Syngur dúett með eiginmanninum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 11:00 Mynd/Bjarni Eiríksson Seiðandi rödd Eyrúnar Huldar Haraldsdóttur hljómar nú í fyrsta sinn með ektamanninum og rokkaranum Magna Ásgeirssyni. Hún á von á sér í vikunni. „Við erum að safna strákum, eða svo virðist vera, því þriðji strákurinn er á leiðinni í heiminn í næstu viku,“ segir Eyrún sem á von á sér fimmtudaginn 13. febrúar. „Við erum því greinilega góð í að búa til stráka og hlökkum til að stækka fjölskylduna,“ segir Eyrún og hlær dátt af hamingju. Á liðnu sumri keyptu Eyrún og Magni sér íbúð í höfuðstað hins bjarta norðurs og una hag sínum vel á Akureyri. „Við Magni erum bæði utan af landi og vildum gjarnan ala börnin okkar upp á landsbyggðinni. Húsnæðisverð í Reykjavík hafði líka mjög fælandi mátt því það er erfiðara að stækka við sig í Vesturbænum en á Akureyri. Hér höfum við það ljómandi gott, það er stutt að skreppa austur og Akureyringar hafa tekið vel á móti okkur.“ Eyrún kennir íslensku við Menntaskólann á Akureyri og Magni hefur kennt við tónlistarskóla nyrðra meðfram hefðbundnu rokki og róli. „Ég lærði íslensku við Háskóla Íslands og fór fljótlega í kennslu sem átti strax vel við mig. Ég held að ég sé ábyrgur og sanngjarn kennari; í það minnsta segja nemendur mínir að ég sé ekki gjöful á einkunnir og geri miklar kröfur. Það er svo góður kostur,“ segir Eyrún, sem nýtur kennarastarfsins. „Það er gaman að umgangast menntaskólanemendur, kynnast nýjum og fylgja þeim eldri eftir. Í kennarastarfinu kynnist maður líka mörgum og það er ótvíræður kostur og gefur manni færi á því komast betur inn í hlutina. Skólasamfélagið verður því í raun nokkurs konar lykill að lífi og menningu svæðisins.“Mynd/Bjarni EiríkssonÆskuástin að austan Eyrún er fædd og uppalin á Egilsstöðum en Magni ólst upp á Borgarfirði eystri. Leiðir þeirra lágu saman í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Við kynntumst í menntaskólanum þegar ég var sextán ára busi, en Magni er þremur árum eldri. Við erum því búin að vera saman lengi,“ segir Eyrún og brosir að minningunni. Eyrún er oftast grasekkja um helgar þegar Magni stígur á svið fyrir sunnan og hefur þá ofan af fyrir sonum þeirra sem eru tveggja og átta ára. „Um helgar erum við líka mikið á faraldsfæti því Magni er oftast að spila og stundum fær eldri guttinn að fara með honum til Reykjavíkur. Þá er oft gestkvæmt hjá okkur því nú búum við miðja vegu á milli Egilsstaða og Akureyrar. Því er oft margt um manninn, mikið líf og fjör og nóg um að vera í kringum okkur.“ Um þessa helgi eru kósí- og huggulegheit á dagskrá fjölskyldunnar þar sem Magni er aldrei þessu vant í fríi. „Það gerist ekki oft og því ætlum við að njóta þess að vera saman, elda eitthvað gómsætt með góðum vinum og kannski spila Popppunkt eða Trivial Pursuit sem skapar alltaf skemmtilega stemningu.“ Eyrúnu hefur liðið vel á meðgöngunni. „Þegar maður gengur með þriðja barnið er maður hættur að stressa sig á hlutunum og meðgangan er fljótari að líða. Ég er nýlega hætt að vinna og nýti því tímann til að slaka á um leið og við undirbúum komu guttans.“Ekki bara fyrir börn Í útvarpinu heyrist nú til hjónakornanna Eyrúnar og Magna syngja sinn fyrsta dúett saman. Það er í laginu Fjóla fína af plötunni „Ekki bara fyrir börn“ sem kom út fyrir skemmstu. „Við fórum fyrir tveimur árum í sumarhús á Suðurlandi með systur minni og mági sem þá var að skoða þann möguleika að taka upp bandarísk þjóðlög og þýða texta þeirra á íslensku. Eitt kvöldið bað hann mig að syngja þetta lag á móti Magna og gerði ég það að gamni mínu,“ segir Eyrún til upprifjunar, og svo leið tíminn. „Nú tveimur árum seinna varð platan að veruleika og þá kom þessi pressa á að ég syngi lagið aftur og nú í hljóðveri. Ég var vitaskuld treg til og vildi að þeir fengju fagmanneskju til verksins en þeir Magni létu ekki undan og á endanum lét ég til leiðast því platan er ekki of hátíðleg. Þetta er fyrst og fremst skemmtileg fjölskylduplata, með hressleikann í fyrirrúmi og frábær í bílinn og á ferðalögum.“ Eyrún segir skrítið að heyra í sjálfri sér syngja í útvarpinu. „Það er óraunverulegt og mér finnst eins og það sé ekki ég. Það er þó virkilega skemmtilegt að hafa sungið með manninum mínum á plötu því nú eigum við sameiginlegt lag til minningar seinna meir og það er gaman fyrir strákana okkar. Ef lagið slær í gegn sjáum við til með framhald á samstarfinu.“ Áhugasamir geta hlustað á Fjólu Fínu með Eyrúnu og Magna á http://warenmusic.bandcamp.com Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Seiðandi rödd Eyrúnar Huldar Haraldsdóttur hljómar nú í fyrsta sinn með ektamanninum og rokkaranum Magna Ásgeirssyni. Hún á von á sér í vikunni. „Við erum að safna strákum, eða svo virðist vera, því þriðji strákurinn er á leiðinni í heiminn í næstu viku,“ segir Eyrún sem á von á sér fimmtudaginn 13. febrúar. „Við erum því greinilega góð í að búa til stráka og hlökkum til að stækka fjölskylduna,“ segir Eyrún og hlær dátt af hamingju. Á liðnu sumri keyptu Eyrún og Magni sér íbúð í höfuðstað hins bjarta norðurs og una hag sínum vel á Akureyri. „Við Magni erum bæði utan af landi og vildum gjarnan ala börnin okkar upp á landsbyggðinni. Húsnæðisverð í Reykjavík hafði líka mjög fælandi mátt því það er erfiðara að stækka við sig í Vesturbænum en á Akureyri. Hér höfum við það ljómandi gott, það er stutt að skreppa austur og Akureyringar hafa tekið vel á móti okkur.“ Eyrún kennir íslensku við Menntaskólann á Akureyri og Magni hefur kennt við tónlistarskóla nyrðra meðfram hefðbundnu rokki og róli. „Ég lærði íslensku við Háskóla Íslands og fór fljótlega í kennslu sem átti strax vel við mig. Ég held að ég sé ábyrgur og sanngjarn kennari; í það minnsta segja nemendur mínir að ég sé ekki gjöful á einkunnir og geri miklar kröfur. Það er svo góður kostur,“ segir Eyrún, sem nýtur kennarastarfsins. „Það er gaman að umgangast menntaskólanemendur, kynnast nýjum og fylgja þeim eldri eftir. Í kennarastarfinu kynnist maður líka mörgum og það er ótvíræður kostur og gefur manni færi á því komast betur inn í hlutina. Skólasamfélagið verður því í raun nokkurs konar lykill að lífi og menningu svæðisins.“Mynd/Bjarni EiríkssonÆskuástin að austan Eyrún er fædd og uppalin á Egilsstöðum en Magni ólst upp á Borgarfirði eystri. Leiðir þeirra lágu saman í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Við kynntumst í menntaskólanum þegar ég var sextán ára busi, en Magni er þremur árum eldri. Við erum því búin að vera saman lengi,“ segir Eyrún og brosir að minningunni. Eyrún er oftast grasekkja um helgar þegar Magni stígur á svið fyrir sunnan og hefur þá ofan af fyrir sonum þeirra sem eru tveggja og átta ára. „Um helgar erum við líka mikið á faraldsfæti því Magni er oftast að spila og stundum fær eldri guttinn að fara með honum til Reykjavíkur. Þá er oft gestkvæmt hjá okkur því nú búum við miðja vegu á milli Egilsstaða og Akureyrar. Því er oft margt um manninn, mikið líf og fjör og nóg um að vera í kringum okkur.“ Um þessa helgi eru kósí- og huggulegheit á dagskrá fjölskyldunnar þar sem Magni er aldrei þessu vant í fríi. „Það gerist ekki oft og því ætlum við að njóta þess að vera saman, elda eitthvað gómsætt með góðum vinum og kannski spila Popppunkt eða Trivial Pursuit sem skapar alltaf skemmtilega stemningu.“ Eyrúnu hefur liðið vel á meðgöngunni. „Þegar maður gengur með þriðja barnið er maður hættur að stressa sig á hlutunum og meðgangan er fljótari að líða. Ég er nýlega hætt að vinna og nýti því tímann til að slaka á um leið og við undirbúum komu guttans.“Ekki bara fyrir börn Í útvarpinu heyrist nú til hjónakornanna Eyrúnar og Magna syngja sinn fyrsta dúett saman. Það er í laginu Fjóla fína af plötunni „Ekki bara fyrir börn“ sem kom út fyrir skemmstu. „Við fórum fyrir tveimur árum í sumarhús á Suðurlandi með systur minni og mági sem þá var að skoða þann möguleika að taka upp bandarísk þjóðlög og þýða texta þeirra á íslensku. Eitt kvöldið bað hann mig að syngja þetta lag á móti Magna og gerði ég það að gamni mínu,“ segir Eyrún til upprifjunar, og svo leið tíminn. „Nú tveimur árum seinna varð platan að veruleika og þá kom þessi pressa á að ég syngi lagið aftur og nú í hljóðveri. Ég var vitaskuld treg til og vildi að þeir fengju fagmanneskju til verksins en þeir Magni létu ekki undan og á endanum lét ég til leiðast því platan er ekki of hátíðleg. Þetta er fyrst og fremst skemmtileg fjölskylduplata, með hressleikann í fyrirrúmi og frábær í bílinn og á ferðalögum.“ Eyrún segir skrítið að heyra í sjálfri sér syngja í útvarpinu. „Það er óraunverulegt og mér finnst eins og það sé ekki ég. Það er þó virkilega skemmtilegt að hafa sungið með manninum mínum á plötu því nú eigum við sameiginlegt lag til minningar seinna meir og það er gaman fyrir strákana okkar. Ef lagið slær í gegn sjáum við til með framhald á samstarfinu.“ Áhugasamir geta hlustað á Fjólu Fínu með Eyrúnu og Magna á http://warenmusic.bandcamp.com
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira