Lífið

Nýdönsk í upptökuferð til Berlínar

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Nýdönsk er á leið til Berlínar að taka upp nýja plötu.mynd/hag
Hljómsveitin Nýdönsk er á leið til Berlínar að taka upp nýja plötu.mynd/hag mynd/hag
„Okkur langar að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Nýdönsk, en sveitin er á leið til Berlínar um miðjan marsmánuð að taka upp plötu. Sveitin ætlar að dvelja í hljóðveri í Berlín í tæpa viku en stefnir svo á að klára plötuna á Íslandi í kjölfarið. Nýdönsk gaf síðast út plötuna Turninn árið 2008.

„Þetta er allt á upphafsmetrunum, þetta er alls konar efni og ég veit ekki alveg hvernig þetta endar,“ segir Jón spurður út í nýja efnið. Allir meðlimir sveitarinnar semja og því mikið og fjölbreytt úrval af nýju efni.

„Við förum með stuðfélaginu Wow Air út þannig að það er aldrei að vita nema að við tökum lagið í vélinni,“ segir Jón um samgönguhættina.

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem sveitin fer utan í upptökuferð því platan Himnasending sem kom út árið 1992 var tekin upp í Bretlandi.

Nýdönsk kemur fram á tónleikum á Græna Hattinum og á Siglufirði í mars. „Við ætlum einnig að vera með tónleika í Hörpu í haust eins og við höfum gert undanfarin tvö ár.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.