Lífið

Syndsamlega góðar súkkulaðikúlur

Ljúffengt
Ljúffengt
Ást í kúluformi



Innihald:

1 bolli möndlusmjör (eða hnetusmjör)

1/4 bolli hunang

2/3 bollar kókosmjöl

1/2 tsk. salt

2 tsk. vanilla

1/3 bolli súkkulaðibitar (ég skar 70% súkkulaði niður í hæfilega stóra bita)

Súkkulaði til þess að hjúpa (að sjálfsögðu 70% eða dekkra hér líka)

1 tsk. kókosolía



Aðferð:


Öllum hráefnum, að undanskildu súkkulaðinu til að hjúpa og kókosolíunni, er blandað saman í skál. Það er hægt að gera þetta með sleikju, sleif eða einfaldlega í hrærivélinni. Þegar búið er að hræra blöndunni vel saman er henni skellt inn í ísskáp, þar til hægt er að móta deigið í kúlur.

Tekin er smá klípa (um matskeið) af deigi í einu og því rúllað upp í kúlu í lófunum. Kúlan er því næst sett á disk, fat, í box eða hvað sem hentar best. Þetta er endurtekið þar til búið er að mynda kúlur úr öllu deiginu. Þá er bara að smella þessu í frystinn í smá stund!

Á meðan kúlurnar eru að kæla sig í frystinum er ekkert annað í stöðunni en að bræða súkkulaði og kókosolíu yfir vatnsbaði. Passið að ekkert vatn komist í skálina. Takið skálina af pottinum og látið standa, þar til notað.

Næsta skref er að hjúpa kúlurnar með súkkulaði. Ég henti einfaldlega einni kúlu í einu út í súkkulaðibráðina, velti henni svolítið um, tók hana svo upp úr og setti á disk. Ég mæli hiklaust með því að setja kúlurnar á bökunarpappír, þannig að auðveldara sé að losa þær. Þetta endurtók ég þar til allt var dásamlega hjúpað af súkkulaði. Þar með talin ég.

Hendið svo kúlunum aftur í frystinn í smá stund, þar til súkkulaðið er harðnað. Og þá er erfiðasta verkefnið eftir: Að sitja á sér að borða þetta ekki allt saman í einu. Syndsamlega gott. Geymist vel í boxi í frysti.

Ég gerði hálfa uppskrift og fékk 17 kúlur út úr því. Þessi uppskrift ætti því að gera rúmlega þrjátíu kúlur, eftir stærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.