Lífið

Beggadesign á Pure London

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar
Berglind leggur lokahönd á myndatöku.
Berglind leggur lokahönd á myndatöku.
Við erum að fara að taka þátt í Pure London, einni af stærstu vörusýningum í Evrópu. Við erum mjög spennt að fá að kynna vörurnar okkar þar og komast í kynni við kaupendur víðs vegar að úr heiminum,“ segir Berglind Hrönn Árnadóttir fatahönnuður.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við tökum þátt í svona stórum viðburði en kaupendur eru þegar farnir að hafa samband og mæla sér mót til að fá að skoða línuna okkar. Við vonumst fyrst og fremst til að ná til sem flestra og færa út kvíarnar. Pure London er stökkpallur fyrir okkur og það er ekki á hverjum degi sem maður hefur tækifæri til að hitta kaupendur í eigin persónu.“

Berglind hannar undir merkinu Begga Design og rekur fyrirtæki sitt í Madrid. Þangað fór hún til náms í fatahönnun árið 2000 og fór fljótlega að selja eigin hönnun meðfram náminu í verslunum í Madrid. Eftir að hafa starfað fyrir aðra í tískugeiranum í tíu ár setti hún Begga Design formlega á laggirnar.

„Ég var aðallega að vinna fyrir önnur tískufyrirtæki sem hönnuður en hef einnig kennt mikið við listaskóla hér úti, þá aðallega sníðagerð og saumaskap og svo hönnun. Við fórum af stað með Begga Design af fullri alvöru fyrir fjórum árum og erum nú komin með sölupunkta á Spáni og í Kanada og einnig erum við á ASOS Marketplace á www.asos.com og www.shopunique.com. Svo má ekki gleyma www.kudos.is á Íslandi. Eins verður Begga Design fáanlegt í verslunum í Líbanon innan skamms ásamt því að tilvonandi viðskiptavinum í öðrum Mið-Austurlöndum verður boðið að versla í gegnum vefsíðuna Markavip.com. Það eru því óhætt að segja að það séu spennandi og skemmtilegir tímar fram undan hjá okkur.“

Hvernig myndirðu lýsa eigin hönnun?

„Hönnun Begga Design er alltaf mjög kvenleg, praktísk og þægileg en á sama tíma líka sérstök með smá fantasíublæ. Mér finnst gaman að gera flíkur sem skera sig úr fjöldanum á einhvern hátt án þess þó að þær séu furðulegar. Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um að finnast flíkin gera eitthvað fyrir þig og það sé gaman að klæðast henni. Begga Design höfðar kannski einna helst til kvenna sem eru sjálfstæðar í klæðaburði og eru ekki hræddar við að prófa nýja hluti.“

Berglind heldur úti vefsíðunni www.beggadesign.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.