Lífið

Popptíví fær andlitslyftingu

Ágúst segir að Popp TV verði streymt út á netinu.
Ágúst segir að Popp TV verði streymt út á netinu.
„Margir þekktustu skemmtikraftar Íslands stigu sín fyrstu skref á PoppTV og nú ætlum við að gefa fleirum tækifæri á því að feta sömu spor,“ segir Ágúst Héðinsson forstöðumaður útvarpssviðs 365.

„Stöðin fær nýja og ferska andlitslyftingu og segja má að horfið verði til upphafsins,“ segir Ágúst jafnframt, en lögð verður áhersla á afþreyingu fyrir ungt fólk með hressilegri dagskrárgerð, tónlist og með því að gefa ungu fólki tækifæri til að spreyta sig í sjónvarpi.

„Hér eftir verður stöðin í opinni dagskrá fyrir alla og einnig streymt út á netinu þannig að þú þarft ekki einu sinni sjónvarp til að ná útsendingum.“ Á næstu vikum mun stöðin fara inn í Útvapp FM957, X977 og Bylgjunnar.

„Við þessi tímamót breytum við merki PoppTV, frískum upp á grafík stöðvarinnar og eflum dagskrárgerðina. Tónlist og dagskrárgerð verður bæði innlend og erlend og sniðin að ungu fólki á aldrinum 12-29 ára.“

Ágúst segir að það verði ráðist í stór verkefni strax á fyrstu vikum. Stöðin sendir til að mynda út í beinni Söngkeppni Samfés, ásamt tveimur upphitunarþáttum fyrir keppnina. Í lok mars mun stöðin svo vera hluti af Hlustendaverðlaunum Íslands, svo eitthvað sé nefnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.