Lífið

Ellen Page kom út úr skápnum í hjartnæmri ræðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ellen Page sló í gegn í myndinni Juno.
Ellen Page sló í gegn í myndinni Juno. nordicphotos/getty
Leikkonan Ellen Page hélt hjartnæma ræðu á mannréttindaráðstefnunni THRIVE í Las Vegas í gær þar sem hún talaði opinskátt um kynhneigð sína en hún tjáði umheiminum í fyrsta sinn að  hún væri samkynhneigð.

„Til að geta elskað aðra þarf maður fyrst að kunna að elska sjálfan sig,“ sagði Ellen Page í ræðu sinni.

„Ég er hér í dag af þeim ástæðum að ég er samkynhneigð. Vonandi get ég haft góð áhrif á þá sem berjast daglega fyrir mannréttindum sínum vegna kynhneigðar þeirra. Ég er orðin þreytt á að fela fyrir öðrum hver ég er í raun og veru. Ég hef hræðst það í mörg ár að koma út úr skápnum og því hefur andleg heilsa mín oft á tíðum ekki verið góð.“

Ellen Page sló eftirminnilega í gegn í myndinni Juno en hún lék einnig í myndinni Inception.

Hér að neðan má sjá myndband af hjartnæmri ræðu Page.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.