Íslenskur leikstjóri gerir skrímslaþátt í Japan Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. janúar 2014 10:45 Arró þarf að hafa túlk með sér í vinnunni í Japan. mynd/einkasafn „Ég vann við tökur á japanskri kvikmynd síðasta vor og framleiðandi myndarinnar hafði samband við mig og stakk upp á því að ég kynnti hugmyndir mínar að þáttum fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu,“ segir Arró Stefánsson leikstjóri. Hann vinnur nú að framleiðslu prufuþáttar sem verður sýndur í Japan í maí og mun almenningur síðan kjósa um hvort þátturinn verði að þáttaröð. „Þátturinn heitir Monster Clean Up Crew. Í honum sýnum við heim sem hefur lifað af árás skrímsla. Sérstakt fyrirtæki hefur það hlutverk að halda skrímslunum í skefjum í neðanjarðarbyrgi undir Tókýóborg. Í bankahruninu í Japan fer fyrirtækið svo á hausinn og skrímslin sleppa. Þátturinn fjallar svo um baráttuna við að ná þessum skrímslum aftur,“ útskýrir Arró. Hann skrifaði handritið ásamt bandarískum vini sínum og var þetta ein af mörgum hugmyndum sem hann kynnti fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu. Arró vinnur nú hörðum höndum að því að ljúka öllum verkum fyrir tökur sem hefjast í lok mánaðarins. „Við erum á fullu í undirbúningi. Við erum að velja leikara og fleira. Annars er mjög sérstakt að vinna hérna, því fáir tala ensku. Ég þarf að hafa túlk með mér hvert sem ég fer þegar ég er að vinna,“ segir Arró. Hann hefur unnið að ýmsum verkefnum á Íslandi og segir margt svipað með því að vinna hér á landi og í Japan. „Þegar tökur hefjast er þetta rosalega svipað. En fyrir utan tökustaðinn er allt miklu formlegra í Japan, enda byggist japönsk menning á hefðum.“ Arró nýtur annars lífsins í Japan. „Ég flakka mikið á milli Japans og Íslands. Fjölskyldan mín flutti hingað fyrir fimm árum og bróðir minn er í háskóla hér í Japan. Hér er fullt af tækifærum fyrir mig en ég get aldrei slitið mig almennilega frá Íslandi og finnst gott að vera á báðum stöðum.“ Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Sjá meira
„Ég vann við tökur á japanskri kvikmynd síðasta vor og framleiðandi myndarinnar hafði samband við mig og stakk upp á því að ég kynnti hugmyndir mínar að þáttum fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu,“ segir Arró Stefánsson leikstjóri. Hann vinnur nú að framleiðslu prufuþáttar sem verður sýndur í Japan í maí og mun almenningur síðan kjósa um hvort þátturinn verði að þáttaröð. „Þátturinn heitir Monster Clean Up Crew. Í honum sýnum við heim sem hefur lifað af árás skrímsla. Sérstakt fyrirtæki hefur það hlutverk að halda skrímslunum í skefjum í neðanjarðarbyrgi undir Tókýóborg. Í bankahruninu í Japan fer fyrirtækið svo á hausinn og skrímslin sleppa. Þátturinn fjallar svo um baráttuna við að ná þessum skrímslum aftur,“ útskýrir Arró. Hann skrifaði handritið ásamt bandarískum vini sínum og var þetta ein af mörgum hugmyndum sem hann kynnti fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu. Arró vinnur nú hörðum höndum að því að ljúka öllum verkum fyrir tökur sem hefjast í lok mánaðarins. „Við erum á fullu í undirbúningi. Við erum að velja leikara og fleira. Annars er mjög sérstakt að vinna hérna, því fáir tala ensku. Ég þarf að hafa túlk með mér hvert sem ég fer þegar ég er að vinna,“ segir Arró. Hann hefur unnið að ýmsum verkefnum á Íslandi og segir margt svipað með því að vinna hér á landi og í Japan. „Þegar tökur hefjast er þetta rosalega svipað. En fyrir utan tökustaðinn er allt miklu formlegra í Japan, enda byggist japönsk menning á hefðum.“ Arró nýtur annars lífsins í Japan. „Ég flakka mikið á milli Japans og Íslands. Fjölskyldan mín flutti hingað fyrir fimm árum og bróðir minn er í háskóla hér í Japan. Hér er fullt af tækifærum fyrir mig en ég get aldrei slitið mig almennilega frá Íslandi og finnst gott að vera á báðum stöðum.“
Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Sjá meira