Lífið

Sport að koma til Íslands

Ugla Egilsdóttir skrifar
Þórdís fór til Finnlands í nóvember.
Þórdís fór til Finnlands í nóvember. Mynd/ Gunnar V. Andrésson.
„Þessum Finnum finnst sport að koma hingað á veturna,“ segir Þórdís Gísladóttir, sem les upp með finnskum ljóðskáldum í Norræna húsinu á ljóðakvöldi ásamt fleirum. „Þau Katariina Vuorinen og Marko Niemi ætla svo í ferð um landið að lesa upp ljóð,“ segir Þórdís.

Þórdís heimsótti skáldin til Finnlands í nóvember síðastliðnum ásamt Ingunni Snædal og Kristínu Svövu Tómasdóttur. Íslensku og finnsku skáldin stofnuðu félag. „Við lásum upp með þeim í Tampere og Jyveskyla, sem eru „metrópól“ í Finnlandi.“

Ljóðakvöldið verður á þriðjudaginn klukkan 20 í Norræna húsinu. Finnska sendiráðið býður upp á léttar veitingar í hléi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.