Kynjakvótar beri árangur strax Ugla Egilsdóttir skrifar 28. janúar 2014 11:30 Keppti í Gettu betur María Helga er þýðandi og jarðfræðingur. Mynd/Stephanie Shih „Markmiðið er að kynjakvótarnir verði óþarfi eftir nokkur ár,“ segir María Helga Guðmundsdóttir. Hún er ein þeirra sem standa fyrir Gettu betur-búðum fyrir stelpur. Síðasta haust var ákveðið að taka tímabundið upp kynjakvóta í Gettu betur. Kvótarnir taka gildi vorið 2015 og halda áfram vorið 2016. Á meðan þessir kynjakvótar eru í keppninni verður að vera að minnsta kosti einn keppandi af hvoru kyni í hverju liði. „Gettu betur-búðirnar eru hugsaðar til að styrkja þessa kynjakvóta svo þeir skili strax árangri,“ segir María Helga. Hópurinn að baki æfingabúðunum samanstendur af stelpum sem hafa keppt í Gettu betur. María Helga keppti í Gettu betur fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð árin 2004 og 2005. „Við höfum verið að hittast óformlega, stelpur sem hafa keppt í Gettu betur,“ segir María Helga. „Hópurinn er stærri en margan grunar, en samt nógu lítill til að við getum hist í heimahúsi. Þegar ákveðið var að taka upp kynjakvóta vildum við nýta tækifærið og búa til umhverfi fyrir stelpur til að kynnast þessu. Allt í kringum þetta er mjög karllægt í mörgum skólum. Hugmyndin er að gefa stelpum tækifæri til að koma sterkar inn í keppnina á eigin forsendum.“ Menningarsjóður Hlaðvarpans styrkti verkefnið um fjögur hundruð þúsund krónur. Ráðist verður í kynningarherferð í vor fyrir stelpur í efstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri. „Kynningarherferðin er undanfari æfingabúða sem við höldum í haust, þar sem við semjum spurningar og búum til leiki og æfingar í kringum þetta,“ segir María Helga. „Þetta er líka tækifæri fyrir fróðleiksfúsar stelpur til að umgangast jákvæðar fyrirmyndir. Ég veit ekki með sjálfa mig, en mér finnst hinar stelpurnar í hópnum að minnsta kosti sýna fram á að það er gaman að vera fróðleiksfús.“ Átakið stílar fyrst og fremst inn á árganga sem eru gjaldgengir í keppnina á meðan til stendur að hafa kynjakvóta. „Æfingabúðirnar eiga hins vegar ekki að einskorðast við þær stelpur sem ætla að keppa eða munu keppa. Þær eru fyrir allar sem vettlingi geta valdið. Við viljum að sem flestar taki þátt,“ segir María Helga. María Helga vonast til þess að koma nokkrum sterkum árgöngum af stelpum í keppnina. „Vonandi gleymir fólk þá fljótt að þessi keppni hafi eitt sinn verið strákaveldi. Við viljum að kynjakvótarnir skili því að þetta ójafnvægi heyri sögunni til, og að allir sækist eftir þessu óháð kyni.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið Stiller í Munda Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira
„Markmiðið er að kynjakvótarnir verði óþarfi eftir nokkur ár,“ segir María Helga Guðmundsdóttir. Hún er ein þeirra sem standa fyrir Gettu betur-búðum fyrir stelpur. Síðasta haust var ákveðið að taka tímabundið upp kynjakvóta í Gettu betur. Kvótarnir taka gildi vorið 2015 og halda áfram vorið 2016. Á meðan þessir kynjakvótar eru í keppninni verður að vera að minnsta kosti einn keppandi af hvoru kyni í hverju liði. „Gettu betur-búðirnar eru hugsaðar til að styrkja þessa kynjakvóta svo þeir skili strax árangri,“ segir María Helga. Hópurinn að baki æfingabúðunum samanstendur af stelpum sem hafa keppt í Gettu betur. María Helga keppti í Gettu betur fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð árin 2004 og 2005. „Við höfum verið að hittast óformlega, stelpur sem hafa keppt í Gettu betur,“ segir María Helga. „Hópurinn er stærri en margan grunar, en samt nógu lítill til að við getum hist í heimahúsi. Þegar ákveðið var að taka upp kynjakvóta vildum við nýta tækifærið og búa til umhverfi fyrir stelpur til að kynnast þessu. Allt í kringum þetta er mjög karllægt í mörgum skólum. Hugmyndin er að gefa stelpum tækifæri til að koma sterkar inn í keppnina á eigin forsendum.“ Menningarsjóður Hlaðvarpans styrkti verkefnið um fjögur hundruð þúsund krónur. Ráðist verður í kynningarherferð í vor fyrir stelpur í efstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri. „Kynningarherferðin er undanfari æfingabúða sem við höldum í haust, þar sem við semjum spurningar og búum til leiki og æfingar í kringum þetta,“ segir María Helga. „Þetta er líka tækifæri fyrir fróðleiksfúsar stelpur til að umgangast jákvæðar fyrirmyndir. Ég veit ekki með sjálfa mig, en mér finnst hinar stelpurnar í hópnum að minnsta kosti sýna fram á að það er gaman að vera fróðleiksfús.“ Átakið stílar fyrst og fremst inn á árganga sem eru gjaldgengir í keppnina á meðan til stendur að hafa kynjakvóta. „Æfingabúðirnar eiga hins vegar ekki að einskorðast við þær stelpur sem ætla að keppa eða munu keppa. Þær eru fyrir allar sem vettlingi geta valdið. Við viljum að sem flestar taki þátt,“ segir María Helga. María Helga vonast til þess að koma nokkrum sterkum árgöngum af stelpum í keppnina. „Vonandi gleymir fólk þá fljótt að þessi keppni hafi eitt sinn verið strákaveldi. Við viljum að kynjakvótarnir skili því að þetta ójafnvægi heyri sögunni til, og að allir sækist eftir þessu óháð kyni.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið Stiller í Munda Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira