Kynjaskekkja í Skaupinu 3. janúar 2014 08:00 Kristófer Dignus leikstýrði Áramótaskaupinu og var einnig meðal handritshöfunda. Fréttablaðið/Stefán „Of mikil áhersla var á nokkra karlleikara og almennt voru stelpur í frekar uppburðarlitlum hlutverkum,“ skrifar Ragnar Þór Pétursson í bloggfærslu um Áramótaskaupið. Hann segir að í Skaupinu hafi verið „fá kvenhlutverk og flest frekar fígúruleg“. Fréttablaðið taldi talandi kven- og karlhlutverk í þættinum og fékk út að karlar hefðu verið í um tvöfalt fleiri hlutverkum en konur. Karlhöfundar Áramótaskaupsins voru líka tvöfalt fleiri en kvenhöfundar. Hins vegar stenst Áramótaskaupið Bechdel-prófið. Kvikmynd eða sjónvarpsþáttur stenst Bechdel-prófið ef tvær kvenpersónur tala saman um eitthvað annað en karlmenn að minnsta kosti einu sinni. Fáar kvikmyndir standast Bechdel-prófið. Fréttablaðið hafði samband við Kristófer Dignus, leikstjóra Áramótaskaupsins, og spurði hvort eitthvað hefði verið hugsað um kynjahlutföll við gerð þáttarins. „Ég pæli aldrei í svona málum. Ég er bara að reyna að búa til fyndið Skaup. Fyrsta manneskjan sem sést í Skaupinu er kona. Maður er að hugsa um allt aðra hluti en kynjahlutföll þegar maður er að gera grín. Ég vil hins vegar benda fólki sem er að gagnrýna þetta á að þegar Steindi fór til himna tók Guð á móti honum og Guð var svört kona,“ segir Kristófer. Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, hefði viljað að handritshöfundar Áramótaskaupsins væru meðvitaðri um stöðu kvenna. „Hlutfallið í Skaupinu var ekki svo fjarri hlutföllum viðmælenda í fjölmiðlum, en samkvæmt fjölmiðlaverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu eru karlar um 70 prósent viðmælenda í ljósvakaþáttum og í fréttum, á meðan kvenkyns viðmælendur eru 30 prósent. Þetta var mælt á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013,“ segir Steinunn. „Þessi skekkta mynd berst víða og meðal annars í Áramótaskaupið. Svo er oft gert grín í Skaupinu að valdamiklum aðilum í samfélaginu – sem eru oftar karlar. Konur voru samt að gera fullt af hlutum á árinu sem eru bæði fyndnir og hægt er að gera grín að – að ég tali ekki um þær ádeilur sem hægt er að gera á kynjamisrétti í samfélaginu. Auðvitað er erfitt að gera öllum til geðs í Skaupinu. En það væri óskandi að höfundar hefðu verið aðeins meðvitaðri um að myndin er skekkt og það er okkar allra að rétta hana eins og við mögulega getum. Við berum öll ábyrgð á að laga skekkjuna,“ bætir Steinunn við. Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
„Of mikil áhersla var á nokkra karlleikara og almennt voru stelpur í frekar uppburðarlitlum hlutverkum,“ skrifar Ragnar Þór Pétursson í bloggfærslu um Áramótaskaupið. Hann segir að í Skaupinu hafi verið „fá kvenhlutverk og flest frekar fígúruleg“. Fréttablaðið taldi talandi kven- og karlhlutverk í þættinum og fékk út að karlar hefðu verið í um tvöfalt fleiri hlutverkum en konur. Karlhöfundar Áramótaskaupsins voru líka tvöfalt fleiri en kvenhöfundar. Hins vegar stenst Áramótaskaupið Bechdel-prófið. Kvikmynd eða sjónvarpsþáttur stenst Bechdel-prófið ef tvær kvenpersónur tala saman um eitthvað annað en karlmenn að minnsta kosti einu sinni. Fáar kvikmyndir standast Bechdel-prófið. Fréttablaðið hafði samband við Kristófer Dignus, leikstjóra Áramótaskaupsins, og spurði hvort eitthvað hefði verið hugsað um kynjahlutföll við gerð þáttarins. „Ég pæli aldrei í svona málum. Ég er bara að reyna að búa til fyndið Skaup. Fyrsta manneskjan sem sést í Skaupinu er kona. Maður er að hugsa um allt aðra hluti en kynjahlutföll þegar maður er að gera grín. Ég vil hins vegar benda fólki sem er að gagnrýna þetta á að þegar Steindi fór til himna tók Guð á móti honum og Guð var svört kona,“ segir Kristófer. Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, hefði viljað að handritshöfundar Áramótaskaupsins væru meðvitaðri um stöðu kvenna. „Hlutfallið í Skaupinu var ekki svo fjarri hlutföllum viðmælenda í fjölmiðlum, en samkvæmt fjölmiðlaverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu eru karlar um 70 prósent viðmælenda í ljósvakaþáttum og í fréttum, á meðan kvenkyns viðmælendur eru 30 prósent. Þetta var mælt á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013,“ segir Steinunn. „Þessi skekkta mynd berst víða og meðal annars í Áramótaskaupið. Svo er oft gert grín í Skaupinu að valdamiklum aðilum í samfélaginu – sem eru oftar karlar. Konur voru samt að gera fullt af hlutum á árinu sem eru bæði fyndnir og hægt er að gera grín að – að ég tali ekki um þær ádeilur sem hægt er að gera á kynjamisrétti í samfélaginu. Auðvitað er erfitt að gera öllum til geðs í Skaupinu. En það væri óskandi að höfundar hefðu verið aðeins meðvitaðri um að myndin er skekkt og það er okkar allra að rétta hana eins og við mögulega getum. Við berum öll ábyrgð á að laga skekkjuna,“ bætir Steinunn við.
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein