Dagur í lífi Írisar Bjarkar ljósmyndara Marín Manda skrifar 14. febrúar 2014 19:00 Íris Björk ljósmyndari Íris Björk nýtur sín þar sem hún er búsett í London. Lífið fékk að skyggnast inn í veröld ljósmyndarans og fylgjast með henni í einn dag. „Ég er svo heppin að engir tveir dagar í lífi mínu eru eins. Þennan dag var engin myndataka heldur undirbúningur og eftirvinnsla. Dagurinn var í furðulegri kantinum en mjög skemmtilegur," segir hún. Klukkan 7.00 Fór á fætur, tók mig til fyrir daginn og fékk mér morgunmat. Í þetta skiptið chia-graut með banana, berjum og möndlumjólk, vatnsglas og vítamín.Klukkan 9.00 Síðasta föstudag var mér boðin frí klipping sem hármódel hjá Vidal Sassoon-hárgreiðslustofunni. Ég samþykkti með því skilyrði að við myndum halda sömu klippingunni en bara stytta það. Það er sko alls ekki leiðinlegt að fá fría klippingu hérna úti þar sem hún er mjög dýr, en á þessari stofu kostar einungis klippingin í kringum tuttugu þúsund krónur. Ég leit líka á þetta sem tækifæri til þess að hitta nýtt fólk í sama bransa og ég.Klukkan 11.00 Ég kíkti á bókasafnið í skólanum mínum í tvo tíma til þess að vinna í lokaritgerðinni minni. Ég smellti mynd af Vogue-safni skólans, en hér sjáið þið blöð frá 1929 til dagsins í dag, bresk, bandarísk, japönsk og að sjálfsögðu ítölsk. Ekkert smá flott safn.Klukkan 13.00 Þá hitti ég Heru og við fórum saman í árumyndatöku. Ára er orka sem umlykur hverja manneskju og orkan hefur mismunandi liti og lögun. Hver litur, staðsetning og lögun hefur mismunandi þýðingu. Upprunalega fór ég til þess að nota þetta í rannsóknarvinnu fyrir lokaverkefnið mitt og þar sem Hera hefur áhuga á svona hlutum líka þá tók ég hana með. Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt enda ekki alla daga sem áran manns er mynduð og maður fær 17 blaðsíðna skýrslu um orkustöðvarnar sínar. Íris Björk og Hera leikkona.Klukkan 15.00 Eftir myndatökuna fórum við Hera í hádegismat á Pot, þar sem við lásum skýrslurnar okkar og spjölluðum.Klukkan 17.00 Fór ég aftur upp í skóla til þess að skanna inn filmur. Því miður var enginn skanni laus í þetta skiptið þannig að í staðinn vann ég myndir frá myndatöku gærdagsins. Klukkan 20.30 Fór ég út að hlaupa. Ég og Sandra vinkona mín á Íslandi erum hlaupavinir, þ.e.a.s. við notum símaappið Runkeeper. Hún hleypur á Íslandi og ég í London og svo getum við fylgst hvor með annarri í gegnum símann. Við skráðum okkur í hlaupaprógramm í appinu sem segir okkur að hlaupa 4 sinnum í viku þar til við náum að fara 10 km á 55 mínútum. Þetta er allgjör snilld því annars myndi ég örugglega ekki koma mér af stað.Klukkan 21.30 Síðbúinn kvöldmatur sem kærastinn minn, Hilmar, eldaði fyrir mig, ýsa í raspi.Klukkan 23.30 Upp í rúm að sofa eftir langan dag. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Íris Björk nýtur sín þar sem hún er búsett í London. Lífið fékk að skyggnast inn í veröld ljósmyndarans og fylgjast með henni í einn dag. „Ég er svo heppin að engir tveir dagar í lífi mínu eru eins. Þennan dag var engin myndataka heldur undirbúningur og eftirvinnsla. Dagurinn var í furðulegri kantinum en mjög skemmtilegur," segir hún. Klukkan 7.00 Fór á fætur, tók mig til fyrir daginn og fékk mér morgunmat. Í þetta skiptið chia-graut með banana, berjum og möndlumjólk, vatnsglas og vítamín.Klukkan 9.00 Síðasta föstudag var mér boðin frí klipping sem hármódel hjá Vidal Sassoon-hárgreiðslustofunni. Ég samþykkti með því skilyrði að við myndum halda sömu klippingunni en bara stytta það. Það er sko alls ekki leiðinlegt að fá fría klippingu hérna úti þar sem hún er mjög dýr, en á þessari stofu kostar einungis klippingin í kringum tuttugu þúsund krónur. Ég leit líka á þetta sem tækifæri til þess að hitta nýtt fólk í sama bransa og ég.Klukkan 11.00 Ég kíkti á bókasafnið í skólanum mínum í tvo tíma til þess að vinna í lokaritgerðinni minni. Ég smellti mynd af Vogue-safni skólans, en hér sjáið þið blöð frá 1929 til dagsins í dag, bresk, bandarísk, japönsk og að sjálfsögðu ítölsk. Ekkert smá flott safn.Klukkan 13.00 Þá hitti ég Heru og við fórum saman í árumyndatöku. Ára er orka sem umlykur hverja manneskju og orkan hefur mismunandi liti og lögun. Hver litur, staðsetning og lögun hefur mismunandi þýðingu. Upprunalega fór ég til þess að nota þetta í rannsóknarvinnu fyrir lokaverkefnið mitt og þar sem Hera hefur áhuga á svona hlutum líka þá tók ég hana með. Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt enda ekki alla daga sem áran manns er mynduð og maður fær 17 blaðsíðna skýrslu um orkustöðvarnar sínar. Íris Björk og Hera leikkona.Klukkan 15.00 Eftir myndatökuna fórum við Hera í hádegismat á Pot, þar sem við lásum skýrslurnar okkar og spjölluðum.Klukkan 17.00 Fór ég aftur upp í skóla til þess að skanna inn filmur. Því miður var enginn skanni laus í þetta skiptið þannig að í staðinn vann ég myndir frá myndatöku gærdagsins. Klukkan 20.30 Fór ég út að hlaupa. Ég og Sandra vinkona mín á Íslandi erum hlaupavinir, þ.e.a.s. við notum símaappið Runkeeper. Hún hleypur á Íslandi og ég í London og svo getum við fylgst hvor með annarri í gegnum símann. Við skráðum okkur í hlaupaprógramm í appinu sem segir okkur að hlaupa 4 sinnum í viku þar til við náum að fara 10 km á 55 mínútum. Þetta er allgjör snilld því annars myndi ég örugglega ekki koma mér af stað.Klukkan 21.30 Síðbúinn kvöldmatur sem kærastinn minn, Hilmar, eldaði fyrir mig, ýsa í raspi.Klukkan 23.30 Upp í rúm að sofa eftir langan dag.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira