„Þjálfarann virðist skorta traust á mér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2014 10:15 Þórir Ólafsson er mögulega á leið frá Póllandi. fréttablaðið/stefán Þórir Ólafsson fór mikinn með íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Þýskalandi um liðna helgi. Selfyssingurinn 34 ára var næstmarkahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hafa verið hvíldur í lokaleiknum gegn Þjóðverjum vegna minniháttar meiðsla. Fjarvera Þóris og fleiri lykilmanna var augljós í stóru tapi. Þórir spilar með KS Vive Kielce í Póllandi og hefur gert undanfarin tvö og hálft ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. „Maður er farinn að líta í kringum sig. Það bíða margir eftir EM og ég held að það sé ekki mikið að fara að gerast fyrir mótið,“ segir hornamaðurinn örvhenti. Hann lítur á mótið sem glugga fyrir sig til að minna á sig. „Klárlega. Ég vonast til þess að ganga frá mínum málum sem fyrst eftir mótið sama hvar það verður,“ segir Þórir. Okkar maður á í mikilli samkeppni um stöðu í liðinu því landsliðsmaður Króata, Ivan Cupic, er einnig á mála hjá félaginu. „Ég hef spilað minna í Meistaradeildinni en í staðinn spilað kannski 45-60 mínútur í deildinni,“ segir Þórir sem spilaði mikið í desembermánuði. „Það hefði verið gaman að spila meira í Meistaradeildinni en þjálfarann virðist skorta traust á mér. Það verður að finna út úr því.“ Þjálfari Þóris hjá pólska liðinu er Bogdan Wenta, einn besti leikmaður Pólverja frá upphafi, sem síðar spilaði einnig með landsliði Þjóðverja. Kielce hefur orðið pólskur meistari undanfarin tvö ár og trónir á toppi deildarinnar eftir þrettán umferðir með jafn marga sigra. Liðið hefur þriggja stiga forskot á erkifjendurna í Wisla Pock en liðin tvö hafa verið í sérflokki undanfarin ár. „Útlendingum í deildinni er þó að fjölga og bæði spænskur og sænskur þjálfari kominn inn í deildina. Mér sýnist deildin því aðeins vera á uppleið og liðin í kring að styrkja sig,“ segir Þórir. Aðspurður um pólskukunnáttuna segist Þórir ekki hafa verið duglegur að læra en geti þó vel bjargað sér. „Það eru margir ánægðir með hvað ég kann en ég gæti verið búinn að læra meira hefði ég farið í skóla.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Sport Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Þórir Ólafsson fór mikinn með íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Þýskalandi um liðna helgi. Selfyssingurinn 34 ára var næstmarkahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hafa verið hvíldur í lokaleiknum gegn Þjóðverjum vegna minniháttar meiðsla. Fjarvera Þóris og fleiri lykilmanna var augljós í stóru tapi. Þórir spilar með KS Vive Kielce í Póllandi og hefur gert undanfarin tvö og hálft ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. „Maður er farinn að líta í kringum sig. Það bíða margir eftir EM og ég held að það sé ekki mikið að fara að gerast fyrir mótið,“ segir hornamaðurinn örvhenti. Hann lítur á mótið sem glugga fyrir sig til að minna á sig. „Klárlega. Ég vonast til þess að ganga frá mínum málum sem fyrst eftir mótið sama hvar það verður,“ segir Þórir. Okkar maður á í mikilli samkeppni um stöðu í liðinu því landsliðsmaður Króata, Ivan Cupic, er einnig á mála hjá félaginu. „Ég hef spilað minna í Meistaradeildinni en í staðinn spilað kannski 45-60 mínútur í deildinni,“ segir Þórir sem spilaði mikið í desembermánuði. „Það hefði verið gaman að spila meira í Meistaradeildinni en þjálfarann virðist skorta traust á mér. Það verður að finna út úr því.“ Þjálfari Þóris hjá pólska liðinu er Bogdan Wenta, einn besti leikmaður Pólverja frá upphafi, sem síðar spilaði einnig með landsliði Þjóðverja. Kielce hefur orðið pólskur meistari undanfarin tvö ár og trónir á toppi deildarinnar eftir þrettán umferðir með jafn marga sigra. Liðið hefur þriggja stiga forskot á erkifjendurna í Wisla Pock en liðin tvö hafa verið í sérflokki undanfarin ár. „Útlendingum í deildinni er þó að fjölga og bæði spænskur og sænskur þjálfari kominn inn í deildina. Mér sýnist deildin því aðeins vera á uppleið og liðin í kring að styrkja sig,“ segir Þórir. Aðspurður um pólskukunnáttuna segist Þórir ekki hafa verið duglegur að læra en geti þó vel bjargað sér. „Það eru margir ánægðir með hvað ég kann en ég gæti verið búinn að læra meira hefði ég farið í skóla.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Sport Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira