Kynjaskekkja í Skaupinu 3. janúar 2014 08:00 Kristófer Dignus leikstýrði Áramótaskaupinu og var einnig meðal handritshöfunda. Fréttablaðið/Stefán „Of mikil áhersla var á nokkra karlleikara og almennt voru stelpur í frekar uppburðarlitlum hlutverkum,“ skrifar Ragnar Þór Pétursson í bloggfærslu um Áramótaskaupið. Hann segir að í Skaupinu hafi verið „fá kvenhlutverk og flest frekar fígúruleg“. Fréttablaðið taldi talandi kven- og karlhlutverk í þættinum og fékk út að karlar hefðu verið í um tvöfalt fleiri hlutverkum en konur. Karlhöfundar Áramótaskaupsins voru líka tvöfalt fleiri en kvenhöfundar. Hins vegar stenst Áramótaskaupið Bechdel-prófið. Kvikmynd eða sjónvarpsþáttur stenst Bechdel-prófið ef tvær kvenpersónur tala saman um eitthvað annað en karlmenn að minnsta kosti einu sinni. Fáar kvikmyndir standast Bechdel-prófið. Fréttablaðið hafði samband við Kristófer Dignus, leikstjóra Áramótaskaupsins, og spurði hvort eitthvað hefði verið hugsað um kynjahlutföll við gerð þáttarins. „Ég pæli aldrei í svona málum. Ég er bara að reyna að búa til fyndið Skaup. Fyrsta manneskjan sem sést í Skaupinu er kona. Maður er að hugsa um allt aðra hluti en kynjahlutföll þegar maður er að gera grín. Ég vil hins vegar benda fólki sem er að gagnrýna þetta á að þegar Steindi fór til himna tók Guð á móti honum og Guð var svört kona,“ segir Kristófer. Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, hefði viljað að handritshöfundar Áramótaskaupsins væru meðvitaðri um stöðu kvenna. „Hlutfallið í Skaupinu var ekki svo fjarri hlutföllum viðmælenda í fjölmiðlum, en samkvæmt fjölmiðlaverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu eru karlar um 70 prósent viðmælenda í ljósvakaþáttum og í fréttum, á meðan kvenkyns viðmælendur eru 30 prósent. Þetta var mælt á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013,“ segir Steinunn. „Þessi skekkta mynd berst víða og meðal annars í Áramótaskaupið. Svo er oft gert grín í Skaupinu að valdamiklum aðilum í samfélaginu – sem eru oftar karlar. Konur voru samt að gera fullt af hlutum á árinu sem eru bæði fyndnir og hægt er að gera grín að – að ég tali ekki um þær ádeilur sem hægt er að gera á kynjamisrétti í samfélaginu. Auðvitað er erfitt að gera öllum til geðs í Skaupinu. En það væri óskandi að höfundar hefðu verið aðeins meðvitaðri um að myndin er skekkt og það er okkar allra að rétta hana eins og við mögulega getum. Við berum öll ábyrgð á að laga skekkjuna,“ bætir Steinunn við. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Of mikil áhersla var á nokkra karlleikara og almennt voru stelpur í frekar uppburðarlitlum hlutverkum,“ skrifar Ragnar Þór Pétursson í bloggfærslu um Áramótaskaupið. Hann segir að í Skaupinu hafi verið „fá kvenhlutverk og flest frekar fígúruleg“. Fréttablaðið taldi talandi kven- og karlhlutverk í þættinum og fékk út að karlar hefðu verið í um tvöfalt fleiri hlutverkum en konur. Karlhöfundar Áramótaskaupsins voru líka tvöfalt fleiri en kvenhöfundar. Hins vegar stenst Áramótaskaupið Bechdel-prófið. Kvikmynd eða sjónvarpsþáttur stenst Bechdel-prófið ef tvær kvenpersónur tala saman um eitthvað annað en karlmenn að minnsta kosti einu sinni. Fáar kvikmyndir standast Bechdel-prófið. Fréttablaðið hafði samband við Kristófer Dignus, leikstjóra Áramótaskaupsins, og spurði hvort eitthvað hefði verið hugsað um kynjahlutföll við gerð þáttarins. „Ég pæli aldrei í svona málum. Ég er bara að reyna að búa til fyndið Skaup. Fyrsta manneskjan sem sést í Skaupinu er kona. Maður er að hugsa um allt aðra hluti en kynjahlutföll þegar maður er að gera grín. Ég vil hins vegar benda fólki sem er að gagnrýna þetta á að þegar Steindi fór til himna tók Guð á móti honum og Guð var svört kona,“ segir Kristófer. Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, hefði viljað að handritshöfundar Áramótaskaupsins væru meðvitaðri um stöðu kvenna. „Hlutfallið í Skaupinu var ekki svo fjarri hlutföllum viðmælenda í fjölmiðlum, en samkvæmt fjölmiðlaverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu eru karlar um 70 prósent viðmælenda í ljósvakaþáttum og í fréttum, á meðan kvenkyns viðmælendur eru 30 prósent. Þetta var mælt á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013,“ segir Steinunn. „Þessi skekkta mynd berst víða og meðal annars í Áramótaskaupið. Svo er oft gert grín í Skaupinu að valdamiklum aðilum í samfélaginu – sem eru oftar karlar. Konur voru samt að gera fullt af hlutum á árinu sem eru bæði fyndnir og hægt er að gera grín að – að ég tali ekki um þær ádeilur sem hægt er að gera á kynjamisrétti í samfélaginu. Auðvitað er erfitt að gera öllum til geðs í Skaupinu. En það væri óskandi að höfundar hefðu verið aðeins meðvitaðri um að myndin er skekkt og það er okkar allra að rétta hana eins og við mögulega getum. Við berum öll ábyrgð á að laga skekkjuna,“ bætir Steinunn við.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira