Glaðasti hundur í heimi á grænlensku Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. febrúar 2014 10:30 „Glaðasti hundurinn ætlar í útrás,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, en hann vinnur hörðum höndum þessa dagana að því að klára þrjár nýjar útgáfur af laginu Glaðasti hundur í heimi. Búið er að hljóðrita lagið á grænlensku, færeysku og dönsku. „Þetta er bara hugmynd sem ég fékk, það væri gaman að geta farið til dæmis til Grænlands að skemmta,“ segir Dr. Gunni.Friðrik Dór Jónsson sem söng upphaflega útgáfu lagsins syngur einnig nýju útgáfurnar. „Grænlenskan var virkilega snúin og ég hefði ekki getað þetta án þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá grænlenskum vini mínum, John Kristiansen,“ segir Friðrik Dór um grænlenskuna. Það voru Grænlendingarnir Avijaja Tryggvadóttir og John Kristiansen sem þýddu texta lagsins og svo hjálpaði John Frikka með framburðinn og annað slíkt í upptökunum. „John sagði að ég væri alveg fínn í þessu,“ bætir Friðrik Dór við. Hann söng línu og línu og segist ekki hafa getað sungið lagið allt í gegn en atkvæðin eru talsvert fleiri í grænlensku útgáfunni en þeirri íslensku. „Frikki varð alveg smá pirraður þegar illa gekk með grænlenskuna en það var bara fyndið,“ bætir Dr. Gunni við.Friðrik Dór Jónsson og John KristiansenMYND/Gunnar Lárus Hjálmarsson Það gekk þó betur að syngja inn Hundinn á færeysku og dönsku. „Reynir Þór Eggertsson, betur þekktur sem Eurovision-Reynir, aðstoðaði mig við dönskuna, það gekk mjög vel og ég varð dönskukennurunum mínum allavega ekki til skammar,“ útskýrir Friðrik. Hann fékk þó ekki neinn leiðbeinanda þegar hjólað var í upptökur á færeysku útgáfunni. Dr. Gunni fer með hundinn glaða í útrás.fréttablaðið/valli„Ég er nú einn áttundi Færeyingur þannig að amma hefði orðið sár ef ég hefði klúðrað færeyskunni,“ segir Friðrik. Það kom þó til greina að fá Geir Ólafs til að aðstoða við færeyska framburðinn þar sem hann hefur sungið á færeysku. „Það kom til tals að fá Geir en þetta reddaðist,“ segir Friðrik. Þá er búið að teikna þrjá nýja hunda. „Grænlenski hundurinn er sleðahundur, danski hundurinn er svona pulsuhundur og svo er færeyski hundurinn einhvers konar smalahundur,“ útskýrir Dr. Gunni. Nú tekur við hljóðblöndun og önnur vinnsla en gert er ráð fyrir að nýju útgáfurnar verði fullkláraðar á næstu vikum. „Þrjú ný myndbönd með teikningum Ránar Flygenring munu líta dagsins ljós á næstu vikum og það er hin fimmtán ára Didda sem býr til myndböndin,“ segir Dr. Gunni. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Glaðasti hundurinn ætlar í útrás,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, en hann vinnur hörðum höndum þessa dagana að því að klára þrjár nýjar útgáfur af laginu Glaðasti hundur í heimi. Búið er að hljóðrita lagið á grænlensku, færeysku og dönsku. „Þetta er bara hugmynd sem ég fékk, það væri gaman að geta farið til dæmis til Grænlands að skemmta,“ segir Dr. Gunni.Friðrik Dór Jónsson sem söng upphaflega útgáfu lagsins syngur einnig nýju útgáfurnar. „Grænlenskan var virkilega snúin og ég hefði ekki getað þetta án þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá grænlenskum vini mínum, John Kristiansen,“ segir Friðrik Dór um grænlenskuna. Það voru Grænlendingarnir Avijaja Tryggvadóttir og John Kristiansen sem þýddu texta lagsins og svo hjálpaði John Frikka með framburðinn og annað slíkt í upptökunum. „John sagði að ég væri alveg fínn í þessu,“ bætir Friðrik Dór við. Hann söng línu og línu og segist ekki hafa getað sungið lagið allt í gegn en atkvæðin eru talsvert fleiri í grænlensku útgáfunni en þeirri íslensku. „Frikki varð alveg smá pirraður þegar illa gekk með grænlenskuna en það var bara fyndið,“ bætir Dr. Gunni við.Friðrik Dór Jónsson og John KristiansenMYND/Gunnar Lárus Hjálmarsson Það gekk þó betur að syngja inn Hundinn á færeysku og dönsku. „Reynir Þór Eggertsson, betur þekktur sem Eurovision-Reynir, aðstoðaði mig við dönskuna, það gekk mjög vel og ég varð dönskukennurunum mínum allavega ekki til skammar,“ útskýrir Friðrik. Hann fékk þó ekki neinn leiðbeinanda þegar hjólað var í upptökur á færeysku útgáfunni. Dr. Gunni fer með hundinn glaða í útrás.fréttablaðið/valli„Ég er nú einn áttundi Færeyingur þannig að amma hefði orðið sár ef ég hefði klúðrað færeyskunni,“ segir Friðrik. Það kom þó til greina að fá Geir Ólafs til að aðstoða við færeyska framburðinn þar sem hann hefur sungið á færeysku. „Það kom til tals að fá Geir en þetta reddaðist,“ segir Friðrik. Þá er búið að teikna þrjá nýja hunda. „Grænlenski hundurinn er sleðahundur, danski hundurinn er svona pulsuhundur og svo er færeyski hundurinn einhvers konar smalahundur,“ útskýrir Dr. Gunni. Nú tekur við hljóðblöndun og önnur vinnsla en gert er ráð fyrir að nýju útgáfurnar verði fullkláraðar á næstu vikum. „Þrjú ný myndbönd með teikningum Ránar Flygenring munu líta dagsins ljós á næstu vikum og það er hin fimmtán ára Didda sem býr til myndböndin,“ segir Dr. Gunni.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira