Vilja Latabæ til Kína Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. janúar 2014 12:00 Hér stillir hluti af þeim 30 börnum, sem stigu á svið með Latabæ, sér upp með Íþróttaálfinum og Sollu stirðu. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og kynningarmála hjá Latabæ, staðfestir að áhugi sé fyrir því á annarri stærstu sjónvarpstöð í Kína, Beijing TV, að taka Latabæ til sýninga þar í landi. Ljóst er að áhorfendahópurinn myndi stækka verulega ef af því yrði, en stöðin nær til yfir 300 milljón manna. „Þetta kom allt þannig til að það var starfsmaður frá Beijing TV á Íslandi að kynna sér land og þjóð. Hann kom í heimsókn í Latabæ og leist vel á. Þannig bauð hann okkur að taka þátt í nýárshátíð sem þeir sýna árlega og þaðan fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Hallgrímur. „Þeir hafa áhuga á efninu, en það er ekkert í hendi, það þarf oft að laga efnið að kínverskum áhorfendum,“ segir hann og bætir við:Íþróttaálfurinn og Solla á sviðinu í Peking.„Það er hægara sagt en gert að fá svona nokkuð í gegn í Kína, enda þarf allt erlent efni að fá samþykki hjá miðstýrðri ríkisstjórn. Utanríkisráðuneytið hefur verið okkur gífurlega hjálpsamt í þessum efnum.“ Sex manna teymi frá Latabæ fór til Kína fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að taka upp atriði í nýársþætti kínverska sjónvarpsins. „Þetta er svona nýárshátíð Beijing TV sem er önnur stærsta stöð Kína,“ segir Hallgrímur, sem var með í för. „Það var mikil umfjöllun um Ísland í þessum þætti en hundruð milljóna Kínverja munu ná þessari útsendingu,“ segir Hallgrímur jafnframt. Kínversku áramótin eru haldin hátíðleg í lok janúar. „Í okkar atriði léku Solla stirða og Íþróttaálfurinn, og um það bil þrjátíu börn af svæðinu,“ segir Hallgrímur, og bætir við að það hafi verið mikið af flottum atriðum í þættinum. „Frá Bretlandi kom James Blunt og tók lagið, svo dæmi sé tekið,“ útskýrir hann og segir teymið frá Latabæ ekki hafa fengið sæti í áhorfendasalnum, svo mikið hafi verið af fólki. „Þetta var ótrúlega flott. Allir í salnum tóku þátt í atriðinu og svo kom Ragnar Baldursson diplómat og talaði um Ísland – þetta var gríðarleg landkynning,“ segir Hallgrímur.Tina Lang, Hallgrímur Kristinsson, Chloe Lang, James Royce Edwards, Guðmundur Magnason og Hrefna Björk Sverrisdóttir.Íþróttaálfurinn og Solla stirða með kínverskum túlkum sem fylgdu þeim hvert fótmál. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Joe Cocker látinn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og kynningarmála hjá Latabæ, staðfestir að áhugi sé fyrir því á annarri stærstu sjónvarpstöð í Kína, Beijing TV, að taka Latabæ til sýninga þar í landi. Ljóst er að áhorfendahópurinn myndi stækka verulega ef af því yrði, en stöðin nær til yfir 300 milljón manna. „Þetta kom allt þannig til að það var starfsmaður frá Beijing TV á Íslandi að kynna sér land og þjóð. Hann kom í heimsókn í Latabæ og leist vel á. Þannig bauð hann okkur að taka þátt í nýárshátíð sem þeir sýna árlega og þaðan fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Hallgrímur. „Þeir hafa áhuga á efninu, en það er ekkert í hendi, það þarf oft að laga efnið að kínverskum áhorfendum,“ segir hann og bætir við:Íþróttaálfurinn og Solla á sviðinu í Peking.„Það er hægara sagt en gert að fá svona nokkuð í gegn í Kína, enda þarf allt erlent efni að fá samþykki hjá miðstýrðri ríkisstjórn. Utanríkisráðuneytið hefur verið okkur gífurlega hjálpsamt í þessum efnum.“ Sex manna teymi frá Latabæ fór til Kína fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að taka upp atriði í nýársþætti kínverska sjónvarpsins. „Þetta er svona nýárshátíð Beijing TV sem er önnur stærsta stöð Kína,“ segir Hallgrímur, sem var með í för. „Það var mikil umfjöllun um Ísland í þessum þætti en hundruð milljóna Kínverja munu ná þessari útsendingu,“ segir Hallgrímur jafnframt. Kínversku áramótin eru haldin hátíðleg í lok janúar. „Í okkar atriði léku Solla stirða og Íþróttaálfurinn, og um það bil þrjátíu börn af svæðinu,“ segir Hallgrímur, og bætir við að það hafi verið mikið af flottum atriðum í þættinum. „Frá Bretlandi kom James Blunt og tók lagið, svo dæmi sé tekið,“ útskýrir hann og segir teymið frá Latabæ ekki hafa fengið sæti í áhorfendasalnum, svo mikið hafi verið af fólki. „Þetta var ótrúlega flott. Allir í salnum tóku þátt í atriðinu og svo kom Ragnar Baldursson diplómat og talaði um Ísland – þetta var gríðarleg landkynning,“ segir Hallgrímur.Tina Lang, Hallgrímur Kristinsson, Chloe Lang, James Royce Edwards, Guðmundur Magnason og Hrefna Björk Sverrisdóttir.Íþróttaálfurinn og Solla stirða með kínverskum túlkum sem fylgdu þeim hvert fótmál.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Joe Cocker látinn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Sjá meira