Hleypur á tartani í reiðhöllinni á Króknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 06:00 Jóhann Björn, til vinstri, á góðum spretti í Laugardalshöllinni fyrr í mánuðinum. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson „Það kom mér á óvart að vinna en tíminn kom ekki á óvart. Ég átti von á því að fara undir sjö sekúndur. Mér fannst ég eiga það inni,“ segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Spretthlauparinn, sem verður nítján ára í næsta mánuði, kom, sá og sigraði í 60 metra hlaupinu á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Tíminn var 6,96 sekúndur sem er sá besti sem Íslendingur hefur náð í greininni frá 2009. „Ég var í hálskirtlatöku í jólafríinu og frá æfingum í tvær vikur. En það er nú bara þannig að þegar maður er frá í stuttan tíma þá kemur maður ferskur til baka. Það hafði því ekki mikil áhrif,“ segir Jóhann Björn sem kemur greinilega vel undan vetri. Jóhann Björn og félagar á Sauðárkróki æfa í reiðhöllinni þar í bæ og segir sá fótfrái aðstæðurnar fyrsta flokks. „Það er auðvitað miklu betra en að æfa úti í frostinu,“ segir Jóhann Björn en UMSS er með renninga með tartan undirlagi sem þeir leggja á gólfið. Svo brunar frjálsíþróttafólkið af Króknum einu sinni í viku í Varmahlíð og æfir með sveitungum sínum. „Þetta eru sex renningar þannig að ég get hlaupið sextíu metrana.“ Jóhann æfir undir leiðsögn Sigurðar Arnars Björnssonar og ber honum vel söguna. „Hann er búinn að gera mjög mikið fyrir mig og á mikinn þátt í því hvar ég er í dag,“ segir Jóhann. Athygli vakti að Jóhann Björn kom í mark á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni, jafnaldra sínum og Íslandsmeistara í 100 metra hlaupi í fyrra, sem æfir og keppir með Ungmennafélagi Akureyrar. „Ég hef unnið hann einu sinni áður,“ segir Jóhann. Hann bendir á að Kolbeinn sé sterkastur í lengri spretthlaupunum, 200 og 400 metrunum, en það séu greinar sem hann sjálfur eigi eftir að fínstilla. Jóhann Björn verður ekki á meðal keppenda á Stórmóti ÍR um helgina vegna eymsla í hné en mætir svo sterkur til leiks á Meistaramótið innanhúss um aðra helgi. „Þá langar mig að bæta mig enn þá meira,“ segir Jóhann Björn sem vinnur í því að bæta sig í ræsingunni. Þar sé hann of hægur. „Mig vantar meiri kraft og þarf að fínpússa það.“ Jóhann Björn var nýkominn úr skólanum þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í vikunni. Æfing var á dagskránni seinni partinn en áður en að því kom þurfti að skella sér í bændahlutverkið. „Ég er á leiðinni í fjárhúsin og hesthúsin fyrir pabba af því hann er veikur. Mamma og pabbi eru hobbíbændur með um tuttugu hesta og kindur,“ sagði Sauðkrækingurinn eldhress. Frjálsar íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira
„Það kom mér á óvart að vinna en tíminn kom ekki á óvart. Ég átti von á því að fara undir sjö sekúndur. Mér fannst ég eiga það inni,“ segir Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar. Spretthlauparinn, sem verður nítján ára í næsta mánuði, kom, sá og sigraði í 60 metra hlaupinu á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Tíminn var 6,96 sekúndur sem er sá besti sem Íslendingur hefur náð í greininni frá 2009. „Ég var í hálskirtlatöku í jólafríinu og frá æfingum í tvær vikur. En það er nú bara þannig að þegar maður er frá í stuttan tíma þá kemur maður ferskur til baka. Það hafði því ekki mikil áhrif,“ segir Jóhann Björn sem kemur greinilega vel undan vetri. Jóhann Björn og félagar á Sauðárkróki æfa í reiðhöllinni þar í bæ og segir sá fótfrái aðstæðurnar fyrsta flokks. „Það er auðvitað miklu betra en að æfa úti í frostinu,“ segir Jóhann Björn en UMSS er með renninga með tartan undirlagi sem þeir leggja á gólfið. Svo brunar frjálsíþróttafólkið af Króknum einu sinni í viku í Varmahlíð og æfir með sveitungum sínum. „Þetta eru sex renningar þannig að ég get hlaupið sextíu metrana.“ Jóhann æfir undir leiðsögn Sigurðar Arnars Björnssonar og ber honum vel söguna. „Hann er búinn að gera mjög mikið fyrir mig og á mikinn þátt í því hvar ég er í dag,“ segir Jóhann. Athygli vakti að Jóhann Björn kom í mark á undan Kolbeini Heði Gunnarssyni, jafnaldra sínum og Íslandsmeistara í 100 metra hlaupi í fyrra, sem æfir og keppir með Ungmennafélagi Akureyrar. „Ég hef unnið hann einu sinni áður,“ segir Jóhann. Hann bendir á að Kolbeinn sé sterkastur í lengri spretthlaupunum, 200 og 400 metrunum, en það séu greinar sem hann sjálfur eigi eftir að fínstilla. Jóhann Björn verður ekki á meðal keppenda á Stórmóti ÍR um helgina vegna eymsla í hné en mætir svo sterkur til leiks á Meistaramótið innanhúss um aðra helgi. „Þá langar mig að bæta mig enn þá meira,“ segir Jóhann Björn sem vinnur í því að bæta sig í ræsingunni. Þar sé hann of hægur. „Mig vantar meiri kraft og þarf að fínpússa það.“ Jóhann Björn var nýkominn úr skólanum þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í vikunni. Æfing var á dagskránni seinni partinn en áður en að því kom þurfti að skella sér í bændahlutverkið. „Ég er á leiðinni í fjárhúsin og hesthúsin fyrir pabba af því hann er veikur. Mamma og pabbi eru hobbíbændur með um tuttugu hesta og kindur,“ sagði Sauðkrækingurinn eldhress.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira