Lífið

Óskarsverðlaunahafi á frumsýningu Hamskiptanna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikhópurinn í skýjunum með frumsýninguna.
Leikhópurinn í skýjunum með frumsýninguna.
Vesturport frumsýndi leikritið Hamskiptin í Toronto í Kanada síðustu helgi í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar.

Kvikmyndatökumaðurinn og leikstjórinn Janusz Kaminski var meðal gesta en hann er goðsögn í Hollywood. Hann varð fyrst frægur þegar hann vann með Steven Spielberg að kvikmyndinni Schindler‘s List árið 1993 og hefur síðan þá tekið allar myndir leikstjórans.

Hann hefur unnið Óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndatöku í tvígang, annars vegar fyrir Schindler‘s List og hins vegar fyrir Saving Private Ryan árið 1998.

Janusz gaf Vesturporti mikið lof fyrir sýninguna að frumsýningu lokinni. Þá talaði hann afar vel um kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss sem hefur sópað að sér verðlaunum um heim allan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.