Lífið

Ævintýrið Vinir í Valhöll í spjaldtölvuna fyrir krakka

Marín Manda skrifar
Bjarni Einarsson, Helgi Friðgeirsson og Karítas Gunnarsdóttir.
Bjarni Einarsson, Helgi Friðgeirsson og Karítas Gunnarsdóttir.
Bjarni Einarsson og Helgi Friðgeirsson skrifuðu smásöguseríuna, Vinir í Valhöll fyrir spjaldtölvur en Karítas Gunnarsdóttir myndskreytti.

„Við Helgi ákváðum að skrifa sögu fyrir börn og tengja hana við norræna goðafræði en mörg börn hafa heyrt af Þór og Loka. Okkur fannst vera kominn tími til að sækja innblástur í okkar eigin menningarheim.“ segir Bjarni Einarsson. Bjarni og Helgi reka útgáfufyrirtækið Orthus Entertainment og hafa áður gefið út níu ævintýri fyrir spjaldtölvur, þar á meðal Grimms ævintýri.

Ævintýrin hafa fengið góð ummæli en þau voru frumlega og skemmtilega myndskreytt af ungum íslenskum listamönnum. „Við kynntumst Karítas Gunnarsdóttur gegnum kærustu mína og komumst fljótlega að því að þrátt fyrir ungan aldur hefur Karítas einstakan og skemmtilegan stíl sem hentar þessari sögu. Ari Eldjárn fullkomnar svo verkið með frábærum lestri.“

Þríeykið leitar nú eftir stuðningi til að klára verkefnið, Vinir í Valhöll, hér á vefsíðunni Karolinafund.com

Þar geta bæði almenningur og fyrirtæki stutt við ný verkefni og sprotaverkefni sem þykja athyglisverð eða mikilvæg. „Framboðið af íslensku efni er takmarkað í tölvuheimum og eftir að spjaldtölvan rataði í kjöltu barnanna er mjög mikilvægt að auka framboð af slíku barnaefni. Því erum við að biðja fólk um að hjálpa okkur að klára verkefnið og jafnvel að koma öðrum af stað.“

Vinir í Valhöll from Karolina Fund on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.