Gæludýrum komið í gott form Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 09:30 Inga er mjög spennt fyrir átakinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Við einblínum aðallega á hunda og ketti en okkur finnst eigendur oft ekki meðvitaðir um þegar sérstaklega hundarnir þeirra eru orðnir of feitir. Okkur langaði að vekja athygli á þessu því eins og með mannfólkið fylgja ofþyngdinni mörg heilsufarsvandamál,“ segir Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, eigandi Gæludýr.is. Verslunin hefur blásið til lífsstílsátaksins Ferfættir í form og er markmiðið einfalt – að koma gæludýrum í gott form. „Þó að fólk á Íslandi hugsi mjög vel um dýrin sín erum við á eftir mörgum evrópskum borgum varðandi aðstöðu til að hreyfa þau. Á þessum tíma árs er fólk duglegt að hugsa um sjálft sig og fara í ræktina og því tilvalið að taka hundinn og köttinn með í það. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað gæludýrin borða mikið. Tökum sem dæmi íslenskan fjárhund. Eigandi gefur honum eina pylsu sem er um það bil áttatíu grömm en ein pylsa í svona lítinn maga jafngildir því að eigandinn borðaði sex kleinuhringi,“ segir Inga. Nú þegar eru fjölmargir eigendur búnir að skrá gæludýrin sín en dýralæknir fylgist grannt með þeim sem skrá sig til leiks. Dýralæknirinn heldur fyrirlestur í verslun Gæludýr.is á Smáratorgi á laugardaginn klukkan 12 og fræðir gæludýraeigendur um ofþyngd. „Dýralæknir skoðar dýrið og vigtar það og ráðleggur eigendum um hve mikið það þarf að léttast. Við tökum prósentuna á milli kjörþyngdar og þess sem er umfram og þá prósentu fær eigandi í afslátt af fóðri hjá okkur. Ef dýrið nær markmiði sínu innan sex mánaða fær það vegleg verðlaun. Þetta er ekki spurning um hver er fyrstur í mark heldur eru dýrin og eigendur að keppa við sig sjálf.“ Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
„Við einblínum aðallega á hunda og ketti en okkur finnst eigendur oft ekki meðvitaðir um þegar sérstaklega hundarnir þeirra eru orðnir of feitir. Okkur langaði að vekja athygli á þessu því eins og með mannfólkið fylgja ofþyngdinni mörg heilsufarsvandamál,“ segir Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, eigandi Gæludýr.is. Verslunin hefur blásið til lífsstílsátaksins Ferfættir í form og er markmiðið einfalt – að koma gæludýrum í gott form. „Þó að fólk á Íslandi hugsi mjög vel um dýrin sín erum við á eftir mörgum evrópskum borgum varðandi aðstöðu til að hreyfa þau. Á þessum tíma árs er fólk duglegt að hugsa um sjálft sig og fara í ræktina og því tilvalið að taka hundinn og köttinn með í það. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað gæludýrin borða mikið. Tökum sem dæmi íslenskan fjárhund. Eigandi gefur honum eina pylsu sem er um það bil áttatíu grömm en ein pylsa í svona lítinn maga jafngildir því að eigandinn borðaði sex kleinuhringi,“ segir Inga. Nú þegar eru fjölmargir eigendur búnir að skrá gæludýrin sín en dýralæknir fylgist grannt með þeim sem skrá sig til leiks. Dýralæknirinn heldur fyrirlestur í verslun Gæludýr.is á Smáratorgi á laugardaginn klukkan 12 og fræðir gæludýraeigendur um ofþyngd. „Dýralæknir skoðar dýrið og vigtar það og ráðleggur eigendum um hve mikið það þarf að léttast. Við tökum prósentuna á milli kjörþyngdar og þess sem er umfram og þá prósentu fær eigandi í afslátt af fóðri hjá okkur. Ef dýrið nær markmiði sínu innan sex mánaða fær það vegleg verðlaun. Þetta er ekki spurning um hver er fyrstur í mark heldur eru dýrin og eigendur að keppa við sig sjálf.“
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira