Íslendingar áttu Gautaborgarhátíðina 4. febrúar 2014 07:45 Þorbjörg Helga er stödd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Fréttablaðið/Anton Brink Íslenskri kvikmyndagerð var gert hátt undir höfði á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson, var í aðalkeppni hátíðarinnar ásamt myndinni Málmhaus eftir Ragnar Bragason. Meðal Íslendinga á hátíðinni var Þorbjörg Helga Dýrfjörð, aðalleikkonan í Málmhaus, en frammistaða hennar á hvíta tjaldinu vakti sérstaka athygli á hátíðinni. „Ég var í Gautaborg til að fylgja eftir myndinni. Bæði Málmhaus og Hross í oss voru í aðalkeppninni þannig að hér eru staddir aðstandendur beggja mynda sem og aðrir Íslendingar sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt,“ segir Þorbjörg. Hún segir Gautaborgarhátíðina hafa verið mjög skemmtilega en Ísland var í brennidepli á hátíðinni. „Hjaltalín hélt tónleika á miðvikudagskvöldið sem voru rosalega vel heppnaðir. Við Benni [innskot blaðamanns: Benedikt Erlingsson] fengum svo að stíga okkar fyrstu skref sem plötusnúðar og það var ekki leiðinlegt að sjá Svíana dilla sér við Pamelu í Dallas,“ segir Þorbjörg, létt í bragði. „Baltasar kom til að taka á móti heiðursverðlaunum og hélt svokallaðan „masterclass“ sem var mjög áhugaverður,“ bætir Þorbjörg við og segir Ara Eldjárn einnig hafa slegið í gegn sem kynnir á verðlaunaafhendingunni á lokakvöldinu. Málmhaus og Hross í oss voru sýndar þrisvar á hátíðinni, sem og aðrar íslenskar bíómyndir, bæði gamlar og nýjar. „Undirtektirnar voru mjög góðar og margir eru gáttaðir á því hvernig Íslendingar ná að framleiða svona mikið af góðum bíómyndum,“ segir Þorbjörg. Málmhaus er nú komin með dreifingaraðila í Svíþjóð. „Það er auðvitað mjög gott út af fyrir sig. Það var einmitt mikið rætt á hátíðinni hversu sorglega lítið væri um dreifingu mynda frá Norðurlöndum innan Norðurlandanna. Svíar eru mikil metal-þjóð og kunna að meta gott sósíaldrama þannig að ég er full tilhlökkunar að frumsýna myndina hérna úti í lok febrúar.“ Þorbjörg er tilnefnd til Eddunnar fyrir hlutverk sitt í Málmhaus. „Það er mikill heiður að vera tilnefndur til Eddunnar og sérstaklega ánægjulegt af því að mér þykir svo vænt um þetta hlutverk. Það verður gaman að hitta Málmhaus-hópinn aftur og gleðjast saman á þessari uppskeruhátíð sjónvarps og kvikmyndagerðarfólks,“ segir Þorbjörg að lokum. Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
Íslenskri kvikmyndagerð var gert hátt undir höfði á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson, var í aðalkeppni hátíðarinnar ásamt myndinni Málmhaus eftir Ragnar Bragason. Meðal Íslendinga á hátíðinni var Þorbjörg Helga Dýrfjörð, aðalleikkonan í Málmhaus, en frammistaða hennar á hvíta tjaldinu vakti sérstaka athygli á hátíðinni. „Ég var í Gautaborg til að fylgja eftir myndinni. Bæði Málmhaus og Hross í oss voru í aðalkeppninni þannig að hér eru staddir aðstandendur beggja mynda sem og aðrir Íslendingar sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt,“ segir Þorbjörg. Hún segir Gautaborgarhátíðina hafa verið mjög skemmtilega en Ísland var í brennidepli á hátíðinni. „Hjaltalín hélt tónleika á miðvikudagskvöldið sem voru rosalega vel heppnaðir. Við Benni [innskot blaðamanns: Benedikt Erlingsson] fengum svo að stíga okkar fyrstu skref sem plötusnúðar og það var ekki leiðinlegt að sjá Svíana dilla sér við Pamelu í Dallas,“ segir Þorbjörg, létt í bragði. „Baltasar kom til að taka á móti heiðursverðlaunum og hélt svokallaðan „masterclass“ sem var mjög áhugaverður,“ bætir Þorbjörg við og segir Ara Eldjárn einnig hafa slegið í gegn sem kynnir á verðlaunaafhendingunni á lokakvöldinu. Málmhaus og Hross í oss voru sýndar þrisvar á hátíðinni, sem og aðrar íslenskar bíómyndir, bæði gamlar og nýjar. „Undirtektirnar voru mjög góðar og margir eru gáttaðir á því hvernig Íslendingar ná að framleiða svona mikið af góðum bíómyndum,“ segir Þorbjörg. Málmhaus er nú komin með dreifingaraðila í Svíþjóð. „Það er auðvitað mjög gott út af fyrir sig. Það var einmitt mikið rætt á hátíðinni hversu sorglega lítið væri um dreifingu mynda frá Norðurlöndum innan Norðurlandanna. Svíar eru mikil metal-þjóð og kunna að meta gott sósíaldrama þannig að ég er full tilhlökkunar að frumsýna myndina hérna úti í lok febrúar.“ Þorbjörg er tilnefnd til Eddunnar fyrir hlutverk sitt í Málmhaus. „Það er mikill heiður að vera tilnefndur til Eddunnar og sérstaklega ánægjulegt af því að mér þykir svo vænt um þetta hlutverk. Það verður gaman að hitta Málmhaus-hópinn aftur og gleðjast saman á þessari uppskeruhátíð sjónvarps og kvikmyndagerðarfólks,“ segir Þorbjörg að lokum.
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira