Verðlaunuð fyrir íslenska landslagsmynd Ugla Egilsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 10:00 Svala Ragnarsdóttir Íslenskt landslag truflað af virkjanaframkvæmdum er yrkisefni Svölu Ragnarsdóttur í myndaseríu sem aflaði henni verðlauna í keppninni Top Thirty Under Thirty. „Ósnortið landslag er ímynd Íslands. Að sama skapi er virkjað úti um allt, en virkjanir eru ekki oft hafðar með á landslagsmyndum,“ segir Svala. Þrjátíu efnilegir ljósmyndarar voru valdir úr átta hundruð innsendum umsóknum. Keppnina hélt Magnum Photos, sem er ein virtasta umboðskrifstofa heims í ljósmyndun, og The Photography Show, sem er ein stærsta ljósmyndasýning sinnar tegundar á Bretlandi. Verðlaunahafar fá að sýna á The Photography Show í Birmingham, og fá leiðsögn frá virtu fagfólki úr heimi ljósmyndunar. „Þetta er gott tækifæri fyrir ljósmyndara sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum,“ segir Svala. „Keppnin er opin öllum á milli átján ára og þrítugs. Ég átti alls ekki von á að komast áfram í keppninni, meðal annars vegna þess að verkefnið mitt er frábrugðið hefðbundnum fréttaljósmyndum,“ segir Svala. „Inn í þessa keppni átti að senda fimm mynda seríu sem segir einhverja sögu. Magnum Agency-umboðsskrifstofan byggir á þessari hefð frétta- og heimildaljósmynda,“ segir Svala.Nesjavallavirkjun. Ein af myndunum í seríunni Orku.Mynd/Svala Ragnarsdóttir. „Ég fékk pata af þessari keppni í skólanum og ákvað að senda útskriftarverkefnið mitt í hana.“ Svala lauk meistaranámi í frétta- og heimildaljósmyndun frá London College of Communication í desember síðastliðnum. „Hluti af þeim sem voru með mér í bekk ætla að helga sig fréttaljósmyndun af átökum í stríðshrjáðum löndum. Ég hef meiri áhuga á heimildaljósmyndaandanum,“ segir Svala. Myndasería Svölu heitir Orka. „Allar myndirnar eru teknar heima á Íslandi síðasta sumar. Ég er búin að búa í London í þrjú og hálft ár og er heilluð af borginni. Þegar ég vil kafa djúpt eftir myndefni hef ég þó tilhneigingu til að fara heim. Þar hef ég meira að segja. Ég ferðaðist um Ísland og tók myndir af vatns- og jarðvarmavirkjunum. Það greip mig fyrst þegar ég var að rannsaka landslagsljósmyndun að virkjanir voru ekki hafðar með á landslagsmyndum. Mig langaði að sýna landslag truflað af þessum framkvæmdum. Þessar virkjanir hafa jákvæða ímynd í útlöndum, þær eru það sem kallað er „grænar,“ og ekki eins skaðlegar og olíuframkvæmdir. Þetta er áhugaverður debatt sem mig langaði til að fanga á mynd.“ Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Íslenskt landslag truflað af virkjanaframkvæmdum er yrkisefni Svölu Ragnarsdóttur í myndaseríu sem aflaði henni verðlauna í keppninni Top Thirty Under Thirty. „Ósnortið landslag er ímynd Íslands. Að sama skapi er virkjað úti um allt, en virkjanir eru ekki oft hafðar með á landslagsmyndum,“ segir Svala. Þrjátíu efnilegir ljósmyndarar voru valdir úr átta hundruð innsendum umsóknum. Keppnina hélt Magnum Photos, sem er ein virtasta umboðskrifstofa heims í ljósmyndun, og The Photography Show, sem er ein stærsta ljósmyndasýning sinnar tegundar á Bretlandi. Verðlaunahafar fá að sýna á The Photography Show í Birmingham, og fá leiðsögn frá virtu fagfólki úr heimi ljósmyndunar. „Þetta er gott tækifæri fyrir ljósmyndara sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum,“ segir Svala. „Keppnin er opin öllum á milli átján ára og þrítugs. Ég átti alls ekki von á að komast áfram í keppninni, meðal annars vegna þess að verkefnið mitt er frábrugðið hefðbundnum fréttaljósmyndum,“ segir Svala. „Inn í þessa keppni átti að senda fimm mynda seríu sem segir einhverja sögu. Magnum Agency-umboðsskrifstofan byggir á þessari hefð frétta- og heimildaljósmynda,“ segir Svala.Nesjavallavirkjun. Ein af myndunum í seríunni Orku.Mynd/Svala Ragnarsdóttir. „Ég fékk pata af þessari keppni í skólanum og ákvað að senda útskriftarverkefnið mitt í hana.“ Svala lauk meistaranámi í frétta- og heimildaljósmyndun frá London College of Communication í desember síðastliðnum. „Hluti af þeim sem voru með mér í bekk ætla að helga sig fréttaljósmyndun af átökum í stríðshrjáðum löndum. Ég hef meiri áhuga á heimildaljósmyndaandanum,“ segir Svala. Myndasería Svölu heitir Orka. „Allar myndirnar eru teknar heima á Íslandi síðasta sumar. Ég er búin að búa í London í þrjú og hálft ár og er heilluð af borginni. Þegar ég vil kafa djúpt eftir myndefni hef ég þó tilhneigingu til að fara heim. Þar hef ég meira að segja. Ég ferðaðist um Ísland og tók myndir af vatns- og jarðvarmavirkjunum. Það greip mig fyrst þegar ég var að rannsaka landslagsljósmyndun að virkjanir voru ekki hafðar með á landslagsmyndum. Mig langaði að sýna landslag truflað af þessum framkvæmdum. Þessar virkjanir hafa jákvæða ímynd í útlöndum, þær eru það sem kallað er „grænar,“ og ekki eins skaðlegar og olíuframkvæmdir. Þetta er áhugaverður debatt sem mig langaði til að fanga á mynd.“
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein