Lífið

Dúllur hvaðanæva af landinu

Ugla Egilsdóttir skrifar
Hildur Ísberg og dúllurnar.
Hildur Ísberg og dúllurnar. Mynd/ Gunnar V. Andrésson.
„Við Sara Bjargardóttir ákölluðum alla prjóna- og heklfæra á landinu og báðum þá að senda okkur dúllur og annan prjóna- og heklfatnað,“ segir Hildur Ísberg, sem prjónaði föt og teppi upp úr dúllunum til að senda til Sýrlands. Hildur og Sara prjónablogga á síðu sem heitir Hnoðrar og hnyklar. „Við fórum með kassa í Rauða krossinn í dag með föt og teppi. Hann verður sendur til Sýrlands,“ segir Hildur. „Það er heill hópur á Facebook sem stendur fyrir söfnun á hlýjum fatnaði til að senda til Sýrlands,“ segir hún. 

Dúllur voru sendar víðsvegar að úr landinu. „Viðbrögðin við ákallinu voru vonum framar. Allir hafa staðið sig rosalega vel. Svo erum við að setja saman þrjú stór teppi sem enda í Hvíta Rússlandi. Það var komið nóg af teppum í sendinguna til Sýrlands. Þess vegna var ákveðið að senda afganginn til Hvíta Rússlands þar sem er ekki minni þörf,“ segir Hildur. -






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.