Ekki enn verið talin púkó Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2014 11:00 Ásdís María Viðarsdóttir skartaði sérstakri förðun í undankeppni Eurovision. Hún vill vera sérstök þegar hún syngur. mynd/RÚV Ásdís María Viðarsdóttir söngkona skartaði sérstakri andlitsmálningu í undankeppni Eurovision-keppninnar um síðustu helgi. „Ég fékk Elísabetu Ormslev, vinkonu mína, til liðs við mig til að sjá um förðunina. Mér finnst mjög mikilvægt að vera öðruvísi en ég er í daglega lífinu þegar ég syng. Ég er stundum dálítið skrýtin venjulega þannig að ég þarf því að vera mjög, mjög skrítin þegar ég syng,“ segir Ásdís og skellihlær. „Við Elísabet skoðuðum förðun á netinu og blönduðum saman alls kyns hönnun ásamt eigin hugmyndum, teiknuðum svo útkomuna á blað og svo beint á andlitið á mér.“ Hún hlær þegar hún er spurð hvort hún hafi komið af stað tískubylgju með andlitsmálningunni. „Ég er alveg til í að þannig bylgja fari af stað og ég ætla að fá einkaleyfi á hana á meðan ég get.“Hárskraut vinsælt Hárskraut Ásdísar sem hún var með í keppninni vakti líka athygli. Það var fimmtán sentimetra löng keðja sem var búið að hanna á sérstakan hátt. „Gréta Þorkelsdóttir, vinkona mín, bjó hárkeðjuna til eftir hugmynd minni og systur minnar, Önnu Sóleyjar. Gréta hafði aldrei gert svona áður þannig að það voru undur og stórmerki að keðjan skyldi heppnast svona vel en hún er alveg hrikalega klár og fær í höndunum.“ Ásdís vinnur í Spúútnik og segir að undanfarið hafi mikið verið spurt um alls kyns hárbönd og -skraut. „Þetta er alveg rosalega vinsælt núna og verður örugglega eitthvað áfram.“Ekki alheilagur tískugúrú Ásdís kaupir flest fötin sín í Spúútnik eða í öðrum „second-hand“-búðum. „Ég er með fjölbreyttan stíl en ég er ekkert endilega að fara ótroðnar slóðir allan daginn. Ég er enginn alheilagur tískugúrú og er ekki góð í að fylgjast með tískublöðum og veit ekki hvað módel heita. Ég hef þó ekki lent í því ennþá, held ég, að vera púkó,“ segir hún. flott á sviði Ásdís María stóð sig vel í Söngvakeppni Sjónvarpsins um liðna helgi.Leitar að fólki í „soul“ Aðspurð um Eurovision segist hún hafa viljað gera þetta einu sinni, gera þetta öðruvísi og „get out“. „Ég býst ekki við því að verða standard-Eurovision-kona. Mig langar að syngja „soul“-tónlist og er alltaf að leita að fólki til að gera alvöru „soul“ með mér. Það hefur lítið verið gert af þess konar tónlist hér á landi.“ Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Ásdís María Viðarsdóttir söngkona skartaði sérstakri andlitsmálningu í undankeppni Eurovision-keppninnar um síðustu helgi. „Ég fékk Elísabetu Ormslev, vinkonu mína, til liðs við mig til að sjá um förðunina. Mér finnst mjög mikilvægt að vera öðruvísi en ég er í daglega lífinu þegar ég syng. Ég er stundum dálítið skrýtin venjulega þannig að ég þarf því að vera mjög, mjög skrítin þegar ég syng,“ segir Ásdís og skellihlær. „Við Elísabet skoðuðum förðun á netinu og blönduðum saman alls kyns hönnun ásamt eigin hugmyndum, teiknuðum svo útkomuna á blað og svo beint á andlitið á mér.“ Hún hlær þegar hún er spurð hvort hún hafi komið af stað tískubylgju með andlitsmálningunni. „Ég er alveg til í að þannig bylgja fari af stað og ég ætla að fá einkaleyfi á hana á meðan ég get.“Hárskraut vinsælt Hárskraut Ásdísar sem hún var með í keppninni vakti líka athygli. Það var fimmtán sentimetra löng keðja sem var búið að hanna á sérstakan hátt. „Gréta Þorkelsdóttir, vinkona mín, bjó hárkeðjuna til eftir hugmynd minni og systur minnar, Önnu Sóleyjar. Gréta hafði aldrei gert svona áður þannig að það voru undur og stórmerki að keðjan skyldi heppnast svona vel en hún er alveg hrikalega klár og fær í höndunum.“ Ásdís vinnur í Spúútnik og segir að undanfarið hafi mikið verið spurt um alls kyns hárbönd og -skraut. „Þetta er alveg rosalega vinsælt núna og verður örugglega eitthvað áfram.“Ekki alheilagur tískugúrú Ásdís kaupir flest fötin sín í Spúútnik eða í öðrum „second-hand“-búðum. „Ég er með fjölbreyttan stíl en ég er ekkert endilega að fara ótroðnar slóðir allan daginn. Ég er enginn alheilagur tískugúrú og er ekki góð í að fylgjast með tískublöðum og veit ekki hvað módel heita. Ég hef þó ekki lent í því ennþá, held ég, að vera púkó,“ segir hún. flott á sviði Ásdís María stóð sig vel í Söngvakeppni Sjónvarpsins um liðna helgi.Leitar að fólki í „soul“ Aðspurð um Eurovision segist hún hafa viljað gera þetta einu sinni, gera þetta öðruvísi og „get out“. „Ég býst ekki við því að verða standard-Eurovision-kona. Mig langar að syngja „soul“-tónlist og er alltaf að leita að fólki til að gera alvöru „soul“ með mér. Það hefur lítið verið gert af þess konar tónlist hér á landi.“
Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira