Lífið

Frægir fagna með Saga Film - MYNDBAND

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hjúfr, árlegt partí framleiðslufyrirtækisins Sagafilm, var haldið með pompi og prakt á föstudagskvöldið.

Mörg hundruð manns söfnuðust saman til að fagna því að árið 2013 var stærsta ár í 36 ára sögu fyrirtækisins. Um leið og því var fagnað voru ýmis, ný verkefni afhjúpuð - þar á meðal önnur sería af The Biggest Loser Ísland og ný sería af Stelpunum. Þá var það tilkynnt að búið sé að endurgera Næturvaktina á finnsku.

Í meðfylgjandi myndskeiði er spjallað við Guðnýju Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Sagafilm, Þórhall Gunnarsson, yfirmann framleiðslu hjá Sagafilm, frasakónginn Jón Gunnar Geirdal, Tobbu Marinósdóttur, forstöðumann markaðsdeildar SkjásEins og Ragnar Agnarsson, forstjóra Sagafilm.

Hanna Maja, Björn Brynjúlfur Björnsson og Halla Helgadóttir brostu sínu blíðasta.
Ragnar Agnarsson tók nýverið við starfi forstjóra Sagafilm.
Margrét Orradóttir og Dalla Jóhannsdóttir.
Grínistinn Ari Eldjárn fór á kostum svo vægt sé til orða tekið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.