Bjarni Guðjóns: Miklu skemmtilegra starf en ég hélt Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2014 07:30 Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram. Mynd/Pjetur „Það er alltaf gaman að vinna titla en það var ekki það sem skipti máli fyrir liðið á þessum tímapunkti,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, í samtali við Fréttablaðið en hann stýrði Fram til Reykjavíkurmeistaratitils á mánudagskvöldið. Fram vann þá KR í vítaspyrnukeppni og fagnaði Bjarni sínum fyrsta titli sem þjálfari í meistaraflokki. „Reynslan sem strákarnir fengu úr þessum leik skiptir meira máli. Þó þetta hafi verið Reykjavíkurmót var þetta úrslitaleikur og fáir þessara stráka hafa spilað svona úrslitaleiki. Þetta mót er gott í þeim tilgangi að búa sig undir sumarið. Við fengum dýrmæt tækifæri til að spila góða leiki með góða dómara við góðar aðstæður,“ segir Bjarni, sem varð með sigrinum á undan Rúnari Kristinssyni til að vinna Reykjavíkurmótið.Mikil samheldni Bjarni gerði miklar breytingar á Fram-liðinu þegar hann tók við en þrettán leikmenn eru komnir, margir ungir og óreyndir, í efstu deild. Þá yfirgáfu níu leikmenn Safamýrina. „Það jákvæðasta í þessari uppbyggingu er sennilega hvernig strákunum hefur tekist að búa til samheldni úr annars ungum hópi. Helmingurinn eða svo er alveg nýkominn inn þannig að menn eiga hrós skilið fyrir þetta,“ segir Bjarni. Þjálfarinn hefur ekki áhyggjur af frumraun ungu drengjanna í deild þeirra bestu því þeir eru góðir í fótbolta. Hann vonast bara til að þeir grípi tækifærið sem þeim er nú gefið.Skemmtilegra en ég hélt „Það er ekki mikið sem ég kenni þeim hvað varðar tækni og þannig heldur fá þeir bara tækifæri til að spila í efstu deild. Menn þurfa að passa upp á allt saman eins og hvíld og mataræði og ég held að allir séu að gera það,“ segir Bjarni sem nýtur sín verulega í nýju starfi. „Þetta er alveg virkilega skemmtilegt og gefandi. Starfið er eiginlega miklu skemmtilegra en ég hélt það yrði. Þetta grípur mann alveg,“ segir Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Það er alltaf gaman að vinna titla en það var ekki það sem skipti máli fyrir liðið á þessum tímapunkti,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, í samtali við Fréttablaðið en hann stýrði Fram til Reykjavíkurmeistaratitils á mánudagskvöldið. Fram vann þá KR í vítaspyrnukeppni og fagnaði Bjarni sínum fyrsta titli sem þjálfari í meistaraflokki. „Reynslan sem strákarnir fengu úr þessum leik skiptir meira máli. Þó þetta hafi verið Reykjavíkurmót var þetta úrslitaleikur og fáir þessara stráka hafa spilað svona úrslitaleiki. Þetta mót er gott í þeim tilgangi að búa sig undir sumarið. Við fengum dýrmæt tækifæri til að spila góða leiki með góða dómara við góðar aðstæður,“ segir Bjarni, sem varð með sigrinum á undan Rúnari Kristinssyni til að vinna Reykjavíkurmótið.Mikil samheldni Bjarni gerði miklar breytingar á Fram-liðinu þegar hann tók við en þrettán leikmenn eru komnir, margir ungir og óreyndir, í efstu deild. Þá yfirgáfu níu leikmenn Safamýrina. „Það jákvæðasta í þessari uppbyggingu er sennilega hvernig strákunum hefur tekist að búa til samheldni úr annars ungum hópi. Helmingurinn eða svo er alveg nýkominn inn þannig að menn eiga hrós skilið fyrir þetta,“ segir Bjarni. Þjálfarinn hefur ekki áhyggjur af frumraun ungu drengjanna í deild þeirra bestu því þeir eru góðir í fótbolta. Hann vonast bara til að þeir grípi tækifærið sem þeim er nú gefið.Skemmtilegra en ég hélt „Það er ekki mikið sem ég kenni þeim hvað varðar tækni og þannig heldur fá þeir bara tækifæri til að spila í efstu deild. Menn þurfa að passa upp á allt saman eins og hvíld og mataræði og ég held að allir séu að gera það,“ segir Bjarni sem nýtur sín verulega í nýju starfi. „Þetta er alveg virkilega skemmtilegt og gefandi. Starfið er eiginlega miklu skemmtilegra en ég hélt það yrði. Þetta grípur mann alveg,“ segir Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira