé ekki á leiðinni heim til Íslands í bráð. „Hér er alltaf frábært veður og það er alltaf eitthvað að gerast í Hollywood,“ segir Steinunn Ósk, en hún býr við Hollywood Boulevard. „Það tekur mig bara tvær mínútur að rölta til dæmis að Kodak Theater, þar sem Óskarinn fer fram í byrjun mars.“ Spurð út í fræga fólkið, segist Steinunn Ósk hafa hitt allnokkra þekkta einstaklinga í Hollywood. Hún hitti til að mynda tvo leikara á tónleikum með hljómsveitinni Steel Panther í Hollywood, þá Ron Jeremy og Dane Cook. „Það var bara fyndið að hitta Ron Jeremy, en hann var nett subbulegur náungi. Hins vegar var Dane Cook töluvert fágaðri og snyrtilegri. Ég þekki söngvara Steel Panther, Michael Starr, ágætlega og fékk að kíkja baksviðs eftir tónleikana og þar hitti ég leikarana,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hún starfar einnig sem aðstoðarkennari í M.I. „Ég vinn við að aðstoða nemendur sem eiga í erfiðleikum með námið. Einnig starfa ég við að spila á tónleikum á hverjum degi með hinum aðstoðarkennurunum, til þess að þjálfa nemendur skólans sem eru að æfa sig í hljóðblöndun á tónleikum. Þetta er rosalega skemmtileg vinna,“ útskýrir Steinunn Ósk. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
„Mig langaði að fara út til þess að lifa drauminn,“ segir hin 25 ára gamla söngkona Steinunn Ósk Axelsdóttir, sem flutti árið 2011 til Los Angeles til þess að elta drauminn sinn, sem er að verða atvinnutónlistarkona. Hún hefur klárað gráðu sem kallast Associate of Arts degree in Vocal Performance við tónlistarskólann Musician Institute (M.I.) í Los Angeles. Þar kynntist hún hljómsveitarfélögum sínum. „Það voru nemendur í skólanum sem voru að leita að söngkonu með sérstaka rödd og ég varð fyrir valinu,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hljómsveitin, sem nefnist In the Key of Earth, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. „Við tókum plötuna upp sjálf og gáfum hana líka út sjálf.“ Ásamt Steinunni Ósk eru þau Jazzlyn Rose hljómborðsleikari og David Kirsh gítarleikari í hljómsveitinni. Var ekki mikið mál að gefa sjálf út plötu í Bandaríkjunum? „Jú, þetta var heilmikið ferli og mikil vinna, en algjörlega þess virði.“ Á Íslandi hafði hún lært söng í eitt ár við Söngskóla Reykjavíkur og var hún í Tónlistarskóla FÍH í þrjú ár.Steinunn Ósk flutti til Los Angeles til að elta drauma sínaMynd/EinkasafnHún segir lífið í Los Angeles vera frábært og að hún sé ekki á leiðinni heim til Íslands í bráð. „Hér er alltaf frábært veður og það er alltaf eitthvað að gerast í Hollywood,“ segir Steinunn Ósk, en hún býr við Hollywood Boulevard. „Það tekur mig bara tvær mínútur að rölta til dæmis að Kodak Theater, þar sem Óskarinn fer fram í byrjun mars.“ Spurð út í fræga fólkið, segist Steinunn Ósk hafa hitt allnokkra þekkta einstaklinga í Hollywood. Hún hitti til að mynda tvo leikara á tónleikum með hljómsveitinni Steel Panther í Hollywood, þá Ron Jeremy og Dane Cook. „Það var bara fyndið að hitta Ron Jeremy, en hann var nett subbulegur náungi. Hins vegar var Dane Cook töluvert fágaðri og snyrtilegri. Ég þekki söngvara Steel Panther, Michael Starr, ágætlega og fékk að kíkja baksviðs eftir tónleikana og þar hitti ég leikarana,“ útskýrir Steinunn Ósk. Hún starfar einnig sem aðstoðarkennari í M.I. „Ég vinn við að aðstoða nemendur sem eiga í erfiðleikum með námið. Einnig starfa ég við að spila á tónleikum á hverjum degi með hinum aðstoðarkennurunum, til þess að þjálfa nemendur skólans sem eru að æfa sig í hljóðblöndun á tónleikum. Þetta er rosalega skemmtileg vinna,“ útskýrir Steinunn Ósk.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira