Lífið

Leoncie er flutt aftur til Íslands

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tónlistarkonan Leoncie er flutt til landsins og kemur fram á tónleikum í kvöld.
Tónlistarkonan Leoncie er flutt til landsins og kemur fram á tónleikum í kvöld. mynd/einkasafn
„Ég er flutt aftur til Íslands og er nú á fullu að koma mér fyrir hér í Keflavík,“ segir tónlistarkonan Leoncie sem kemur fram á tónleikum á Gauknum í kvöld. Hún segist jafnframt kunna vel við sig í Keflavík og að þar sé fólkið gott.

Leoncie hefur undanfarin ár búið í Englandi í bæ skammt frá London. „Ég kann ekki vel við London, það er allt svo skítugt þar og vond lykt.“

Hún ætlar að stimpla sig inn í íslenskt þjóðlíf á ný með því að koma fram á tónleikum í kvöld. „Þetta eru fyrstu tónleikarnir mínir á Íslandi í tvö ár og ég hlakka mikið til,“ bætir Leoncie við. Hún kom talsvert fram á meðan hún bjó ytra en kom þá helst fram á fyrirtækjafagnaði og minna á opinberum klúbbum. Þá hefur hún verið að semja kvikmyndatónlist fyrir Bollywood-myndir.

Leoncie er þó ekki eingöngu í tónlistarbransanum. „Ég vann meðal annars við að selja fasteignir í Englandi,“ segir Leoncie.

Hún segist jafnframt vera góður kokkur og að hún sé farin að hugsa til þess að opna alvöru indverskan veitingastað á Íslandi.

Tónleikar Leoncie fara fram á Gauknum í kvöld og verður húsið opnað klukkan 21.00 og kostar þúsund krónur inn. Þá mun hún einnig árita hljómplöturnar sínar á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.