Lífið

Roller Derby-félagið til Finnlands

Ugla Egilsdóttir skrifar
Rollu-Derby Rollur eru lukkudýr félagsins.
Rollu-Derby Rollur eru lukkudýr félagsins. Mynd/Helga S. Thorlacius Yngvinsdóttir.
„Við erum að selja dagatöl til að eiga fyrir ferðinni út,“ segir Anita Rubberdt, formaður Roller Derby-félagsins á Íslandi. Roller Derby-félagið á Íslandi ætlar í keppnisferð til Helsinki í júlí. „Við fengum tvær rollur til að sitja fyrir með okkur á myndunum fyrir dagatalið,“ segir Anita. „Rollur er lukkudýrin okkar vegna þess að við köllum íþróttina stundum rollu-derby í gríni.“

Síðustu tvö árin hefur verið haldið Norðurlandamót í Roller Derby í Malmö í Svíþjóð. „Ég frétti af því að þau vildu ólm bjóða okkur síðast, vegna þess að Ísland var eina Norðurlandaþjóðin sem hafði ekki sent lið á mótið. Norðurlandamótið verður ekki haldið í ár, en við ætlum samt út að keppa við þessa Finna. Við keppum við tvö lið í Finnlandi. Annað er lið bæjar sem heitir Lahti. Hann er í tveggja klukkutíma fjarlægð frá Helsinki. Okkur bauðst líka að fara til Þýskalands, en við tókum Finnland fram yfir til að rækta Norðurlandasamböndin,“ segir Anita.

Anita segir söfnunina ganga prýðilega. „Við erum búin að selja 170 dagatöl og eigum fleiri eftir ef einhverjir eru áhugasamir,“ segir Anita. „Söfnunin er á könnu fjármálanefndar Roller Derby-félagsins. Það eru gríðarlega margar nefndir í félaginu miðað við fjölda félagsmanna. Svo er ein úr hverri nefnd í stjórn félagsins.“ Á meðal félagsmanna eru bæði konur og karlar. „Konurnar eru þó virkari. Það eru aðallega konur sem spila,“ segir Anita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.