Lífið

Vilja lyfta kynlífi upp á hærra plan

Ugla Egilsdóttir skrifar
Serafim hét áður Arnar Hólm.
Serafim hét áður Arnar Hólm. Fréttablaðið/GVA
„Á námskeiðinu viljum við lyfta kynlífi upp á hærra plan,“ segir Serafim Hólm, sem heldur námskeiðið Sacred Sexuality með konu sinni Magdalenu. „Við kennum hugmyndir tantra um kynlíf,“ segir Serafim. Hann rekur stöðina Natha Yogacenter. „Tantra fjallar um allar hliðar mannlegs lífs, og meðal annars kynlíf,“ segir Serafim.

Magdalena og Serafim lærðu tantrafræðin í Rúmeníu. Þar tók Serafim sér nýja nafnið. „Serafim er ekki íslenska skírnarnafnið mitt, en ég hef verið skírður þessu nafni. Ég tók mér þetta nafn þegar ég var skírður inn í rétttrúnaðarkirkjuna í Rúmeníu. Ég hef ekki látið skrá það á Íslandi. Í íslensku þjóðskránni heiti ég Arnar,“ segir Serafim. 

Námskeiðið hefst næsta fimmtudag á ókeypis kynningu. „Eftir það stendur námskeiðið í tólf vikur og kostar 25 þúsund krónur, en það er tuttugu prósenta paraafsláttur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.