Stjórnendavandamál? Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 2. apríl 2014 06:00 Á síðustu árum og áratugum hefur mikið verið fjallað um frammistöðustjórnun. Helstu áherslurnar hafa verið á hvað stjórnendur þurfa að gera gagnvart starfsfólki til að ná fram góðri, eða bættri frammistöðu hjá starfsfólki. Í þessari umræðu eru gjarnan nefnd nokkur lykilatriði sem stjórnendur þurfa að sjá um að séu í lagi. Þetta eru atriði eins og að starfsmaður þurfi að kunna starfið, vita til hvers er ætlast af honum og fá reglulega hvatningu og uppbyggilega endurgjöf. Minna hefur verið rætt um í þessu samhengi að stjórnandinn líti reglulega í spegilinn og skoði hvernig hann er að standa sig sem stjórnandi. Er hugsanlegt að ef stjórnandi er ekki ánægður með frammistöðu eins eða fleiri starfsmanna að þá sé stjórnandinn kannski ekki að standa sig í sínu hlutverki gagnvart starfsfólkinu. Vanstjórnun (e. under-management), þ.e. að gefa fólki bara fullkomlega lausan tauminn og tala helst bara við það ef eitthvað er að, er ekkert betri en ofstjórnun (e. micro-management) þar sem stjórnandi andar stöðugt ofan í hálsmál starfsfólks og krefur það jafnvel um að bera allt undir sig sem það þarf að gera. Lítur þú í spegilinn?Stjórnendur þurfa að sinna sínu hlutverki sem stjórnendur, ekki að verja öllum tíma sínum ofan í skurði að grafa heldur fara reglulega upp úr skurðinum og sjá hvort verið er að moka í rétta átt, fylgjast með hvort búnaður er í lagi, hvort starfsfólk starfi við góðar aðstæður, hvort einhver sé ekki að skila sínu hlutverki, hvort einhver sé að standa sig á framúrskarandi hátt og svo framvegis. Án þessarar yfirsýnar er erfitt fyrir stjórnanda að standa sig vel og vera góður í sínu hlutverki. Ekki vera stjórnandi sem er bara með flott starfsheiti – stattu í lappirnar og taktu ábyrgð á hlutverkinu. Það besta sem getur komið út úr því er þegar þú, kæri stjórnandi, finnur að starfsfólk þitt er að vaxa og dafna og nær árangri í starfi vegna stjórnunar þinnar en ekki þrátt fyrir stjórnun þína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum og áratugum hefur mikið verið fjallað um frammistöðustjórnun. Helstu áherslurnar hafa verið á hvað stjórnendur þurfa að gera gagnvart starfsfólki til að ná fram góðri, eða bættri frammistöðu hjá starfsfólki. Í þessari umræðu eru gjarnan nefnd nokkur lykilatriði sem stjórnendur þurfa að sjá um að séu í lagi. Þetta eru atriði eins og að starfsmaður þurfi að kunna starfið, vita til hvers er ætlast af honum og fá reglulega hvatningu og uppbyggilega endurgjöf. Minna hefur verið rætt um í þessu samhengi að stjórnandinn líti reglulega í spegilinn og skoði hvernig hann er að standa sig sem stjórnandi. Er hugsanlegt að ef stjórnandi er ekki ánægður með frammistöðu eins eða fleiri starfsmanna að þá sé stjórnandinn kannski ekki að standa sig í sínu hlutverki gagnvart starfsfólkinu. Vanstjórnun (e. under-management), þ.e. að gefa fólki bara fullkomlega lausan tauminn og tala helst bara við það ef eitthvað er að, er ekkert betri en ofstjórnun (e. micro-management) þar sem stjórnandi andar stöðugt ofan í hálsmál starfsfólks og krefur það jafnvel um að bera allt undir sig sem það þarf að gera. Lítur þú í spegilinn?Stjórnendur þurfa að sinna sínu hlutverki sem stjórnendur, ekki að verja öllum tíma sínum ofan í skurði að grafa heldur fara reglulega upp úr skurðinum og sjá hvort verið er að moka í rétta átt, fylgjast með hvort búnaður er í lagi, hvort starfsfólk starfi við góðar aðstæður, hvort einhver sé ekki að skila sínu hlutverki, hvort einhver sé að standa sig á framúrskarandi hátt og svo framvegis. Án þessarar yfirsýnar er erfitt fyrir stjórnanda að standa sig vel og vera góður í sínu hlutverki. Ekki vera stjórnandi sem er bara með flott starfsheiti – stattu í lappirnar og taktu ábyrgð á hlutverkinu. Það besta sem getur komið út úr því er þegar þú, kæri stjórnandi, finnur að starfsfólk þitt er að vaxa og dafna og nær árangri í starfi vegna stjórnunar þinnar en ekki þrátt fyrir stjórnun þína.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun