Lífið

Dansandi málverk til sýnis á Sólon

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir við eitt verka sinna á sýningunni.
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir við eitt verka sinna á sýningunni. MYND/úr einksafni
„Ég hef alla ævi verið að dansa og ég held það sjáist í myndunum,“ segir Unnur Elísabet Gunnardóttir, dansari, um verkin sem nú eru til sýnis á kaffihúsinu Sólon. Hún segist sjálflærð í ljósmyndun - áhugamálið hafi breyst í ástríðu og nú sé hún stolt að sýna verk sín.

„Þetta er í raun myndlist frekar en hefðbundnar ljósmyndir. Nálgunin er önnur. Ég vinn mikið með dönsurum og markmiðið er að fanga hreyfinguna, hreyfingu líkamans í rýminu í verkinu,“ segir Unnur.

Unnur var lengi fastráðinn dansari við Íslenska dansflokkinn en hætti í dansflokknum í maí. Nú er hún á samningi við Borgarleikhúsið og hefur dansað í yfir hundrað sýningum af Mary Poppins. Ljósmyndunum tekur hins vegar sífellt meira pláss í hennar lífi.

„Ég hef fengið svakalega góð viðbrögð á þessar myndir. Það er gaman að þróa sig áfram og gera eitthvað nýtt,“ segir dansandi ljósmyndarinn Unnur, stolt af sýningunni sem stendur nú almenningi opin á Sólon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.