Myndaði M.I.A. á forsíðu Wild Magazine Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. febrúar 2014 08:00 Saga Sig býr og starfar í London. Hún hefur getið sér gott orð sem ljósmyndari. MYND/SagaSig Ljósmyndarinn Saga Sig myndaði forsíðu nýjasta tölublaðs Wild Magazine, sem er bandarískt glanstímarit. Forsíðuna prýddi breska tónlistarkonan M.I.A. sem hefur átt mikilli velgengni að fagna um allan heim, en Saga hefur áður fengið boð um að vinna með söngkonunni sem hún gat ekki þekkst. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Saga um myndatökuna. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir henni sem listakonu svo það var sérstaklega gaman að fá að vinna með henni,“ heldur Saga áfram. „Fyrir tveimur árum bað hún mig að taka myndir bak við tjöldin þegar hún skaut hið fræga Bad Girls-myndband með leikstjóranum Roman Gavras. Þetta var í desember og ég var komin til Íslands til að fagna jólunum með fjölskyldunni. Fjárhagsáætlanir verkefnisins gerðu ekki ráð fyrir flugi frá Íslandi til Marokkó svo verkefnið rann út í sandinn,“ útskýrir Saga, en hún býr og starfar í London. „Mér fannst það svo ótrúlega leiðinlegt því þetta myndband er eitt það flottasta sem gert hefur verið að mínu mati.“ Saga segir myndatökuna hafa gengið vel fyrir sig. Forsíðan„Hún var mjög vingjarnleg. Annars er það hluti af mínu starfi að vera ekkert að kippa sér upp við það þótt fólk sé frægt, og ég passa mig auðvitað á því. Ég verð líka eiginlega að viðurkenna að ég er alveg rosalega ómannglögg og veit yfirleitt ekki hver neinn er,“ segir Saga, létt í bragði. Saga hefur átt mikilli velgengni að fagna í starfi og hefur meðal annars myndað fyrir Nike Women og Topshop, sem hún segir hafa verið mikilvægt fyrir ferilinn. Hún hefur fengið myndir eftir sig birtar í þekktum tímaritum á borð við Vogue Japan og í Dazed and Confused. M.I.A.M.I.A. er breskur listamaður sem öðlaðist frægð í gegnum tónlist, en fæst einnig við myndlist og leikstjórn. Hún hóf ferilinn sem kvikmyndagerðarmaður í London en fór fljótlega að leggja áherslu á tónlistarferil sinn og árið 2004 gaf hún út smáskífurnar Sunshowers og Galang sem hlutu góðar viðtökur. Síðan hefur M.I.A. meðal annars verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, tvennra Grammy-verðlauna og Mercury-verðlaunanna.Meðal þekktustu laga M.I.A. eru Paper Planes, Bucky Done Gun, Bad Girls og Matangi. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Ljósmyndarinn Saga Sig myndaði forsíðu nýjasta tölublaðs Wild Magazine, sem er bandarískt glanstímarit. Forsíðuna prýddi breska tónlistarkonan M.I.A. sem hefur átt mikilli velgengni að fagna um allan heim, en Saga hefur áður fengið boð um að vinna með söngkonunni sem hún gat ekki þekkst. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Saga um myndatökuna. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir henni sem listakonu svo það var sérstaklega gaman að fá að vinna með henni,“ heldur Saga áfram. „Fyrir tveimur árum bað hún mig að taka myndir bak við tjöldin þegar hún skaut hið fræga Bad Girls-myndband með leikstjóranum Roman Gavras. Þetta var í desember og ég var komin til Íslands til að fagna jólunum með fjölskyldunni. Fjárhagsáætlanir verkefnisins gerðu ekki ráð fyrir flugi frá Íslandi til Marokkó svo verkefnið rann út í sandinn,“ útskýrir Saga, en hún býr og starfar í London. „Mér fannst það svo ótrúlega leiðinlegt því þetta myndband er eitt það flottasta sem gert hefur verið að mínu mati.“ Saga segir myndatökuna hafa gengið vel fyrir sig. Forsíðan„Hún var mjög vingjarnleg. Annars er það hluti af mínu starfi að vera ekkert að kippa sér upp við það þótt fólk sé frægt, og ég passa mig auðvitað á því. Ég verð líka eiginlega að viðurkenna að ég er alveg rosalega ómannglögg og veit yfirleitt ekki hver neinn er,“ segir Saga, létt í bragði. Saga hefur átt mikilli velgengni að fagna í starfi og hefur meðal annars myndað fyrir Nike Women og Topshop, sem hún segir hafa verið mikilvægt fyrir ferilinn. Hún hefur fengið myndir eftir sig birtar í þekktum tímaritum á borð við Vogue Japan og í Dazed and Confused. M.I.A.M.I.A. er breskur listamaður sem öðlaðist frægð í gegnum tónlist, en fæst einnig við myndlist og leikstjórn. Hún hóf ferilinn sem kvikmyndagerðarmaður í London en fór fljótlega að leggja áherslu á tónlistarferil sinn og árið 2004 gaf hún út smáskífurnar Sunshowers og Galang sem hlutu góðar viðtökur. Síðan hefur M.I.A. meðal annars verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, tvennra Grammy-verðlauna og Mercury-verðlaunanna.Meðal þekktustu laga M.I.A. eru Paper Planes, Bucky Done Gun, Bad Girls og Matangi.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira