"Hlátur er mín leið til að tengja“ 8. febrúar 2014 08:30 Linda Guðrún Karlsdóttir, kærasta Ara er hans helsti samstarfsmaður þegar kemur að því að semja gamanefni. Fréttablaðið/Danni Það er alltaf góð tilfinning þegar maður er búinn að ljúka góðu giggi. Maður er sáttur með lífið og mjög léttur á því. Það er ein ástæðan fyrir því að maður er í þessu og heldur áfram,“ segir fyndnasti Íslendingurinn samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, Ari Eldjárn. Fjögur ár eru síðan Ari ákvað að hætta í dagvinnunni og gera uppistandið að lifibrauði. Hann er meðlimur í uppistandshópnum Mið-Íslandi ásamt því að flakka um landið og segja gamanmál upp á eigin spýtur. Seinustu tvö ár hefur hann líka komið mikið fram í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem sjónvarpsþáttur er væntanlegur úr smiðju hans síðar á árinu.Gaman og alvara haldast í hendur Ari er nýkominn af morgunskemmtun menntaskólanema þegar hann hittir blaðamann á kaffihúsi í miðbænum. Þrátt fyrir að vera nýbúinn að reita af sér brandarana í morgunsárið og vera sársvangur fær hann þjónustustúlkuna til að veltast um af hlátri, við það eitt, að því virðist, að panta sér mat. Á hann erfitt með að láta taka sig alvarlega, orðinn þjóðþekktur grínAri? „Alls ekki, ég held að grínistar séu metnir til jafns við annað fólk þó þeir noti þetta frásagnarform. Ég á annars erfitt með að aðskilja starf mitt frá daglegu lífi því hlátur er mín leið til að tengja við aðra. Húmor er frábært tæki til að tjá sig og maður sér það oft á starfsstéttum sem fást við erfiða hluti, til að mynda hafa margir í heilbrigðisgeiranum kolsvartan húmor. Þannig að fyrir mér haldast gaman og alvara í hendur.“Ekki klassískur vinnustaðagrínari Ari var strax hress sem barn og segist alla tíð hafa hugsað í sögum og átt auðvelt með að endursegja heilu atriðin og brandara úr sjónvarpi og kvikmyndum. Fyrstu grínáhrifin komu meðal annars frá Simpsons-þáttunum en Ari var níu ára þegar þeir hófu göngu sína á Íslandi. „Maður tók þessa þætti upp á spólu, skannaði þá aftur og aftur og lærði þá utan að. Svo lá ég yfir gömlum MAD blöðum sem ég fékk frá frænda mínum og lagði á minnið brandara um Richard Nixon og Spiro T. Agnew, sem ég vissi ekkert hverjir voru. Fyrsta uppistandið sem ég sá var svo Delerious með Eddie Murphy sem ég og vinir mínir skiptumst á að þylja fyrir hver annan á bjagaðari ensku. Það var ágætis æfing.“ Ari uppgötvaði fljótlega að hann ætti auðvelt með að grínast þegar hann vann í ýmissi verkamannavinnu á yngri árum. „Ég tók vinnunni svona mátulega alvarlega og einbeitti mér aðallega að kaffipásunum. Ég var samt ekki þessi klassíski vinnustaðagrínari sem felur skó og gerir símaöt. Ég var meira eins og fastráðinn pistlahöfundur sem skilar af sér daglegum dálki. Einu sinni sagði verkstjórinn við mig: „Þú ert vonlaus verkamaður og ég væri löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona fyndinn.“ Eftir það leit ég á sjálfan mig sem eins konar trúnaðarmann á vinnustað.“Miklar og sterkar tilfinningar Ari er nýbakaður faðir og er það hlutverk sem hann finnur sig merkilega sig vel í að eigin sögn. Kærasta Ara er Linda Guðrún Karlsdóttir sem vinnur í Hagaskóla, en hún er einnig einn helsti samstarfsmaður hans þegar kemur að því að semja gamanefni. Frumburðurinn Arney Día Eldjárn er alveg að verða hálfs árs og þótt Ari segist almennt ekki vilja flagga einkalífi sínu á sviði þá er einkadóttirin samt orðin smá partur af uppistandi föður síns. „Foreldrahlutverkið er æðislegt og ég hef vanist því mun hraðar ég átti von á. Þetta eru miklar og sterkar tilfinningar og það er magnað að kynnast manneskju sem er alveg óskrifað blað. Svo er þetta stelpa sem er sérstaklega spennandi fyrir mig því ég á bara bræður,“ segir Ari og viðurkennir að vera byrjaður að horfa á heiminn öðrum augum fyrir vikið. „Maður fer að hugsa um hvernig maður getur alið hana upp sem sjálfstæða og áhugaverða manneskju og gefið kynjahlutverkum langt nef í leiðinni. Maður veltir líka meira fyrir sér veruleikanum sem konur búa við; hvaða kröfur samfélagið gerir til þeirra varðandi útlit og annað. Sumt finnst manni ógnvekjandi, annað hlægilegt. Sumt hef ég notað í uppistandi; eins og hvað það er fáránlegt að sumu fólki þyki enn merkilegt að kvenmenn séu flugstjórar. Sjálfur vann ég sem flugþjónn og man að mörgum þótti það stórskrítið.“ Ari stefnir á að verða ofurpabbi, kaupa skutbíl með viðarklæðningu og segja lúðalega brandara sem fá börnin til að ranghvolfa í sér augunum. „Ég kem af stóru heimili og ætli ég endi ekki á að reka eitt slíkt sjálfur. Ég er samt ekkert að spá í því núna – í augnablikinu erum við bara þrjú og njótum þess.“Húðlatur en hraðlæs límheili Ari er Vesturbæingur. Hann styður hverfisliðið KR og verslar í Kjötborg og Melabúðinni. Hann sleit barnsskónum í 101, gekk í Landakotsskóla, þá Hagaskóla og svo Menntaskólann í Reykjavík. Hann vill samt ekki meina að hann hafi verið neitt sérstakur námsmaður og kennir þá aðallega leti um. „Ég var hraðlæs og límheili en geysilega latur. Þegar ég var 11 ára hætti ég að læra heima og einhvern veginn komst upp með það þangað til ég var kominn í menntaskóla. Þá var ég oft að frumlesa nóttina fyrir próf og skreið í gegnum MR ár eftir ár, sem var ótrúlega heimskulegt eftir á að hyggja. Ari teldist þó seint latur í dag enda hafa seinustu ár verið ótrúlega annasöm hjá honum. Starfinu fylgir óhefðbundinn vinnutími sem einhverjir myndu setja fyrir sig. „Mér hefur samt aldrei þótt neitt skrítið að vinna svona, sennilega vegna þess að ég ólst upp við að eiga heimavinnandi föður sem er rithöfundur og móður í vaktavinnu á Veðurstofunni. Ég þekki ekki níu til fimm mynstrið úr æsku.“Skaupið og troðfullur kjallari Áramótaskaupið fékk mjög góðar viðtökur í ár sem var mikill léttir að sögn Ara. „Ég var að skrifa það í fjórða sinn en þetta var í fyrsta sinn sem ég var líka að leika. Það er allt öðruvísi upplifun því viðbrögðin sem maður er vanur að fá frá áhorfendum í sal fær maður ekki á tökustað. Þannig að þetta var smá stressandi og ég kunni vel að meta að það virtist falla í kramið.“ Þessa dagana er Ari á fullu ásamt félögum sínum í Mið-Íslandi. Hópurinn, sem samanstendur af bestu vinum sem sameinast í gríni, fyllir nú Þjóðleikhúskjallarann mörgum sinnum í viku og virðist vinsælli en nokkru sinni fyrr. „Við erum himinlifandi með móttökurnar enda búið að taka okkur fjögur ár að byggja þetta upp. En við erum alveg með lappirnar á jörðinni. Er á meðan er.“Grínlandsliðið Ari er ánægður með að vera nafn á lista yfir fyndnustu Íslendingana þó að sjálft toppsætið skipti hann ekki mestu máli. „Þetta er sennilega eina landsliðið sem ég verð nokkurn tíma valinn í þannig ég er bara ánægður með það eitt og sér.“ Ari hefur sjálfur sínar skoðanir á því hverjir ættu að vera á listanum og telur oft halla á kvenmenn þegar grínistar landsins eru taldir upp. „Ég væri til í að sjá konur nefndar oftar á nafn í þessu samhengi og nefni sem dæmi Önnu Svövu, Ilmi Kristjáns, Ólafíu Hrönn, Uglu Egils og Sögu Garðarsdóttur sem eru allar í mínu grínlandsliði ásamt Mið-Íslandi, Þorsteini Guðmundssyni, Hulla og Steinda Jr. Er ekki hægt að lengja þennan lista eitthvað og taka stjórnmálamennina út? Æ, nei, Jón Gnarr er borgarstjóri. Hver hefði trúað því fyrir tíu árum að grínisti gæti orðið þungavigtarmaður í stjórnsýslu á Íslandi?”Ari Eldjárn, grínisti Fyndnustu Íslendingarnir:1. Ari Eldjárn2. Pétur Jóhann3. Laddi4. Jón Gnarr5. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson6. Bassi Ólafsson7. Edda Björgvins Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Það er alltaf góð tilfinning þegar maður er búinn að ljúka góðu giggi. Maður er sáttur með lífið og mjög léttur á því. Það er ein ástæðan fyrir því að maður er í þessu og heldur áfram,“ segir fyndnasti Íslendingurinn samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, Ari Eldjárn. Fjögur ár eru síðan Ari ákvað að hætta í dagvinnunni og gera uppistandið að lifibrauði. Hann er meðlimur í uppistandshópnum Mið-Íslandi ásamt því að flakka um landið og segja gamanmál upp á eigin spýtur. Seinustu tvö ár hefur hann líka komið mikið fram í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem sjónvarpsþáttur er væntanlegur úr smiðju hans síðar á árinu.Gaman og alvara haldast í hendur Ari er nýkominn af morgunskemmtun menntaskólanema þegar hann hittir blaðamann á kaffihúsi í miðbænum. Þrátt fyrir að vera nýbúinn að reita af sér brandarana í morgunsárið og vera sársvangur fær hann þjónustustúlkuna til að veltast um af hlátri, við það eitt, að því virðist, að panta sér mat. Á hann erfitt með að láta taka sig alvarlega, orðinn þjóðþekktur grínAri? „Alls ekki, ég held að grínistar séu metnir til jafns við annað fólk þó þeir noti þetta frásagnarform. Ég á annars erfitt með að aðskilja starf mitt frá daglegu lífi því hlátur er mín leið til að tengja við aðra. Húmor er frábært tæki til að tjá sig og maður sér það oft á starfsstéttum sem fást við erfiða hluti, til að mynda hafa margir í heilbrigðisgeiranum kolsvartan húmor. Þannig að fyrir mér haldast gaman og alvara í hendur.“Ekki klassískur vinnustaðagrínari Ari var strax hress sem barn og segist alla tíð hafa hugsað í sögum og átt auðvelt með að endursegja heilu atriðin og brandara úr sjónvarpi og kvikmyndum. Fyrstu grínáhrifin komu meðal annars frá Simpsons-þáttunum en Ari var níu ára þegar þeir hófu göngu sína á Íslandi. „Maður tók þessa þætti upp á spólu, skannaði þá aftur og aftur og lærði þá utan að. Svo lá ég yfir gömlum MAD blöðum sem ég fékk frá frænda mínum og lagði á minnið brandara um Richard Nixon og Spiro T. Agnew, sem ég vissi ekkert hverjir voru. Fyrsta uppistandið sem ég sá var svo Delerious með Eddie Murphy sem ég og vinir mínir skiptumst á að þylja fyrir hver annan á bjagaðari ensku. Það var ágætis æfing.“ Ari uppgötvaði fljótlega að hann ætti auðvelt með að grínast þegar hann vann í ýmissi verkamannavinnu á yngri árum. „Ég tók vinnunni svona mátulega alvarlega og einbeitti mér aðallega að kaffipásunum. Ég var samt ekki þessi klassíski vinnustaðagrínari sem felur skó og gerir símaöt. Ég var meira eins og fastráðinn pistlahöfundur sem skilar af sér daglegum dálki. Einu sinni sagði verkstjórinn við mig: „Þú ert vonlaus verkamaður og ég væri löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona fyndinn.“ Eftir það leit ég á sjálfan mig sem eins konar trúnaðarmann á vinnustað.“Miklar og sterkar tilfinningar Ari er nýbakaður faðir og er það hlutverk sem hann finnur sig merkilega sig vel í að eigin sögn. Kærasta Ara er Linda Guðrún Karlsdóttir sem vinnur í Hagaskóla, en hún er einnig einn helsti samstarfsmaður hans þegar kemur að því að semja gamanefni. Frumburðurinn Arney Día Eldjárn er alveg að verða hálfs árs og þótt Ari segist almennt ekki vilja flagga einkalífi sínu á sviði þá er einkadóttirin samt orðin smá partur af uppistandi föður síns. „Foreldrahlutverkið er æðislegt og ég hef vanist því mun hraðar ég átti von á. Þetta eru miklar og sterkar tilfinningar og það er magnað að kynnast manneskju sem er alveg óskrifað blað. Svo er þetta stelpa sem er sérstaklega spennandi fyrir mig því ég á bara bræður,“ segir Ari og viðurkennir að vera byrjaður að horfa á heiminn öðrum augum fyrir vikið. „Maður fer að hugsa um hvernig maður getur alið hana upp sem sjálfstæða og áhugaverða manneskju og gefið kynjahlutverkum langt nef í leiðinni. Maður veltir líka meira fyrir sér veruleikanum sem konur búa við; hvaða kröfur samfélagið gerir til þeirra varðandi útlit og annað. Sumt finnst manni ógnvekjandi, annað hlægilegt. Sumt hef ég notað í uppistandi; eins og hvað það er fáránlegt að sumu fólki þyki enn merkilegt að kvenmenn séu flugstjórar. Sjálfur vann ég sem flugþjónn og man að mörgum þótti það stórskrítið.“ Ari stefnir á að verða ofurpabbi, kaupa skutbíl með viðarklæðningu og segja lúðalega brandara sem fá börnin til að ranghvolfa í sér augunum. „Ég kem af stóru heimili og ætli ég endi ekki á að reka eitt slíkt sjálfur. Ég er samt ekkert að spá í því núna – í augnablikinu erum við bara þrjú og njótum þess.“Húðlatur en hraðlæs límheili Ari er Vesturbæingur. Hann styður hverfisliðið KR og verslar í Kjötborg og Melabúðinni. Hann sleit barnsskónum í 101, gekk í Landakotsskóla, þá Hagaskóla og svo Menntaskólann í Reykjavík. Hann vill samt ekki meina að hann hafi verið neitt sérstakur námsmaður og kennir þá aðallega leti um. „Ég var hraðlæs og límheili en geysilega latur. Þegar ég var 11 ára hætti ég að læra heima og einhvern veginn komst upp með það þangað til ég var kominn í menntaskóla. Þá var ég oft að frumlesa nóttina fyrir próf og skreið í gegnum MR ár eftir ár, sem var ótrúlega heimskulegt eftir á að hyggja. Ari teldist þó seint latur í dag enda hafa seinustu ár verið ótrúlega annasöm hjá honum. Starfinu fylgir óhefðbundinn vinnutími sem einhverjir myndu setja fyrir sig. „Mér hefur samt aldrei þótt neitt skrítið að vinna svona, sennilega vegna þess að ég ólst upp við að eiga heimavinnandi föður sem er rithöfundur og móður í vaktavinnu á Veðurstofunni. Ég þekki ekki níu til fimm mynstrið úr æsku.“Skaupið og troðfullur kjallari Áramótaskaupið fékk mjög góðar viðtökur í ár sem var mikill léttir að sögn Ara. „Ég var að skrifa það í fjórða sinn en þetta var í fyrsta sinn sem ég var líka að leika. Það er allt öðruvísi upplifun því viðbrögðin sem maður er vanur að fá frá áhorfendum í sal fær maður ekki á tökustað. Þannig að þetta var smá stressandi og ég kunni vel að meta að það virtist falla í kramið.“ Þessa dagana er Ari á fullu ásamt félögum sínum í Mið-Íslandi. Hópurinn, sem samanstendur af bestu vinum sem sameinast í gríni, fyllir nú Þjóðleikhúskjallarann mörgum sinnum í viku og virðist vinsælli en nokkru sinni fyrr. „Við erum himinlifandi með móttökurnar enda búið að taka okkur fjögur ár að byggja þetta upp. En við erum alveg með lappirnar á jörðinni. Er á meðan er.“Grínlandsliðið Ari er ánægður með að vera nafn á lista yfir fyndnustu Íslendingana þó að sjálft toppsætið skipti hann ekki mestu máli. „Þetta er sennilega eina landsliðið sem ég verð nokkurn tíma valinn í þannig ég er bara ánægður með það eitt og sér.“ Ari hefur sjálfur sínar skoðanir á því hverjir ættu að vera á listanum og telur oft halla á kvenmenn þegar grínistar landsins eru taldir upp. „Ég væri til í að sjá konur nefndar oftar á nafn í þessu samhengi og nefni sem dæmi Önnu Svövu, Ilmi Kristjáns, Ólafíu Hrönn, Uglu Egils og Sögu Garðarsdóttur sem eru allar í mínu grínlandsliði ásamt Mið-Íslandi, Þorsteini Guðmundssyni, Hulla og Steinda Jr. Er ekki hægt að lengja þennan lista eitthvað og taka stjórnmálamennina út? Æ, nei, Jón Gnarr er borgarstjóri. Hver hefði trúað því fyrir tíu árum að grínisti gæti orðið þungavigtarmaður í stjórnsýslu á Íslandi?”Ari Eldjárn, grínisti Fyndnustu Íslendingarnir:1. Ari Eldjárn2. Pétur Jóhann3. Laddi4. Jón Gnarr5. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson6. Bassi Ólafsson7. Edda Björgvins
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein