Hleypur á tartani í reiðhöllinni á Króknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 06:00 Jóhann Björn, til vinstri, á góðum spretti í Laugardalshöllinni fyrr í mánuðinum. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson „Það kom mér á óvart að vinna en tíminn kom ekki á óvart. Ég átti von á því að fara undir sjö sekúndur. Mér fannst ég eiga það inni,“ segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Spretthlauparinn, sem verður nítján ára í næsta mánuði, kom, sá og sigraði í 60 metra hlaupinu á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Tíminn var 6,96 sekúndur sem er sá besti sem Íslendingur hefur náð í greininni frá 2009. „Ég var í hálskirtlatöku í jólafríinu og frá æfingum í tvær vikur. En það er nú bara þannig að þegar maður er frá í stuttan tíma þá kemur maður ferskur til baka. Það hafði því ekki mikil áhrif,“ segir Jóhann Björn sem kemur greinilega vel undan vetri. Jóhann Björn og félagar á Sauðárkróki æfa í reiðhöllinni þar í bæ og segir sá fótfrái aðstæðurnar fyrsta flokks. „Það er auðvitað miklu betra en að æfa úti í frostinu,“ segir Jóhann Björn en UMSS er með renninga með tartan undirlagi sem þeir leggja á gólfið. Svo brunar frjálsíþróttafólkið af Króknum einu sinni í viku í Varmahlíð og æfir með sveitungum sínum. „Þetta eru sex renningar þannig að ég get hlaupið sextíu metrana.“ Jóhann æfir undir leiðsögn Sigurðar Arnars Björnssonar og ber honum vel söguna. „Hann er búinn að gera mjög mikið fyrir mig og á mikinn þátt í því hvar ég er í dag,“ segir Jóhann. Athygli vakti að Jóhann Björn kom í mark á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni, jafnaldra sínum og Íslandsmeistara í 100 metra hlaupi í fyrra, sem æfir og keppir með Ungmennafélagi Akureyrar. „Ég hef unnið hann einu sinni áður,“ segir Jóhann. Hann bendir á að Kolbeinn sé sterkastur í lengri spretthlaupunum, 200 og 400 metrunum, en það séu greinar sem hann sjálfur eigi eftir að fínstilla. Jóhann Björn verður ekki á meðal keppenda á Stórmóti ÍR um helgina vegna eymsla í hné en mætir svo sterkur til leiks á Meistaramótið innanhúss um aðra helgi. „Þá langar mig að bæta mig enn þá meira,“ segir Jóhann Björn sem vinnur í því að bæta sig í ræsingunni. Þar sé hann of hægur. „Mig vantar meiri kraft og þarf að fínpússa það.“ Jóhann Björn var nýkominn úr skólanum þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í vikunni. Æfing var á dagskránni seinni partinn en áður en að því kom þurfti að skella sér í bændahlutverkið. „Ég er á leiðinni í fjárhúsin og hesthúsin fyrir pabba af því hann er veikur. Mamma og pabbi eru hobbíbændur með um tuttugu hesta og kindur,“ sagði Sauðkrækingurinn eldhress. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira
„Það kom mér á óvart að vinna en tíminn kom ekki á óvart. Ég átti von á því að fara undir sjö sekúndur. Mér fannst ég eiga það inni,“ segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Spretthlauparinn, sem verður nítján ára í næsta mánuði, kom, sá og sigraði í 60 metra hlaupinu á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Tíminn var 6,96 sekúndur sem er sá besti sem Íslendingur hefur náð í greininni frá 2009. „Ég var í hálskirtlatöku í jólafríinu og frá æfingum í tvær vikur. En það er nú bara þannig að þegar maður er frá í stuttan tíma þá kemur maður ferskur til baka. Það hafði því ekki mikil áhrif,“ segir Jóhann Björn sem kemur greinilega vel undan vetri. Jóhann Björn og félagar á Sauðárkróki æfa í reiðhöllinni þar í bæ og segir sá fótfrái aðstæðurnar fyrsta flokks. „Það er auðvitað miklu betra en að æfa úti í frostinu,“ segir Jóhann Björn en UMSS er með renninga með tartan undirlagi sem þeir leggja á gólfið. Svo brunar frjálsíþróttafólkið af Króknum einu sinni í viku í Varmahlíð og æfir með sveitungum sínum. „Þetta eru sex renningar þannig að ég get hlaupið sextíu metrana.“ Jóhann æfir undir leiðsögn Sigurðar Arnars Björnssonar og ber honum vel söguna. „Hann er búinn að gera mjög mikið fyrir mig og á mikinn þátt í því hvar ég er í dag,“ segir Jóhann. Athygli vakti að Jóhann Björn kom í mark á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni, jafnaldra sínum og Íslandsmeistara í 100 metra hlaupi í fyrra, sem æfir og keppir með Ungmennafélagi Akureyrar. „Ég hef unnið hann einu sinni áður,“ segir Jóhann. Hann bendir á að Kolbeinn sé sterkastur í lengri spretthlaupunum, 200 og 400 metrunum, en það séu greinar sem hann sjálfur eigi eftir að fínstilla. Jóhann Björn verður ekki á meðal keppenda á Stórmóti ÍR um helgina vegna eymsla í hné en mætir svo sterkur til leiks á Meistaramótið innanhúss um aðra helgi. „Þá langar mig að bæta mig enn þá meira,“ segir Jóhann Björn sem vinnur í því að bæta sig í ræsingunni. Þar sé hann of hægur. „Mig vantar meiri kraft og þarf að fínpússa það.“ Jóhann Björn var nýkominn úr skólanum þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í vikunni. Æfing var á dagskránni seinni partinn en áður en að því kom þurfti að skella sér í bændahlutverkið. „Ég er á leiðinni í fjárhúsin og hesthúsin fyrir pabba af því hann er veikur. Mamma og pabbi eru hobbíbændur með um tuttugu hesta og kindur,“ sagði Sauðkrækingurinn eldhress.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira