Kynjakvótar beri árangur strax Ugla Egilsdóttir skrifar 28. janúar 2014 11:30 Keppti í Gettu betur María Helga er þýðandi og jarðfræðingur. Mynd/Stephanie Shih „Markmiðið er að kynjakvótarnir verði óþarfi eftir nokkur ár,“ segir María Helga Guðmundsdóttir. Hún er ein þeirra sem standa fyrir Gettu betur-búðum fyrir stelpur. Síðasta haust var ákveðið að taka tímabundið upp kynjakvóta í Gettu betur. Kvótarnir taka gildi vorið 2015 og halda áfram vorið 2016. Á meðan þessir kynjakvótar eru í keppninni verður að vera að minnsta kosti einn keppandi af hvoru kyni í hverju liði. „Gettu betur-búðirnar eru hugsaðar til að styrkja þessa kynjakvóta svo þeir skili strax árangri,“ segir María Helga. Hópurinn að baki æfingabúðunum samanstendur af stelpum sem hafa keppt í Gettu betur. María Helga keppti í Gettu betur fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð árin 2004 og 2005. „Við höfum verið að hittast óformlega, stelpur sem hafa keppt í Gettu betur,“ segir María Helga. „Hópurinn er stærri en margan grunar, en samt nógu lítill til að við getum hist í heimahúsi. Þegar ákveðið var að taka upp kynjakvóta vildum við nýta tækifærið og búa til umhverfi fyrir stelpur til að kynnast þessu. Allt í kringum þetta er mjög karllægt í mörgum skólum. Hugmyndin er að gefa stelpum tækifæri til að koma sterkar inn í keppnina á eigin forsendum.“ Menningarsjóður Hlaðvarpans styrkti verkefnið um fjögur hundruð þúsund krónur. Ráðist verður í kynningarherferð í vor fyrir stelpur í efstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri. „Kynningarherferðin er undanfari æfingabúða sem við höldum í haust, þar sem við semjum spurningar og búum til leiki og æfingar í kringum þetta,“ segir María Helga. „Þetta er líka tækifæri fyrir fróðleiksfúsar stelpur til að umgangast jákvæðar fyrirmyndir. Ég veit ekki með sjálfa mig, en mér finnst hinar stelpurnar í hópnum að minnsta kosti sýna fram á að það er gaman að vera fróðleiksfús.“ Átakið stílar fyrst og fremst inn á árganga sem eru gjaldgengir í keppnina á meðan til stendur að hafa kynjakvóta. „Æfingabúðirnar eiga hins vegar ekki að einskorðast við þær stelpur sem ætla að keppa eða munu keppa. Þær eru fyrir allar sem vettlingi geta valdið. Við viljum að sem flestar taki þátt,“ segir María Helga. María Helga vonast til þess að koma nokkrum sterkum árgöngum af stelpum í keppnina. „Vonandi gleymir fólk þá fljótt að þessi keppni hafi eitt sinn verið strákaveldi. Við viljum að kynjakvótarnir skili því að þetta ójafnvægi heyri sögunni til, og að allir sækist eftir þessu óháð kyni.“ Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Sjá meira
„Markmiðið er að kynjakvótarnir verði óþarfi eftir nokkur ár,“ segir María Helga Guðmundsdóttir. Hún er ein þeirra sem standa fyrir Gettu betur-búðum fyrir stelpur. Síðasta haust var ákveðið að taka tímabundið upp kynjakvóta í Gettu betur. Kvótarnir taka gildi vorið 2015 og halda áfram vorið 2016. Á meðan þessir kynjakvótar eru í keppninni verður að vera að minnsta kosti einn keppandi af hvoru kyni í hverju liði. „Gettu betur-búðirnar eru hugsaðar til að styrkja þessa kynjakvóta svo þeir skili strax árangri,“ segir María Helga. Hópurinn að baki æfingabúðunum samanstendur af stelpum sem hafa keppt í Gettu betur. María Helga keppti í Gettu betur fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð árin 2004 og 2005. „Við höfum verið að hittast óformlega, stelpur sem hafa keppt í Gettu betur,“ segir María Helga. „Hópurinn er stærri en margan grunar, en samt nógu lítill til að við getum hist í heimahúsi. Þegar ákveðið var að taka upp kynjakvóta vildum við nýta tækifærið og búa til umhverfi fyrir stelpur til að kynnast þessu. Allt í kringum þetta er mjög karllægt í mörgum skólum. Hugmyndin er að gefa stelpum tækifæri til að koma sterkar inn í keppnina á eigin forsendum.“ Menningarsjóður Hlaðvarpans styrkti verkefnið um fjögur hundruð þúsund krónur. Ráðist verður í kynningarherferð í vor fyrir stelpur í efstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri. „Kynningarherferðin er undanfari æfingabúða sem við höldum í haust, þar sem við semjum spurningar og búum til leiki og æfingar í kringum þetta,“ segir María Helga. „Þetta er líka tækifæri fyrir fróðleiksfúsar stelpur til að umgangast jákvæðar fyrirmyndir. Ég veit ekki með sjálfa mig, en mér finnst hinar stelpurnar í hópnum að minnsta kosti sýna fram á að það er gaman að vera fróðleiksfús.“ Átakið stílar fyrst og fremst inn á árganga sem eru gjaldgengir í keppnina á meðan til stendur að hafa kynjakvóta. „Æfingabúðirnar eiga hins vegar ekki að einskorðast við þær stelpur sem ætla að keppa eða munu keppa. Þær eru fyrir allar sem vettlingi geta valdið. Við viljum að sem flestar taki þátt,“ segir María Helga. María Helga vonast til þess að koma nokkrum sterkum árgöngum af stelpum í keppnina. „Vonandi gleymir fólk þá fljótt að þessi keppni hafi eitt sinn verið strákaveldi. Við viljum að kynjakvótarnir skili því að þetta ójafnvægi heyri sögunni til, og að allir sækist eftir þessu óháð kyni.“
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Sjá meira