Sakar Bandaríkjamenn um tvískinnung Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. apríl 2014 20:18 Barack Obama forseti Bandaríkjanna vill endurskoða öll samskipti á milli Bandaríkjanna og Íslands vegna veiða Íslendinga á langreyði. Forsætisráðherra segist ekki ætla að láta mestu hvalveiðiþjóð heims stjórna því hvort Íslendingar veiði hvað eða ekki.Barack Obama sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Forsetinn beinir þeim tilmælum til bandarískra stofnana að allir tvíhliðasamningar við Ísland verði endurskoðaðir vegna veiða á langreyði sem er á lista Cites yfir dýr í útrýmingarhættu. Ekki felst hótun um viðskiptaþvinganir í minnisblaði Obama. Málið var rætt á Alþingi í dag og þar sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bandaríkjamenn um tvískinnung. „Það hlýtur að vera einhvers virði að menn standi á sínum prinsippum og láti ekki mestu hvalveiðiþjóð í heims segja sér að við megum ekki veiða hval. Á meðan Bandaríkjamenn halda áfram sínum hvalveiðum þá ætla þeir að skikka Íslendinga til að hætta að veiða hval,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag.Veiða 770 langreyðar á næstu árum Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða árlega 46 langreyðar í Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Veiða á um 770 langreyðar á næstu fimm árum samkvæmt veiðileyfi sem sjávarútvegsráðherra gaf út í desember síðastliðnum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar segir það óheppilegt og telur fulla ástæða til að taka hótanir Bandaríkjamanna alvarlega. „Ef að forseti Bandaríkjanna felur innanríkisráðherra að endurskoða tvíhliða samskipti við Ísland þá finnst mér við eiga að taka mark á því,“ segir Sigríður Ingibjörg. Mikilvægt sé að fagleg umræða um hvalveiðar Íslendinga fari fram. „Við erum nokkrir þingmenn sem höfum lagt fram tillögu um að fram fari málefnalegt hagsmunamat á hvalveiðum. Ég tel borðliggjandi að við þurfum að samþykkja það núna og meta það hvort hagsmunir okkar af hvalveiðum séu það ríkir að það sé ástæða til að fá upp á móti sér ríki víða um heim, sem og almenning á vesturlöndum.“ Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna vill endurskoða öll samskipti á milli Bandaríkjanna og Íslands vegna veiða Íslendinga á langreyði. Forsætisráðherra segist ekki ætla að láta mestu hvalveiðiþjóð heims stjórna því hvort Íslendingar veiði hvað eða ekki.Barack Obama sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Forsetinn beinir þeim tilmælum til bandarískra stofnana að allir tvíhliðasamningar við Ísland verði endurskoðaðir vegna veiða á langreyði sem er á lista Cites yfir dýr í útrýmingarhættu. Ekki felst hótun um viðskiptaþvinganir í minnisblaði Obama. Málið var rætt á Alþingi í dag og þar sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bandaríkjamenn um tvískinnung. „Það hlýtur að vera einhvers virði að menn standi á sínum prinsippum og láti ekki mestu hvalveiðiþjóð í heims segja sér að við megum ekki veiða hval. Á meðan Bandaríkjamenn halda áfram sínum hvalveiðum þá ætla þeir að skikka Íslendinga til að hætta að veiða hval,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag.Veiða 770 langreyðar á næstu árum Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða árlega 46 langreyðar í Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Veiða á um 770 langreyðar á næstu fimm árum samkvæmt veiðileyfi sem sjávarútvegsráðherra gaf út í desember síðastliðnum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar segir það óheppilegt og telur fulla ástæða til að taka hótanir Bandaríkjamanna alvarlega. „Ef að forseti Bandaríkjanna felur innanríkisráðherra að endurskoða tvíhliða samskipti við Ísland þá finnst mér við eiga að taka mark á því,“ segir Sigríður Ingibjörg. Mikilvægt sé að fagleg umræða um hvalveiðar Íslendinga fari fram. „Við erum nokkrir þingmenn sem höfum lagt fram tillögu um að fram fari málefnalegt hagsmunamat á hvalveiðum. Ég tel borðliggjandi að við þurfum að samþykkja það núna og meta það hvort hagsmunir okkar af hvalveiðum séu það ríkir að það sé ástæða til að fá upp á móti sér ríki víða um heim, sem og almenning á vesturlöndum.“
Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira