Á ferð með Pixies Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 3. febrúar 2014 13:00 Mono Town hitaði upp fyrir hljómsveitina heimsfrægu, Pixies, á þrennum tónleikum síðastliðið haust. aðsend mynd Hljómsveitin Mono Town kom fram á tónlistarhátíðinni „Soirées Iceland Airwaves à Paris“ – eða Iceland Airwaves-kvöld í París á Air d'Islande-hátíðinni í Pompidou-listasafninu á laugardagskvöld. Bjarki Sig segir það hafa verið skemmtilega tilviljun að bandið gaf út sína fyrstu plötu fyrir nokkrum dögum þannig að tónleikarnir hafi verið nokkurs konar útgáfutónleikar.Platan á netinuPlatan In the Eye of the Storm kom út á netinu í samstarfi við streymisþjónustuna Deezer. Streymisþjónustan sem um ræðir hefur um það bil sex milljónir áskrifenda og hátt í tíu milljónir notenda um allan heim. „Við gefum plötuna út núna bara á netinu en búumst við því að gefa hana út bæði á vínyl og geisladiski eftir um það bil tvo mánuði. Við skoðuðum vel þá kosti sem voru í boði og þetta varð niðurstaðan. Á Deezer getur fólk hlustað frítt á tónlistina okkar í ákveðinn tíma. Eftir nokkra daga verðum við svo lausir allra mála hjá streymisþjónustunni og þá verður hægt að fá plötuna okkar víðar á netinu, svo sem á iTunes. Við höfum fengið góðar viðtökur við plötunni þessa daga sem hún hefur verið í spilun og erum mjög sáttir með hana.“Gera allt sjálfirStrákarnir tóku sér góðan tíma í að semja tónlistina fyrir plötuna og lögðu mikið í hana. Þeir sáu um mestalla vinnuna í kringum hana og stjórnuðu upptökum meðal annars sjálfir. „Við erum búnir að spila saman síðan árið 2009 og það fór mestur tími í að finna „sándið“ okkar. Við vorum duglegir að henda upptökum og byrja aftur og aftur. Við duttum svo niður á það sem við vorum sáttir við og vissum þá hvert við vildum stefna. Við lögðust svo í að gera plötuna og tókum tvo mánuði alveg stíft í að klára hana.“Ævintýrið með pixiesMono Town hitaði upp fyrir stórhljómsveitina Pixies á þrennum tónleikum í nóvember síðastliðnum. Þeir voru haldnir á tónleikastöðum sem tóku allt upp í þrjú þúsund manns í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Ósló. „Það var fyrst og fremst heiður að fá að spila fyrir Pixies. Það er mikil atvinnumennska í þessu hjá þeim og það stóð allt eins og stafur á bók sem var sagt við okkur. Dæmi um þetta var þegar sviðsmaður Pixies sótti okkur fimm mínútum fyrir tónleika og sagði að við ættum að vera tilbúnir. Við höfðum þrjátíu mínútur á sviðinu og ég segi við hann að við séum nýbúnir að tímamæla okkur og tónleikarnir okkar taki rétt rúmlega hálftíma og að hann megi láta okkur vita ef við erum eitthvað að fara yfir tímann. Hann segir þá að við munum alveg verða varir við það því ef við förum yfir þrjátíu mínúturnar slökkvi hann einfaldlega á okkur. Og hann var alls ekki að grínast. Þegar við komum svo af sviði brosti hann til mín og sagði: „Spot on, lad, 29 minutes and 32 seconds!“,“ segir Bjarki og hlær.Könnuðust við brennivíniðÞað var uppselt á alla tónleika Pixies á ferðalaginu og sveitin á dyggan aðdáendahóp. Bjarki segist hafa hlakkað til að sjá þau á tónleikum þar sem hann hafi heyrt sögur af því að þau hafi ekki verið neitt sérstök þegar þau spiluðu hér á Íslandi fyrir um tíu árum. „Þau komu mér á óvart og voru rosalega góð, þétt og kraftmikil. Þau spiluðu yfir þrjátíu lög á kvöldi þessi þrjú kvöld sem við vorum með þeim. Eftir síðustu tónleikana bönkuðum við upp á hjá þeim og þökkuðum fyrir okkur. Við gáfum þeim harðfisk og brennivín sem þau könnuðust vel við. Þau opnuðu svo brennivínið strax og drukku það."FjölskyldubandBjarki segir Mono Town hafa verið vel tekið á tónleikunum en í hljómsveitinni eru bræðurnir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir ásamt frænda sínum Bjarka. „Við frændurnir þrír erum kjarninn og reynum eftir fremsta megni að hafa með okkur bassaleikarann Guðmund Óskar Guðmundsson sem spilar með Hjaltalín og Tilbury og trommuleikarann Magnús Tryggvason Elíassen sem er líka í Tilbury, Amiinu og fleiri böndum.“ Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Hljómsveitin Mono Town kom fram á tónlistarhátíðinni „Soirées Iceland Airwaves à Paris“ – eða Iceland Airwaves-kvöld í París á Air d'Islande-hátíðinni í Pompidou-listasafninu á laugardagskvöld. Bjarki Sig segir það hafa verið skemmtilega tilviljun að bandið gaf út sína fyrstu plötu fyrir nokkrum dögum þannig að tónleikarnir hafi verið nokkurs konar útgáfutónleikar.Platan á netinuPlatan In the Eye of the Storm kom út á netinu í samstarfi við streymisþjónustuna Deezer. Streymisþjónustan sem um ræðir hefur um það bil sex milljónir áskrifenda og hátt í tíu milljónir notenda um allan heim. „Við gefum plötuna út núna bara á netinu en búumst við því að gefa hana út bæði á vínyl og geisladiski eftir um það bil tvo mánuði. Við skoðuðum vel þá kosti sem voru í boði og þetta varð niðurstaðan. Á Deezer getur fólk hlustað frítt á tónlistina okkar í ákveðinn tíma. Eftir nokkra daga verðum við svo lausir allra mála hjá streymisþjónustunni og þá verður hægt að fá plötuna okkar víðar á netinu, svo sem á iTunes. Við höfum fengið góðar viðtökur við plötunni þessa daga sem hún hefur verið í spilun og erum mjög sáttir með hana.“Gera allt sjálfirStrákarnir tóku sér góðan tíma í að semja tónlistina fyrir plötuna og lögðu mikið í hana. Þeir sáu um mestalla vinnuna í kringum hana og stjórnuðu upptökum meðal annars sjálfir. „Við erum búnir að spila saman síðan árið 2009 og það fór mestur tími í að finna „sándið“ okkar. Við vorum duglegir að henda upptökum og byrja aftur og aftur. Við duttum svo niður á það sem við vorum sáttir við og vissum þá hvert við vildum stefna. Við lögðust svo í að gera plötuna og tókum tvo mánuði alveg stíft í að klára hana.“Ævintýrið með pixiesMono Town hitaði upp fyrir stórhljómsveitina Pixies á þrennum tónleikum í nóvember síðastliðnum. Þeir voru haldnir á tónleikastöðum sem tóku allt upp í þrjú þúsund manns í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Ósló. „Það var fyrst og fremst heiður að fá að spila fyrir Pixies. Það er mikil atvinnumennska í þessu hjá þeim og það stóð allt eins og stafur á bók sem var sagt við okkur. Dæmi um þetta var þegar sviðsmaður Pixies sótti okkur fimm mínútum fyrir tónleika og sagði að við ættum að vera tilbúnir. Við höfðum þrjátíu mínútur á sviðinu og ég segi við hann að við séum nýbúnir að tímamæla okkur og tónleikarnir okkar taki rétt rúmlega hálftíma og að hann megi láta okkur vita ef við erum eitthvað að fara yfir tímann. Hann segir þá að við munum alveg verða varir við það því ef við förum yfir þrjátíu mínúturnar slökkvi hann einfaldlega á okkur. Og hann var alls ekki að grínast. Þegar við komum svo af sviði brosti hann til mín og sagði: „Spot on, lad, 29 minutes and 32 seconds!“,“ segir Bjarki og hlær.Könnuðust við brennivíniðÞað var uppselt á alla tónleika Pixies á ferðalaginu og sveitin á dyggan aðdáendahóp. Bjarki segist hafa hlakkað til að sjá þau á tónleikum þar sem hann hafi heyrt sögur af því að þau hafi ekki verið neitt sérstök þegar þau spiluðu hér á Íslandi fyrir um tíu árum. „Þau komu mér á óvart og voru rosalega góð, þétt og kraftmikil. Þau spiluðu yfir þrjátíu lög á kvöldi þessi þrjú kvöld sem við vorum með þeim. Eftir síðustu tónleikana bönkuðum við upp á hjá þeim og þökkuðum fyrir okkur. Við gáfum þeim harðfisk og brennivín sem þau könnuðust vel við. Þau opnuðu svo brennivínið strax og drukku það."FjölskyldubandBjarki segir Mono Town hafa verið vel tekið á tónleikunum en í hljómsveitinni eru bræðurnir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir ásamt frænda sínum Bjarka. „Við frændurnir þrír erum kjarninn og reynum eftir fremsta megni að hafa með okkur bassaleikarann Guðmund Óskar Guðmundsson sem spilar með Hjaltalín og Tilbury og trommuleikarann Magnús Tryggvason Elíassen sem er líka í Tilbury, Amiinu og fleiri böndum.“
Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira