Níutíu ár liðin frá fyrstu leikunum Freyr Bjarnason skrifar 25. janúar 2014 10:00 Frá vinstri: Herma Planck-Szabo frá Ungverjalandi, Ethel Muckelt frá Bretlandi og hin bandaríska Beatrix Loughran á Vetrarólympíuleikunum í Chamonix árið 1924. Planck-Szabo vann gullverðlaun í listdansi og þær Loughran og Muckelt fengu silfur og brons. Nordicphotos/Getty Í dag eru liðin níutíu ár síðan fyrstu Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Chamonix í frönsku Ölpunum, eða árið 1924. Keppt var í sex íþróttagreinum og voru viðburðirnir alls fjórtán talsins. Keppnin gekk undir heitinu Alþjóðlega vetraríþróttavikan og gekk afar vel. Fjórum árum síðar, eða árið 1928, hélt Alþjóðaólympíunefndin Vetrarólympíuleika í St. Moritz í Sviss og voru þeir titlaðir sem aðrir leikarnir í röðinni á eftir Chamonix.Norðurlandaleikar í Svíþjóð Fimm árum eftir að nútímaólympíuleikarnir voru haldnir í fyrsta sinn árið 1896 var fyrsta alþjóðlega keppnin í vetraríþróttum haldin í Svíþjóð. Hún kallaðist Norðurlandaleikarnir, eða Nordic Games, og kepptu þar aðeins þjóðir frá Skandinavíu. Eins og með Ólympíuleikana var keppnin haldin á fjögurra ára fresti, en alltaf í Svíþjóð. Árið 1908 varð listdans á skautum ein af keppnisgreinum á Sumarólympíuleikunum í London þrátt fyrir að keppnin væri haldin þremur mánuðum á eftir öllum hinum keppnisgreinunum. Það varð upphafið að því að halda sérstaka Ólympíuleika fyrir vetraríþróttir.Vildu ekki Vetrarólympíuleika Árið 1911 lagði Alþjóðaólympíunefndin til að aðskilin vetraríþróttakeppni yrði haldin samhliða Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912 en Svíar, sem vildu viðhalda vinsældum Norðurlandaleikja sinna, höfnuðu því. Fjórum árum síðar ætluðu Þjóðverjar að halda aðskilda keppni með vetraríþróttum samhliða sumarleikunum í Berlín en urðu að hætta við hvora tveggja leikana vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar.Norðmenn unnu flest gull Eftir Ólympíuleikana í Antwerpen í Belgíu 1920, þegar íshokkí var í fyrsta sinn opinber íþróttagrein á sumarleikum, var ákveðið að Skandinavíubúar myndu halda alþjóðlega vetraríþróttaviku, enda höfðu þeir góða reynslu úr Norðurlandaleikunum. Viðburðurinn í Chamonix varð svo vinsæll á meðal þátttökuþjóðanna sextán að árið 1925 bjó ólympíunefndin til Vetrarólympíuleikana sem yrðu framvegis haldnir á fjögurra ára fresti. Á leikunum í Chamonix urðu Norðurlandabúar hlutskarpastir í mörgum greinum en Norðmenn unnu flest gull, eða sautján talsins. Af þeim þrjú hundruð keppendum sem tóku þátt voru aðeins þrettán konur og tóku þær allar þátt í listdansi á skautum. Íslendingar hafa keppt á öllum Vetrarólympíuleikum síðan 1948 að leikunum árið 1972 undanskildum. Skíðamaðurinn Kristinn Björnsson tók þátt í fernum Vetrarólympíuleikum en komst aldrei á verðlaunapall, ekki frekar en aðrir Íslendingar sem hafa tekið þátt. Fimm Íslendingar munu keppa á leikunum í Sotsjí. Stöð 2 Sport og hliðarrásir stöðvarinnar munu sjónvarpa beint frá Sotsjí. Einnig mun Vísir fjalla ítarlega um leikana.Hryðjuverk og mannréttindabrot varpa skugga á undirbúninginn Tvennt hefur varpað skugga á undirbúning leikanna í Sotsjí. Annars vegar tvær hryðjuverkaárásir sem voru gerðar í borginni Volgograd sem liggur um 700 kílómetra frá Sotsjí. Þar fórust 34 manneskjur. Íslamskir hryðjuverkamenn og leiðtogi þeirra, Doku Umarov, hafa lýst ábyrgð á árásunum á hendur sér, og hótað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því að gerðar verði árásir á Sotsjí ef Ólympíuleikarnir verða haldnir í borginni. Rússnesk yfirvöld hafa undanfarna tvo áratugi barist gegn uppreisnarsinnum í Norður-Kákasus og verða því við öllu búin í Sotsjí. Alls munu 37 þúsund rússneskir hermenn sinna öryggisgæslu á meðan á leikunum stendur. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig verið gagnrýnd fyrir ýmiss konar mannréttindabrot. Í júní samþykktu þau lög sem banna „áróður“ fyrir samböndum samkynhneigðra fyrir börnum. Í yfirlýsingu frá Samtökunum 78 á Íslandi, þar sem Anna Pála Sverrisdóttir er formaður, krefjast þau þess að íslensk stjórnvöld bregðist opinberlega við mannréttindabrotunum í Rússlandi og fara fram á að þau fari að fordæmi annarra ríkja og sendi ekki sína æðstu embættismenn á leikana. Tveir íslenskir ráðherrar verða viðstaddir, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, og hafa þau heitið því að koma mótmælum gegn mannréttindabrotum á framfæriDýrustu Ólympíuleikar sögunnar Tæpar tvær vikur eru í að Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí í Rússlandi, þeir 22. í röðinni, hefjist. Alls verða 98 keppnir haldnar í fimmtán greinum. Þetta verða fyrstu Ólympíuleikarnir sem eru haldnir í Rússlandi síðan Sovétríkin liðuðust í sundur 1991 en árið 1980 voru Sumarólympíuleikarnir haldnir í höfuðborginni Moskvu. Rússar eru staðráðnir í að sýna að þeir eru ekki eftirbátar annarra þjóða í skipulagningu Ólympíuleika. Þeir hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í íþróttahallir, samgöngumannvirki og tæknimál. Þegar Rússland sótti um að halda leikana árið 2007 sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að þeir myndu kosta um 1.400 milljarða króna, eða minna en Sumarólympíuleikarnir í London árið 2012 sem kostuðu um 1.600 milljarða. Nú lítur út fyrir að leikarnir í Sotsjí muni kosta tæpa sex þúsund milljarða króna. Fyrir vikið verða þeir dýrustu Ólympíuleikar sögunnar, enn dýrari en Sumarólympíuleikarnir í Peking 2008 sem kostuðu um fimm þúsund milljarða króna. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð HSÍ skiptir út merki sambandsins Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Feðgarnir slógust eftir leik Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Sjá meira
Í dag eru liðin níutíu ár síðan fyrstu Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Chamonix í frönsku Ölpunum, eða árið 1924. Keppt var í sex íþróttagreinum og voru viðburðirnir alls fjórtán talsins. Keppnin gekk undir heitinu Alþjóðlega vetraríþróttavikan og gekk afar vel. Fjórum árum síðar, eða árið 1928, hélt Alþjóðaólympíunefndin Vetrarólympíuleika í St. Moritz í Sviss og voru þeir titlaðir sem aðrir leikarnir í röðinni á eftir Chamonix.Norðurlandaleikar í Svíþjóð Fimm árum eftir að nútímaólympíuleikarnir voru haldnir í fyrsta sinn árið 1896 var fyrsta alþjóðlega keppnin í vetraríþróttum haldin í Svíþjóð. Hún kallaðist Norðurlandaleikarnir, eða Nordic Games, og kepptu þar aðeins þjóðir frá Skandinavíu. Eins og með Ólympíuleikana var keppnin haldin á fjögurra ára fresti, en alltaf í Svíþjóð. Árið 1908 varð listdans á skautum ein af keppnisgreinum á Sumarólympíuleikunum í London þrátt fyrir að keppnin væri haldin þremur mánuðum á eftir öllum hinum keppnisgreinunum. Það varð upphafið að því að halda sérstaka Ólympíuleika fyrir vetraríþróttir.Vildu ekki Vetrarólympíuleika Árið 1911 lagði Alþjóðaólympíunefndin til að aðskilin vetraríþróttakeppni yrði haldin samhliða Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912 en Svíar, sem vildu viðhalda vinsældum Norðurlandaleikja sinna, höfnuðu því. Fjórum árum síðar ætluðu Þjóðverjar að halda aðskilda keppni með vetraríþróttum samhliða sumarleikunum í Berlín en urðu að hætta við hvora tveggja leikana vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar.Norðmenn unnu flest gull Eftir Ólympíuleikana í Antwerpen í Belgíu 1920, þegar íshokkí var í fyrsta sinn opinber íþróttagrein á sumarleikum, var ákveðið að Skandinavíubúar myndu halda alþjóðlega vetraríþróttaviku, enda höfðu þeir góða reynslu úr Norðurlandaleikunum. Viðburðurinn í Chamonix varð svo vinsæll á meðal þátttökuþjóðanna sextán að árið 1925 bjó ólympíunefndin til Vetrarólympíuleikana sem yrðu framvegis haldnir á fjögurra ára fresti. Á leikunum í Chamonix urðu Norðurlandabúar hlutskarpastir í mörgum greinum en Norðmenn unnu flest gull, eða sautján talsins. Af þeim þrjú hundruð keppendum sem tóku þátt voru aðeins þrettán konur og tóku þær allar þátt í listdansi á skautum. Íslendingar hafa keppt á öllum Vetrarólympíuleikum síðan 1948 að leikunum árið 1972 undanskildum. Skíðamaðurinn Kristinn Björnsson tók þátt í fernum Vetrarólympíuleikum en komst aldrei á verðlaunapall, ekki frekar en aðrir Íslendingar sem hafa tekið þátt. Fimm Íslendingar munu keppa á leikunum í Sotsjí. Stöð 2 Sport og hliðarrásir stöðvarinnar munu sjónvarpa beint frá Sotsjí. Einnig mun Vísir fjalla ítarlega um leikana.Hryðjuverk og mannréttindabrot varpa skugga á undirbúninginn Tvennt hefur varpað skugga á undirbúning leikanna í Sotsjí. Annars vegar tvær hryðjuverkaárásir sem voru gerðar í borginni Volgograd sem liggur um 700 kílómetra frá Sotsjí. Þar fórust 34 manneskjur. Íslamskir hryðjuverkamenn og leiðtogi þeirra, Doku Umarov, hafa lýst ábyrgð á árásunum á hendur sér, og hótað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því að gerðar verði árásir á Sotsjí ef Ólympíuleikarnir verða haldnir í borginni. Rússnesk yfirvöld hafa undanfarna tvo áratugi barist gegn uppreisnarsinnum í Norður-Kákasus og verða því við öllu búin í Sotsjí. Alls munu 37 þúsund rússneskir hermenn sinna öryggisgæslu á meðan á leikunum stendur. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig verið gagnrýnd fyrir ýmiss konar mannréttindabrot. Í júní samþykktu þau lög sem banna „áróður“ fyrir samböndum samkynhneigðra fyrir börnum. Í yfirlýsingu frá Samtökunum 78 á Íslandi, þar sem Anna Pála Sverrisdóttir er formaður, krefjast þau þess að íslensk stjórnvöld bregðist opinberlega við mannréttindabrotunum í Rússlandi og fara fram á að þau fari að fordæmi annarra ríkja og sendi ekki sína æðstu embættismenn á leikana. Tveir íslenskir ráðherrar verða viðstaddir, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, og hafa þau heitið því að koma mótmælum gegn mannréttindabrotum á framfæriDýrustu Ólympíuleikar sögunnar Tæpar tvær vikur eru í að Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí í Rússlandi, þeir 22. í röðinni, hefjist. Alls verða 98 keppnir haldnar í fimmtán greinum. Þetta verða fyrstu Ólympíuleikarnir sem eru haldnir í Rússlandi síðan Sovétríkin liðuðust í sundur 1991 en árið 1980 voru Sumarólympíuleikarnir haldnir í höfuðborginni Moskvu. Rússar eru staðráðnir í að sýna að þeir eru ekki eftirbátar annarra þjóða í skipulagningu Ólympíuleika. Þeir hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í íþróttahallir, samgöngumannvirki og tæknimál. Þegar Rússland sótti um að halda leikana árið 2007 sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að þeir myndu kosta um 1.400 milljarða króna, eða minna en Sumarólympíuleikarnir í London árið 2012 sem kostuðu um 1.600 milljarða. Nú lítur út fyrir að leikarnir í Sotsjí muni kosta tæpa sex þúsund milljarða króna. Fyrir vikið verða þeir dýrustu Ólympíuleikar sögunnar, enn dýrari en Sumarólympíuleikarnir í Peking 2008 sem kostuðu um fimm þúsund milljarða króna.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð HSÍ skiptir út merki sambandsins Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Feðgarnir slógust eftir leik Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki