Býr til skartgripi úr hornum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 14. febrúar 2014 15:00 Þórdís Sigmarsdóttir vinnur men úr horni í frístundum á gullsmíðaverkstæði föður síns. Mynd/Valli Ég byrjaði á þessu fyrir fjórum árum. Pabbi er gullsmiður og einn daginn fór ég að fikta með horn sem hann átti á verkstæðinu hjá sér. Nú bý ég til hálsmen, eyrnalokka, ermahnappa og armbönd úr kýrhorni, hreindýrshorni og sauðahornum,“ segir Þórdís Sigmarsdóttir, tré- og málmsmíðakennari við Kársnesskóla.Gripina kallar hún KúMen og segir hornin skemmtilegan efnivið. „Það er mjög gaman að vinna með horn, fyrir utan lyktina sem fylgir þegar maður slípar það niður. En hornið er tiltölulega sveigjanlegt efni og eins kemur á óvart hvaða litbrigði leynast inni í horninu. Það getur verið grænt innan í hvítu horni og gult innan í svörtu horni. Maður veit það aldrei fyrirfram. Ég lakka ekki munina heldur slípa þá einungis vel niður.“Annars vegar býr Þórdís til men úr hringjum sem hún raðar saman og hins vegar men úr litlum plötum, sem hún sagar fínleg munstur í, armbönd og ermahnappa.„Ég fæ græjurnar hans pabba lánaðar og vinn í þessu þegar verkstæðið er laust. Hann vinnur reyndar líka í horn og býr til drykkjarhorn sem hann setur silfur utan um.“ Þórdís segir hornin ekki liggja á lausu og til að byrja með hafi veri erfitt að verða sér úti um efni. Þá sé það talsverð vinna að hreinsa hornin fyrir vinnslu.„Ég þarf annaðhvort að láta hornin bíða og þorna svo hægt sé að slá innan úr þeim, eða sjóða þau. Ég hef reyndar verið svo heppin að ég hef fengið mikið af þurrum og fínum hornum til að vinna úr, sem fólk gaukar að mér. Það verður líka mikið úr hverju horni svo ég þarf ekki mörg,“ útskýrir Þórdís. „Þetta er dálítið seinleg vinna, en skemmtileg og alls engin kvöð.“Gripir Þórdísar fást í versluninni Ömmu mús á Laugavegi en nánar má forvitnast um KúMen á Facebook. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Ég byrjaði á þessu fyrir fjórum árum. Pabbi er gullsmiður og einn daginn fór ég að fikta með horn sem hann átti á verkstæðinu hjá sér. Nú bý ég til hálsmen, eyrnalokka, ermahnappa og armbönd úr kýrhorni, hreindýrshorni og sauðahornum,“ segir Þórdís Sigmarsdóttir, tré- og málmsmíðakennari við Kársnesskóla.Gripina kallar hún KúMen og segir hornin skemmtilegan efnivið. „Það er mjög gaman að vinna með horn, fyrir utan lyktina sem fylgir þegar maður slípar það niður. En hornið er tiltölulega sveigjanlegt efni og eins kemur á óvart hvaða litbrigði leynast inni í horninu. Það getur verið grænt innan í hvítu horni og gult innan í svörtu horni. Maður veit það aldrei fyrirfram. Ég lakka ekki munina heldur slípa þá einungis vel niður.“Annars vegar býr Þórdís til men úr hringjum sem hún raðar saman og hins vegar men úr litlum plötum, sem hún sagar fínleg munstur í, armbönd og ermahnappa.„Ég fæ græjurnar hans pabba lánaðar og vinn í þessu þegar verkstæðið er laust. Hann vinnur reyndar líka í horn og býr til drykkjarhorn sem hann setur silfur utan um.“ Þórdís segir hornin ekki liggja á lausu og til að byrja með hafi veri erfitt að verða sér úti um efni. Þá sé það talsverð vinna að hreinsa hornin fyrir vinnslu.„Ég þarf annaðhvort að láta hornin bíða og þorna svo hægt sé að slá innan úr þeim, eða sjóða þau. Ég hef reyndar verið svo heppin að ég hef fengið mikið af þurrum og fínum hornum til að vinna úr, sem fólk gaukar að mér. Það verður líka mikið úr hverju horni svo ég þarf ekki mörg,“ útskýrir Þórdís. „Þetta er dálítið seinleg vinna, en skemmtileg og alls engin kvöð.“Gripir Þórdísar fást í versluninni Ömmu mús á Laugavegi en nánar má forvitnast um KúMen á Facebook.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira