Lífið

Kærastinn kemur sífellt á óvart

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Bassi Ólafsson er hér ásamt kærustunni sinni, Ernu Kristínu Stefánsdóttur, og nýja voffanum Tobba.
Bassi Ólafsson er hér ásamt kærustunni sinni, Ernu Kristínu Stefánsdóttur, og nýja voffanum Tobba. mynd/einkasafn
„Hún er búin að vera að vera hvolpasjúk alveg frá því að við fórum að hittast fyrir mörgum árum. Núna seinustu vikur náði ég loksins skilaboðunum þegar hún sýndi mér hundasíður og einhver krútt á Google nánast á hverju kvöldi,“ segir einn besti kærasti landsins, Bassi Ólafsson.

Hann gaf kærustunni sinni, Ernu Kristínu Stefánsdóttur, langþráðan hvolp sem hefur fengið nafnið Tóbías Bassason. Um er að ræða hreinræktaðan Maltese-hvolp. „Ég elskaði alltaf ævintýri Tinna og Tobba, þannig að núna byrja ævintýri Bassa og Tobba,“ bætir Bassi við léttur í lundu.

Tobbi er aðeins tíu vikna gamall. „Nú er ekkert sofið á nóttunni og ég horfi á hrukkurnar verða dýpri og lengri.“

Læksíða Bassa á Facebook er komin með yfir tuttugu þúsund læk. „Ég er náttúrlega enn þá hálf hissa á þessu en um leið er alveg gríðarlega gaman að geta glatt fólk með þessum vídjóum. Það er eini tilgangurinn hjá mér, fá fólk til að flissa smá og geta svo haldið áfram með daginn í vonandi aðeins betra skapi,“ útskýrir Bassi.

Núna er komin upp sú hugmynd að gera „kærasta-brúður“. „Þá er það kærastadúkka með dinglandi haus og hljóðtakka sem segir setningar til að gleðja fólk í umferðinni. Svo fer allur ágóði beint í Barnaspítala Hringsins til að kaupa tæki og tól fyrir krakkana okkar. Mér finnst extra gaman að geta nýtt þetta í eitthvað jákvætt og skemmtilegt,“ segir Bassi.

Hér er læksíða Bassa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.