Heiðra verk og störf tónlistarkvenna Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2014 09:00 Kvenfélagið Kítón heldur sína fyrstu uppskeruhátíð í Hörpu. F.v. Védís Hervör, Lára Rúnarsdóttir, Hafdís Huld, Þorbjörg Daphne Hall, Hallfríður Ólafsdóttir og Ísabella Leifsdóttir. fréttablaðið/vilhelm „Það er mikil spenna í loftinu enda mjög skemmtilegt að undirbúa svona stóra og flotta hátíð,“ segir Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona og einn stjórnarmeðlima KÍTÓNs, félags kvenna í tónlist. Félagið stendur fyrir sinni fyrstu uppskeruhátíð helgina 1. og 2. mars næstkomandi. Uppskeruhátíðin, sem fram fer í Hörpu, hefst á málþingi undir yfirskriftinni Jafnrétti í tónlist á Íslandi. Á meðal þeirra sem flytja erindi á málþinginu eru Katrín Jakobsdóttir, Árni Matthíasson, Guðni Tómasson, Arna Kristín Einarsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. Einnig verða pallborðsumræður þar sem tekið verður fyrir málefnið „Í átt að jafnrétti í tónlistarbransanum, hvar stöndum við og hvert stefnum við?“. „Þegar tölfræðin er skoðuð má sjá að umhverfi tónlistarbransans er mjög karllægt, til dæmis ef horft er á félög, nefndir og ráð, auk útgáfufyrirtækja, útvarps, sjónvarps og dagblaða,“ útskýrir Lára. Seinni dagur uppskeruhátíðarinnar verður helgaður tónlist íslenskra tónlistarkvenna. „Það verður fjöldinn allur af örtónleikum innan veggja Hörpu á sunnudeginum frá klukkan 13.00 til 17.00 sem er opið öllum. Þeir fara fram í þremur hornum í Hörpu, á kaffihúsinu Munnhörpunni, við Norðurbryggju og í Yoko-horninu. Á örtónleikunum verður flutt alls kyns tónlist og koma þar fram tónlistarkonur úr KÍTÓN enda er KÍTÓN félag sem gengur þvert á allar tónlistarstefnur. Við lofum fjölbreyttri dagskrá.“ Lokahnykkur uppskeruhátíðarinnar eru svo tónleikarnir Tónafljóð, sem fram fara í Eldborgarsalnum. „Þar verða konur í forgrunni og flutt verk eftir konur,“ segir Lára létt í lundu. Á meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru Ragnhildur Gísladóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Lay Low, Vök, Mammút, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld, Myrra Rós, Cell 7, Greta Salóme og Sunna Gunnlaugs. „Auk þess ætlar Vox Feminae að flytja verk eftir Báru Grímsdóttur, Hljómeyki flytur verk eftir Önnu Þorvalds, félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja verk eftir Jórunni Viðar og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur svo eitthvað sé nefnt. Miðasalan hófst í gær og fór vel af stað,“ bætir Lára við. KÍTÓN var stofnað í janúar 2013 og gekk fyrsta starfsárið vonum framar. „Það hefur allt gengið ótrúlega vel og það er mikill metnaður og kraftur á meðal þeirra kvenna sem eru í félaginu,“ útskýrir Lára. Þær unnu fjölda verkefna á árinu sem opnað hafa augu fólks fyrir grósku og mikilvægi kvenna í íslenskum tónlistarbransa. Alls eru um 220 konur skráðar í félagið en þar af eru níu í stjórn, auk Láru eru þær Védís Hervör Árnadóttir, Ragnheiður Gröndal, Greta Salóme, Hallfríður Ólafsdóttir, Andrea Jónsdóttir, Alma Rut Kristjánsdóttir, Hafdís Huld Þrastardóttir og Þorbjörg Daphne Hall. „Þetta er dásamlegur félagsskapur og nærandi í alla staði.“ Miðasala á Tónafljóð er á midi.is. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Það er mikil spenna í loftinu enda mjög skemmtilegt að undirbúa svona stóra og flotta hátíð,“ segir Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona og einn stjórnarmeðlima KÍTÓNs, félags kvenna í tónlist. Félagið stendur fyrir sinni fyrstu uppskeruhátíð helgina 1. og 2. mars næstkomandi. Uppskeruhátíðin, sem fram fer í Hörpu, hefst á málþingi undir yfirskriftinni Jafnrétti í tónlist á Íslandi. Á meðal þeirra sem flytja erindi á málþinginu eru Katrín Jakobsdóttir, Árni Matthíasson, Guðni Tómasson, Arna Kristín Einarsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. Einnig verða pallborðsumræður þar sem tekið verður fyrir málefnið „Í átt að jafnrétti í tónlistarbransanum, hvar stöndum við og hvert stefnum við?“. „Þegar tölfræðin er skoðuð má sjá að umhverfi tónlistarbransans er mjög karllægt, til dæmis ef horft er á félög, nefndir og ráð, auk útgáfufyrirtækja, útvarps, sjónvarps og dagblaða,“ útskýrir Lára. Seinni dagur uppskeruhátíðarinnar verður helgaður tónlist íslenskra tónlistarkvenna. „Það verður fjöldinn allur af örtónleikum innan veggja Hörpu á sunnudeginum frá klukkan 13.00 til 17.00 sem er opið öllum. Þeir fara fram í þremur hornum í Hörpu, á kaffihúsinu Munnhörpunni, við Norðurbryggju og í Yoko-horninu. Á örtónleikunum verður flutt alls kyns tónlist og koma þar fram tónlistarkonur úr KÍTÓN enda er KÍTÓN félag sem gengur þvert á allar tónlistarstefnur. Við lofum fjölbreyttri dagskrá.“ Lokahnykkur uppskeruhátíðarinnar eru svo tónleikarnir Tónafljóð, sem fram fara í Eldborgarsalnum. „Þar verða konur í forgrunni og flutt verk eftir konur,“ segir Lára létt í lundu. Á meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru Ragnhildur Gísladóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Lay Low, Vök, Mammút, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld, Myrra Rós, Cell 7, Greta Salóme og Sunna Gunnlaugs. „Auk þess ætlar Vox Feminae að flytja verk eftir Báru Grímsdóttur, Hljómeyki flytur verk eftir Önnu Þorvalds, félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja verk eftir Jórunni Viðar og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur svo eitthvað sé nefnt. Miðasalan hófst í gær og fór vel af stað,“ bætir Lára við. KÍTÓN var stofnað í janúar 2013 og gekk fyrsta starfsárið vonum framar. „Það hefur allt gengið ótrúlega vel og það er mikill metnaður og kraftur á meðal þeirra kvenna sem eru í félaginu,“ útskýrir Lára. Þær unnu fjölda verkefna á árinu sem opnað hafa augu fólks fyrir grósku og mikilvægi kvenna í íslenskum tónlistarbransa. Alls eru um 220 konur skráðar í félagið en þar af eru níu í stjórn, auk Láru eru þær Védís Hervör Árnadóttir, Ragnheiður Gröndal, Greta Salóme, Hallfríður Ólafsdóttir, Andrea Jónsdóttir, Alma Rut Kristjánsdóttir, Hafdís Huld Þrastardóttir og Þorbjörg Daphne Hall. „Þetta er dásamlegur félagsskapur og nærandi í alla staði.“ Miðasala á Tónafljóð er á midi.is.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira