Veðurteppt á Austur-Grænlandi Ugla Egilsdóttir skrifar 30. janúar 2014 11:00 Sýningin á Pioneer á Íslandi verður sú fyrsta utan Grænlands. Mynd/Einkasafn Pipaluk K. Jørgensen er höfundur og leikstjóri grænlensku dans- og söngsýningarinnar Pioneer sem verður sýnd í Nemendaleikhúsinu á laugardag. Fréttablaðið náði tali af Pipaluk í gær, en þá var hún veðurteppt á Austur-Grænlandi. „Það stóð til að fljúga til Íslands í dag, en fluginu var aflýst vegna stormviðris,“ segir Pipaluk. „Vonandi getum við flogið héðan á morgun.“ Sýningin á laugardaginn verður fyrsta sýningin á Pioneer utan Grænlands. „Við höfum hins vegar ferðast með hana til sex bæja á Grænlandi,“ segir Pipaluk. Sýningin hefur notið töluverðra vinsælda á Grænlandi. Síðast sýndi hópurinn í bænum þar sem þau eru veðurteppt. „Í gær komu 800 manns á sýninguna. Það er nánast allur þessi litli bær.“ Pipaluk skrifaði leikritið, leikstýrði því og framleiddi það, en Karina Møller samdi dansa. Pipaluk lærði leiklist í Danmörku 2001-2003. „Eftir það stofnaði ég mitt eigið leikfélag og fór að skrifa. Þetta er fjórða leiksýningin sem ég skrifa og leikstýri. Ég hef unnið við sjónvarp og leikhús síðustu sex ár, en hjartað er í leikhúsinu,“ segir Pipaluk. Pioneers var frumsýnt síðasta haust. „Leikritið fjallar um fortíð, nútíð og framtíð Grænlands. Það fjallar líka um gamlar goðsögur, en á nútímalegan hátt. Tónlistin í leikritinu er nýmóðins. Kimmernaq Kjeldsen syngur tónlistina í verkinu og við notum líka tónlist eftir hljómsveitina Nanook, sem hefur notið mikilla vinsælda á Grænlandi,“ segir Pipaluk. „Síðan notum við myndefni frá Visit Greenland. Þar er mikið af fallegum myndum af snjó, norðurljósum og hundasleðum.“ Visit Greenland er fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins. Pipaluk hefur áður komið til Íslands í frí, og vonast til þess að kynnast fólki úr íslenskum leiklistarheimi. Pipaluk segist hafa verið í sambandi við Steinunni Knútsdóttur, formann leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. „Við stefnum jafnvel á að vinna saman í framtíðinni. Þær áætlanir eru þó skammt á veg komnar. Nú vonumst við bara til þess að veðrið batni svo við komumst til Íslands í tæka tíð fyrir þessa sýningu,“ segir Pipaluk. Pioneer verður sýnt í Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu laugardaginn 1. febrúar klukkan 20.00. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Króli og Birta eignuðust lítinn prins Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Sjá meira
Pipaluk K. Jørgensen er höfundur og leikstjóri grænlensku dans- og söngsýningarinnar Pioneer sem verður sýnd í Nemendaleikhúsinu á laugardag. Fréttablaðið náði tali af Pipaluk í gær, en þá var hún veðurteppt á Austur-Grænlandi. „Það stóð til að fljúga til Íslands í dag, en fluginu var aflýst vegna stormviðris,“ segir Pipaluk. „Vonandi getum við flogið héðan á morgun.“ Sýningin á laugardaginn verður fyrsta sýningin á Pioneer utan Grænlands. „Við höfum hins vegar ferðast með hana til sex bæja á Grænlandi,“ segir Pipaluk. Sýningin hefur notið töluverðra vinsælda á Grænlandi. Síðast sýndi hópurinn í bænum þar sem þau eru veðurteppt. „Í gær komu 800 manns á sýninguna. Það er nánast allur þessi litli bær.“ Pipaluk skrifaði leikritið, leikstýrði því og framleiddi það, en Karina Møller samdi dansa. Pipaluk lærði leiklist í Danmörku 2001-2003. „Eftir það stofnaði ég mitt eigið leikfélag og fór að skrifa. Þetta er fjórða leiksýningin sem ég skrifa og leikstýri. Ég hef unnið við sjónvarp og leikhús síðustu sex ár, en hjartað er í leikhúsinu,“ segir Pipaluk. Pioneers var frumsýnt síðasta haust. „Leikritið fjallar um fortíð, nútíð og framtíð Grænlands. Það fjallar líka um gamlar goðsögur, en á nútímalegan hátt. Tónlistin í leikritinu er nýmóðins. Kimmernaq Kjeldsen syngur tónlistina í verkinu og við notum líka tónlist eftir hljómsveitina Nanook, sem hefur notið mikilla vinsælda á Grænlandi,“ segir Pipaluk. „Síðan notum við myndefni frá Visit Greenland. Þar er mikið af fallegum myndum af snjó, norðurljósum og hundasleðum.“ Visit Greenland er fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins. Pipaluk hefur áður komið til Íslands í frí, og vonast til þess að kynnast fólki úr íslenskum leiklistarheimi. Pipaluk segist hafa verið í sambandi við Steinunni Knútsdóttur, formann leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. „Við stefnum jafnvel á að vinna saman í framtíðinni. Þær áætlanir eru þó skammt á veg komnar. Nú vonumst við bara til þess að veðrið batni svo við komumst til Íslands í tæka tíð fyrir þessa sýningu,“ segir Pipaluk. Pioneer verður sýnt í Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu laugardaginn 1. febrúar klukkan 20.00.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Króli og Birta eignuðust lítinn prins Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Sjá meira