Kynjaskekkja í Skaupinu 3. janúar 2014 08:00 Kristófer Dignus leikstýrði Áramótaskaupinu og var einnig meðal handritshöfunda. Fréttablaðið/Stefán „Of mikil áhersla var á nokkra karlleikara og almennt voru stelpur í frekar uppburðarlitlum hlutverkum,“ skrifar Ragnar Þór Pétursson í bloggfærslu um Áramótaskaupið. Hann segir að í Skaupinu hafi verið „fá kvenhlutverk og flest frekar fígúruleg“. Fréttablaðið taldi talandi kven- og karlhlutverk í þættinum og fékk út að karlar hefðu verið í um tvöfalt fleiri hlutverkum en konur. Karlhöfundar Áramótaskaupsins voru líka tvöfalt fleiri en kvenhöfundar. Hins vegar stenst Áramótaskaupið Bechdel-prófið. Kvikmynd eða sjónvarpsþáttur stenst Bechdel-prófið ef tvær kvenpersónur tala saman um eitthvað annað en karlmenn að minnsta kosti einu sinni. Fáar kvikmyndir standast Bechdel-prófið. Fréttablaðið hafði samband við Kristófer Dignus, leikstjóra Áramótaskaupsins, og spurði hvort eitthvað hefði verið hugsað um kynjahlutföll við gerð þáttarins. „Ég pæli aldrei í svona málum. Ég er bara að reyna að búa til fyndið Skaup. Fyrsta manneskjan sem sést í Skaupinu er kona. Maður er að hugsa um allt aðra hluti en kynjahlutföll þegar maður er að gera grín. Ég vil hins vegar benda fólki sem er að gagnrýna þetta á að þegar Steindi fór til himna tók Guð á móti honum og Guð var svört kona,“ segir Kristófer. Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, hefði viljað að handritshöfundar Áramótaskaupsins væru meðvitaðri um stöðu kvenna. „Hlutfallið í Skaupinu var ekki svo fjarri hlutföllum viðmælenda í fjölmiðlum, en samkvæmt fjölmiðlaverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu eru karlar um 70 prósent viðmælenda í ljósvakaþáttum og í fréttum, á meðan kvenkyns viðmælendur eru 30 prósent. Þetta var mælt á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013,“ segir Steinunn. „Þessi skekkta mynd berst víða og meðal annars í Áramótaskaupið. Svo er oft gert grín í Skaupinu að valdamiklum aðilum í samfélaginu – sem eru oftar karlar. Konur voru samt að gera fullt af hlutum á árinu sem eru bæði fyndnir og hægt er að gera grín að – að ég tali ekki um þær ádeilur sem hægt er að gera á kynjamisrétti í samfélaginu. Auðvitað er erfitt að gera öllum til geðs í Skaupinu. En það væri óskandi að höfundar hefðu verið aðeins meðvitaðri um að myndin er skekkt og það er okkar allra að rétta hana eins og við mögulega getum. Við berum öll ábyrgð á að laga skekkjuna,“ bætir Steinunn við. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Of mikil áhersla var á nokkra karlleikara og almennt voru stelpur í frekar uppburðarlitlum hlutverkum,“ skrifar Ragnar Þór Pétursson í bloggfærslu um Áramótaskaupið. Hann segir að í Skaupinu hafi verið „fá kvenhlutverk og flest frekar fígúruleg“. Fréttablaðið taldi talandi kven- og karlhlutverk í þættinum og fékk út að karlar hefðu verið í um tvöfalt fleiri hlutverkum en konur. Karlhöfundar Áramótaskaupsins voru líka tvöfalt fleiri en kvenhöfundar. Hins vegar stenst Áramótaskaupið Bechdel-prófið. Kvikmynd eða sjónvarpsþáttur stenst Bechdel-prófið ef tvær kvenpersónur tala saman um eitthvað annað en karlmenn að minnsta kosti einu sinni. Fáar kvikmyndir standast Bechdel-prófið. Fréttablaðið hafði samband við Kristófer Dignus, leikstjóra Áramótaskaupsins, og spurði hvort eitthvað hefði verið hugsað um kynjahlutföll við gerð þáttarins. „Ég pæli aldrei í svona málum. Ég er bara að reyna að búa til fyndið Skaup. Fyrsta manneskjan sem sést í Skaupinu er kona. Maður er að hugsa um allt aðra hluti en kynjahlutföll þegar maður er að gera grín. Ég vil hins vegar benda fólki sem er að gagnrýna þetta á að þegar Steindi fór til himna tók Guð á móti honum og Guð var svört kona,“ segir Kristófer. Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, hefði viljað að handritshöfundar Áramótaskaupsins væru meðvitaðri um stöðu kvenna. „Hlutfallið í Skaupinu var ekki svo fjarri hlutföllum viðmælenda í fjölmiðlum, en samkvæmt fjölmiðlaverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu eru karlar um 70 prósent viðmælenda í ljósvakaþáttum og í fréttum, á meðan kvenkyns viðmælendur eru 30 prósent. Þetta var mælt á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013,“ segir Steinunn. „Þessi skekkta mynd berst víða og meðal annars í Áramótaskaupið. Svo er oft gert grín í Skaupinu að valdamiklum aðilum í samfélaginu – sem eru oftar karlar. Konur voru samt að gera fullt af hlutum á árinu sem eru bæði fyndnir og hægt er að gera grín að – að ég tali ekki um þær ádeilur sem hægt er að gera á kynjamisrétti í samfélaginu. Auðvitað er erfitt að gera öllum til geðs í Skaupinu. En það væri óskandi að höfundar hefðu verið aðeins meðvitaðri um að myndin er skekkt og það er okkar allra að rétta hana eins og við mögulega getum. Við berum öll ábyrgð á að laga skekkjuna,“ bætir Steinunn við.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira