Íslenski boltinn

Guðjón Þórðarson vann tvö fyrstu mótin sín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. Vísir/Daníel
Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, lék eftir afrek föður síns þegar hann vann sitt fyrsta mót sem meistaraflokksþjálfari. Fram varð Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR í fyrrakvöld.

Guðjón Þórðarson tók við meistaraflokki Skagamanna fyrir tímabilið 1987 þá 32 ára gamall eða þremur árum yngri en sonur hans Bjarni Guðjónsson er núna.

Líkt og Bjarni þá vann Guðjón fyrsta mót sitt sem þjálfari í meistaraflokki þegar Skagaliðið vann Litlu bikarkeppnina vorið 1987. Skagamenn unnu þá Keflvíkinga 3-0 í úrslitaleiknum eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum.

Guðjón gerði reyndar gott betur því hann stýrði ÍA-liðinu einnig til sigurs í næsta móti sem var Meistarakeppni KSÍ. ÍA vann þá 2-0 sigur á Fram í leik meistara síðasta tímabils á undan og varð meistari meistaranna í fyrsta sinn í níu ár.

Bjarni fer líka með Framliðið í Meistarakeppni KSÍ en fyrst reynir liðið sig í Lengjubikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×