Lífið

Á það til að drekka úr annara manna brúsum í ræktinni

Marín Manda skrifar
Lína Rut Wilberg
Lína Rut Wilberg
Lína Rut Wilberg listakona var spurð spjörunum úr í þessari viku. Lífið komst að því að hún tekur mikið í hnébeygju og nennir ekki að tipla á tánum í kringum fólk.

Nafn? Lína Rut Wilberg

Aldur? Fædd 1966

Starf? Listamaður



Hvern faðmaðir þú síðast og kysstir?




Ég er alltaf að knúsa, kyssa og faðma börnin mín.

Hver kom þér síðast á óvart og hvernig?

Ég kom sjálfri mér á óvart í síðustu viku þegar ég tók hnébeygjur.

Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi?

Ég get verið hreinskilin á mislukkaðan hátt en sem betur fer hafa flestir sem umgangast mig að ráði húmor og skilning á því. Ég hef þó eitthvað lagast með árunum.

Ertu hörundsár?

Maðurinn minn segir að ég sé alls ekki hörundsár og mér finnst gott að heyra það því mér leiðist sjálfri að umgangast hörundsárt og viðkvæmt fólk, nenni ekki að tipla á tánum.

Dansarðu þegar enginn sér til?  

Nei, en ég og Nói sonur minn tökum oft góðar syrpur saman.

Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig?

Ég er svo viðutan og nokkuð góð í að gera mig að fífli. Í síðustu viku fór ég dagavillt og sendi yngri drenginn minn í vitlaust afmæli í leikjagarðinum í Ásbrú. Einnig þarf fólk sem er í kringum mig í ræktinni að passa drykkjarbrúsana sína vel því ég á það til að drekka úr annarra manna brúsum.

Hringirðu stundum í vælubílinn? Já, það er bara gott fyrir sálina að bjalla stundum á vælubílinn.

Tekurðu strætó?  Það er langt síðan ég tók strætó á Íslandi.



Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag?

Get ekki sett tíma á það en ég tala mikið við vini mína bæði hér heima og erlendis á Facebook og á það til að detta í að lesa hinar og þessar greinar sem fólk er að pósta, þetta er hin besta fréttaveita. En það er mjög auðvelt að eyða of miklum tíma þarna.

Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim?

Nei, ég fer ekki hjá mér ef ég hitti frægt fólk enda finnst mér það ekkert merkilegra en aðrir. Hef samt oft heilsað þekktu fólki sem ég tel mig þekkja en fatta svo eftir á að ég þekki það ekkert.

Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Já, hversu mikið ég tek í hnébeygju.

Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina?  Hanga mikið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.